Pabbi níræður

Við erum nýkomin heim úr aldeilis frábærri ferð norður á Strandir.  Við lögðum upp á laugardegi ég, mamma og pabbi.  Daginn eftir fór fólk að "Drífa" að þar á meðal Drífa Þöll og Gunni Ella Pé frá Eyjum eins of skjalfest var í gestabókinni okkar á Djúpuvík.  Þegar allir voru svo komnir var mikið gaman og mikið grín.  24 saman héldum við í siglingu með honum Reimari á Sædísi á afmælisdegi pabba 13. ágúst eins og stefnt hafði verið að.  Haldið var norður í Hornvík og vorum við einstaklega heppin með veður.  Set nokkrar myndir í albúm hér á síðunni sem heitir Níræðisafmæli pabba.  Ótrúlegt var að sigla um þessar slóðir og alveg upp við Hornbjarg.  Reimar ákvað að þvo framrúðuna á bátnum undir fossi í Blakkabás við enda Hornbjargs nær Látravík eða Hornbjargsvita.  Merkilegt var að sigla nánast undir bjargið og fá fossinn yfir bátinn.  Fuglarnir kúrðu inni í samskeytum í bjarginu og kipptu sér lítt upp við heimsóknina.

Síðan var kaffi og með´í Reykjarfirði nyrðri.  Þar var gaman að koma og vorum við sem treystum okkur ekki að ganga ferjuð með fjallahjóli og aftanívagni en dálítill spölur er að húsinu.  Þarna er líka sundlaug sem sumir skelltu sér í eftir kaffið. 

Kaffi í Reykjarfirði nyrðri

 

 

 

 

 

 

Ég ásamt mömmu og pabba í kaffi í Reykjarfirði nyrðri þann 13. ágúst 2008 

--

Dagurinn endaði síðan með kaffisamsæti á Hótel Djúpavík um kvöldið. Einstaklega ánægjuleg ferð í alla staði.   

---

My father was 90 years old rhe 13th of August.  24 people, friends and family went sailing to Hornvík with him and my mother on his birthday.  We were about eight hours on að boat from Norðurfjörður to Hornvík.  We also stoped for coffee, (kleinur and pönnukökur) in Reykjarfjörður. 

I put að few pitchures in a photo album (Myndaalbúm) under the name "Níræðisafmæli pabba".  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ketilás

Hefur aldeilis verid gaman hjá ykkur - verst ad missa af tessu. Annars allt gott - gengur vel en dvoldum lengur á Costa de Caparica vegna treytu eftir Algarve ! Segi ekki meira ! Erum nú í Lissabon hjá systir José, forum nordur á morgun. Erum med bíl sem bródir José lánadi okkur, allt fyrir mann gert eins og vanalega hér.

Bid vel ad heilsa ollum, mommu og pabba og ollum ! Knus Magga systir. Netid er svo slow hér ad madur nennir ekki ad bída tímunum saman..............verdur gaman ad koma heim ...

Ketilás, 17.8.2008 kl. 15:03

2 identicon

Ohhhhhh hvað það hefur verið gaman

Stella (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 16:45

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já mæðgur það var æðislega gaman! Ótrúleg ferðin norður í Hornvík og einstaklega vel heppnuð frá a-ö.

Söknuðum ykkar sem ekki vorðuð með. Knús í allar áttir...:-)

Vilborg Traustadóttir, 17.8.2008 kl. 17:39

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingj með pabba gamla, flotur kall sýnist mér.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband