Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Akureyri kallar

Ég er að skella mér norður til Akureyrar núna rétt á eftir.  Eins og allir vita er ekkert norðar en Akureyri.  Þegar maður er í Skagafirði er talað um að fara norður (Akureyri) þó það sé í raun austur.  Alla vega yst í Skagafirðinum.

Á Akureyri er sagt ÚT í Grímsey (sem er norður), vestur á Siglufjörð (sem er norð-vestur), austur á Grenivík (norð-austur), út í Ólafsfjörð (norður) o.s.frv. 

Þó eru Akureyringar ekki áttavilltir. Eitt sinn var maðurinn minn inni í Hrísalundi þar sem ekki er neinn gluggi og hann þurfti að vita hvar kaffið væri. Hann spurði því "hvar er kaffið" og svarið var "það er þarna í hillunni NORÐAN við Kornfleksið (corn-flakes)"!  

Hann leit auðvitað í allar áttir en var fremur illa áttaður þarna í gluggalausu rýminu.  Grin

Hvað um það, þegar við svo fluttum á sínum tíma frá Siglufirði til Akureyrar sögðum við mjög oft við Akureyringa.  "Við fluttum SUÐUR til Akureyrar". Wink

Hlakka til að hitta systir sem ég er að fara að heimsækja ásamt og því að fara á myndlistarnámskeið með henni hjá honum Erni Inga.

Getiði svo hvað?  Besta vinkona mín hringdi í systur mína í gær og spurði hvort hún gæti sótt sig á flugvöllunn korter yfir ellefu, systir mín hélt það nú hún væri hvort eð er að sækja mig!

Þá pöntuðum við báðar með sömu vél að sunnan og vissum hvorug af annarri.

Extra bónus!  Eða eigum við að segja auka glaðningur upp á íslensku!W00t 

 

 


Áskorun til Íslendinga - og burt með spillingarliðið í leiðinni!

Af bloggi jensgud 

föroya bjór

  "Lán Færeyinga til Íslendinga nemur 165 þúsund kalli á hvern Færeying,  660 þúsund kalli á hverja færeyska fjölskyldu.  Lánið er veitt án allra skilyrða,  Færeyingar frábiðja sér vexti af láninu og við megum endurgreiða það þegar og/eða ef við viljum.  Til viðbótar nota færeyskir stjórnmálamenn hvert tækifæri sem gefst á fjölþjóðavettvangi til að fordæma óvinveitta framkomu Breta í okkar garð.

  Héðan í frá eigum við ekki að kalla Færeyinga frændur okkar heldur skulum við kalla Færeyinga bræður okkar og systur.

  Færeyingar hafa löngum verið duglegir að heimsækja Ísland.  Sótt hingað hljómleika og aðrar skemmtanir,  verslað og svo framvegis.  Vegna hruns íslensku krónunnar hefur heimsóknum Færeyinga til Íslands fjölgað til muna.

  Ég skora á alla Íslendinga - sem tök hafa á - til að endurgjalda Færeyingum höfðingsskapinn í okkar garð.  Verslanir,  veitingastaðir,  leigubílstjórar og hver annar sem Færeyingar eiga viðskipti við á Íslandi skulu undantekningalaust gefa Færeyingum afslátt á verði.  Prósenta afsláttarins skiptir ekki máli: 5%, 10%, 15% eða hvað sem er.  Það sem skiptir máli er að sagt sé við Færeyinginn:  "Færeyingar fá alltaf afslátt hjá mér." 

  Takið þessa áskorun endilega upp á ykkar bloggi þannig að hún komist sem rækilegast til skila.

  Plötusnúðar skemmtistaða og útvarpsstöðva skulu jafnframt hætta að spila lög með enskum flytjendum og spila færeysk lög í staðinn. "

 

Og látum Færeyinga fá þátt í olíugróðanum þegar hann kemur!  (innskot höfundar)!!!!!W00t 


Djúpavík kallar

Ásbjörn frændi kom í kvöldkaffi í gær.  Hann er staðarhaldari á Djúpavík.  Eins og gefur að skilja var margt skrafað yfir kaffibollunum.

Ásbjörn hafði tekið smá rúnt með mínum manni og skoðað það sem við erum að bralla (aðallega hann) þar á meðal vél sem við fengum í bátinn okkar sem er á Siglufirði um þessar mundir.

Það er eikarbátur sem við erum að gera upp (maðurinn minn og kunningi hans), myndarlegasti bátur.

Kannski er ekki svo slæm hugmynd að fara að stunda róðra fyrir vestan oig hafa í sig og á.  Stunda sjálfsþurftabúskap!

Það er verst að við getum illa flúið skuldirnar sem ríkisstjórnin er búin að leggja á herðar okkar. Ríkisstjórnin sem sagði að það yrði aldrei látið gerast í vstrænu hagkefi að banki væri látin fara á hausinn á Íslandi.  Svo rúlluðu þrír þeirra.  Eins og hendi væri veifað!

Kannski getum við flutt norður á Strandir (eða til Vestmannaeyja, jafnvel Færeyja) og lýst yfir sjálfstæði okkar?

Eflt Sparisjóð Strandamanna til dáða eða endurvakið Kaupfélagsveldið. 

Ég hugas að við værum betur sett þannig. 

Eitt er víst að eitthvað verðum við að gera! 


Gefandi starf

Það er gefandi starf að passa barnabörnin.  Ég var ræst út í morgun þar sem hlaupabólan er að herja á einn af fjórum mögulegum.  Einar Breki ber sig hetjulega í veikindum sínum og Kristján Andri, eldri bróðir hans fékk að vera heima í dag vegna þess að amma mætti á svæðið.

Dagurinn hófst með Cartoon barnaefni og síðan svissuðum við yfir í íþróttaálfinn enda Einar Breki uppáklæddur í búninginn.

Því næst ætluðu þeir að stilla aftur á Cartoon en þá klikkaði kunnátta ömmunnar.  Ekkert lét að stjórn og því neyddust strákarnir til að leika sér í Playmobil með skip og kalla sem var frábært að fylgjast með.

Langamma upp kom niður og gaf okkur kjötbollur í hádeginu (namm) og afi kom við í bakaríinu á leiðinni í mat og kom með brauð og álegg.

Eftir matinn las amma eina bók um vináttu veiðihunds og refs. Ég hugsaði mitt á meðan ég las bókina!

Þá tóku bræður til við að kubba. Þeir byggðu kastala í mesta bróðerni þ.e. Einar Breki byggði súlur og rétti bróður sínum sem reif þær niður í stærri kastalabyggingu.  Allt í góðu.

Nokkrar erjur urðu í lok byggingartímans, það miklar að amman (ég) sem var í símanum að panta frystiskáp, varð að byrsta sig við litlar vinsældir báðum megin línunnar.

Allt endaði þetta vel og ég fékk góðar ábendingar frá strákunum um hvað ömmur gerðu og ættu ekki að gera.

Stákarnir fengu svo kakó og brauð með osti og skinku en amman kaffi í lok dagsins. 

Ég var þó ekki það ægileg að þeir pöntuðu að koma heim til mín á morgun því fyrirséð er að Einar Breki verður frá leikskóla út vikuna og Kristján Andri er auðvitað velkominn með honum.

Það er bara gott að hvíla sig á leikskólanum einn til tvo daga á vetri!  

 


Pabbi níræður

Við erum nýkomin heim úr aldeilis frábærri ferð norður á Strandir.  Við lögðum upp á laugardegi ég, mamma og pabbi.  Daginn eftir fór fólk að "Drífa" að þar á meðal Drífa Þöll og Gunni Ella Pé frá Eyjum eins of skjalfest var í gestabókinni okkar á Djúpuvík.  Þegar allir voru svo komnir var mikið gaman og mikið grín.  24 saman héldum við í siglingu með honum Reimari á Sædísi á afmælisdegi pabba 13. ágúst eins og stefnt hafði verið að.  Haldið var norður í Hornvík og vorum við einstaklega heppin með veður.  Set nokkrar myndir í albúm hér á síðunni sem heitir Níræðisafmæli pabba.  Ótrúlegt var að sigla um þessar slóðir og alveg upp við Hornbjarg.  Reimar ákvað að þvo framrúðuna á bátnum undir fossi í Blakkabás við enda Hornbjargs nær Látravík eða Hornbjargsvita.  Merkilegt var að sigla nánast undir bjargið og fá fossinn yfir bátinn.  Fuglarnir kúrðu inni í samskeytum í bjarginu og kipptu sér lítt upp við heimsóknina.

Síðan var kaffi og með´í Reykjarfirði nyrðri.  Þar var gaman að koma og vorum við sem treystum okkur ekki að ganga ferjuð með fjallahjóli og aftanívagni en dálítill spölur er að húsinu.  Þarna er líka sundlaug sem sumir skelltu sér í eftir kaffið. 

Kaffi í Reykjarfirði nyrðri

 

 

 

 

 

 

Ég ásamt mömmu og pabba í kaffi í Reykjarfirði nyrðri þann 13. ágúst 2008 

--

Dagurinn endaði síðan með kaffisamsæti á Hótel Djúpavík um kvöldið. Einstaklega ánægjuleg ferð í alla staði.   

---

My father was 90 years old rhe 13th of August.  24 people, friends and family went sailing to Hornvík with him and my mother on his birthday.  We were about eight hours on að boat from Norðurfjörður to Hornvík.  We also stoped for coffee, (kleinur and pönnukökur) in Reykjarfjörður. 

I put að few pitchures in a photo album (Myndaalbúm) under the name "Níræðisafmæli pabba".  


STJÖRNUSPÁ


SteingeitSteingeit: Þú hefur mikinn tilfinninganlegan aga og getur stjórnað skapinu. Þú uppgötvar eitthvað sem kætir þig, og svo eitthvað áhugavert. Það er svo gaman hjá þér!
 
__
Það er mikið til í þessu.  Ég var að kveðja Sollu systir sem er að flytja aftur til Portúgal eftir tveggja ára veru hér á landi.  
Heimurinn er orðinn svo lítill að það tekur því ekki að fella tár þó manns nánustu séu að flytja milli landa finnst mér.  Auk þess er þetta það sem hún vill og því þá að gráta það?
Það verður bara gaman að heimsækja þær mæðgur einhvern tíma á næstu mánuðum eða árum.
Þær ætla að koma aftur í september og vera í tvær vikur þannig að við sjáumst alla vegana aftur þá.
Mun nú samt auðvitað sakna þeirra. 
 

Það er ekki eins og það sé verið að fara milli hnatta þó við mjökum okkur milli landa á þessari jarðkringlu!Cool 

--

My sister Sólveig and her daughter Lucy  are moving back to Portugal today.  I hope for the best for them but they have lived here in Iceland last two years.

The world is not so big these days so it is not like they are moving to another planet.

I will sure miss them but I´m looking foreward to seeing them in September when they come for a visit.

I hope I can visit them too in the next months or years.


17. júní

Gleðilegan þjóðhátíðardag.

Ísbjörninn á Skaga

Hæ hó jibbý jei og jibbí ja... Þjóðhátíðardagurinn rennur upp bjartur og fagur hér í Reykjavík.

Ég veit ekkert hvað ég ætla að gera í dag.Það er gott að slaka á og sitja við tölvuna meðan maður er að skipuleggja daginn.

Ég veit þó eitt fyrir víst að ég mun horfa á EM í kvöld. Það er nú allur þjóðrembingurinn!  Sitja og horfa á flotta karlmenn elta einn bolta.

Sennilega kíki ég i kaffi til mömmu og pabba en þar kemur fólk gjarnan saman þegar færi gefst.

Börnin og Barnabörnin láta kannski eitthvað sjá sig, kannski ekki, það kemur í ljós.

Ég hef bara áhyggjur af bangsa norður á Skaga. Dýraverndunarsinnar eru á hraðri leið með hann í danskan dýragarð. Það finnst mér ekki góð niðurstaða á Þjóðhátíðardegi okkar íslendinga að hneppa greyið í slíka þrælavist.  Þá væri betra að farga honum.

Polar-Bear-Wager-Bay-Northwest-Territories-Canada-Photographic-Print-C10247328

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafið það reglulega gott í dag . Nær og fjær.

---

Happy national day today , everybody.


Flugferð með Krissa

Yngsti sonur minn er kominn með einkaflugmannsréttindi. Ég skellti mér upp í "relluna" með honum í morgun. Tveggja sæta, eins hreyfils chessna.

Sumir undrast það að ég skuli þora þessu.  Ég reyndar líka.

Þetta er eitt af því sem ég varð að gera upp við mig.  

Ég hugsaði sem svo" af hverju ætti ég ekki að þora með honum þegar hann þorir með sjálfum sér?"

Flugferðin var mjög skemmtileg.  Við fórum stuttan hring hér yfir höfuðborgarsvæðið, upp á Sandskeið, flugum yfir flugvöllinn þar án þess að lenda.

Krissi tók smá æfingar fyrir ofan Sandskeið, EFTIR AÐ ÉG HAFÐI SAMÞYKKT ÞAÐ.  

Ég fékk að finna hvernig það er að vera 0 kg!  Það var einmitt það sem ég hafði áhuga á að vita. Mjög athyglisvert.Cool

Einu flaskaði ég þó á.  Að taka með mér myndavélina.  

Ég geri það pottþétt næst.

--

My youngest son has newly become a pilot.  I went with him in a short flight this morning.  

I was wondering if I should dare to go with him. Then I figured "why should I not dare to go with him while he dares to go by himself?"

We were in a little chessna (with seats for two) and he did some exercises that made me feel how it is to be 0 kg !  Very interessant.Cool  

The trip was very fine but I forgot my camera.  

I will sure take it with me next time. 


Nýr bíll

Ég fór til Póllands nýverið.  Áður en ég fór hafði ég á orði við manninn minn að bíllinn minn væri orðinn skítugur.  Hann tók að sér að "græja" málið. 

DSC02744

Meðan ég var úti tóku við einkennilegar viðræður okkar á milli. Símleiðis.

Hvort það væri algert skilyrði að bíllinn væri með Kylesko?

"Já" sagði ég "og leðursæti".  Auk hraðastillis og sjálfskiptingar.

 Þegar ég svo kom heim beið mín glænýr bíll.  Nissan Quasqai.  Með þeim búnaði sem ég vil hafa í bílnum.

Kylesko er svo þægilegt.  Þá opnast bíllin sjálfkrafa þegar þú kemur að honum (að því tilskyldu að þú sért með skynjarann á þér) og þú ýrir bara á takka eða snýrð takka og hann fer í gang.  Ekkert lyklavesen.

Leðursætin gera það að verkum að auðvelt er að ýta sér til í bílnum án mótstöðu.  Maðurinn minn talaði eitthvað um leðurbuxur í stað leðursæta.  Ég var ekki á því.  Alla vega ekki svona fyrir sumarið. 

Hér fygir með mynd af bílnum sem er sparneytinn og mjög lipur í akstri.  

En þetta er í ættinni mannsins míns.  Þ.e. að skipta bara um bíl ef einhver hefur orð á að það þurfi að þvo bílinn. Wink   

 ---

 I went to Pólland few weeks ago.  Before I went there, I asked my husband to clean my car while I was away.

When I came hom he was waiting at the airport on a brand new car!

Bottom line.  If I want a new car.  Just ask my husband to wash the old one! Wink  

 

 


Hamingjan er "stæling "

Hvað er hamingja?  Ég hef stundum velt þessu fyrirbæri hamingja fyrir mér og niðurstöður mínar eru einatt á ýmsa vegu.

Ef óhamingjan er "pæling" er þá ekki hamingjan "stæling"?

Ef hamingjan er fylgifiskur ástarinnar þá er nú stutt í hyldýpi óhamingjunnar.  

Ástin er oft eigingjörn.  Þá er hamingjan fljót að láta sig hverfa. 

Tilfinningin hamingja getur verið fljót að skipta um ham og sveiflast um tilfinningaskalann eins og jó jó.

Eitt hef ég fyrir satt að það verður enginn hamingjusamur á óhamingju annarra.  Því er betra að vanda sig i samskiptum við aðra og láta ekki meinta "hamingju" sína valta yfir þá sem manni þykir/þótti vænst um.

Ég reyni í dag að fara vel með þá hamingju sem mér hefur hlotnast í lífinu. Rækta hana og hlúa að henni eftir bestu getu.  Það er ekkert grænna grasið hinum megin.  Ef ég rækta minn reit og mína hamingju þá er garðurinn minn auðvitað fagurgrænn.

Einhver sagði "ástin flýr út um gluggann þegar fátæktin birtist í dyrunum".  Vafalaust er margt til í því.

Ég ætla þó að ljúka þessum pælingum mínum um hamingjuna með orðunum "Fake it untill you make it", sem sagt hamingjan er stæling og það er í góðu lagi.

Happiness-Print-C10295415

 

 

 

 

 

 

 

 

I sometimes wonder what happiness is?   If happines and love holds hands it can be difficult to handle an keep it under control.   

I say to people that think they will never get some happy in life. "Fake it untill you make it".  

I think it allways works out fine.

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband