Færsluflokkur: Bloggar

Djúpavík

Skruppum í kuldann og trekkinn norður á Strandir nýlega.  Komum heim í gær.  Við ákváðum að ergja okkur ekki á veðrinu heldur nutum tilverunnar.  Nýlega hafði verið flæmt burt svissneskt par vegna gripdeilda í sveitinni.  Við höfðum því hægt umm okkur svona til vonar og vara.  Þess vegna kom veðrið sér ágætlega. Það var ekki hundi út sigandi. Fyrir utan það að sonarsynirnir sóttu sjóinn og komu jafnharðan gegnblautir heim. Gekk því á fatabyrgðirnar og vart hafðist undan að þurrka fatnaðinn þó svo að allir ofnar væru virkjaðir.  Eitthvað var um ullarvörur í þýfi svisslendinganna, handprjónaðar í hreppnum.  Ekki fór hjá því að viss skilningur gerði vart við sig og ekki veit ég nema ég hefði skroppið í Kaupfélagið ef við hefðum verið lengur........sennilega þó á opnunartíma.  :). 

 


Haustferð

Við hjónin skruppum til Djúpuvíkur um helgina ásamt elsta sonarsyninum.  Við gerðum vetrarklárt og nutum þess að vera á staðnum.  Nokkuð margt var í þorpinu en þó ekki eins og á sumrin þegar gist er í hverju húsi.

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við húsið í hellulögn og búið er að gera allt mun þægilegra  og hefur vel tekist til.  Einnig létum við leggja og  ganga endanlega frá rafmagni.  Mikið verður notalegt að koma í víkina þegar færi gefst, hitta fólkið og slaka.  Ég tala nú ekki um að njóta barnakvaksins en strákarnir eru allir vitlausir í að vera þar og stunda sjóinn grimmt á litlum bátum.  

Kuldalegt haustið sýndi okkur tennurnar og uppi á Veiðileysuhálsi á heimleiðinni lentu erlendir ferðamenn í ævintýri örugglega fyrir allan peninginn. Það var þröngt og þeir stoppuðu og festu bílinn.  Við urðum að bakka upp á mel og Geir út að ýta.  Allt hafðist þetta slysalaust sen betur fer.  Ferðamennirnir urðu svo glaðir að þeir tóku mynd af Geir.   

Í kuldanum kom á óvart að krækiber voru í góðu lagi neðan við snjólínu.  

Það er gaman að líta við hér á blogginu og sjá hvað margir bloggvinir eru hér enn.

image

 


Bakstur og bras

Nú er hún Ippa að baka og brasa.  Það er ekki í frásögu færandi nema hvað Facebookið hennar liggur tímabundið niðri.  Ég á að prufa innan fárra mínútna. Þá þýðir ekki að reyna að setja stuttan status "er að baka" eins og Facebook gengur út á.

Bloggið býður upp á lengra mál.  

Ég er sem sagt að baka brauð.  Mikið hollustubrauð með engum sykri heldur smávegis agave sýrópi og kókosolíu í stað matarolíu.

Kveikjan að þessum bakstri var Facebook status um "hnallþóru" eina sem kláraðist á svipstundu af einum gesti viðkomandi manneskju.  Svo var minnst á Skagafjörð og þá rann í gegn um hugann ævintýrin þegar ég var ráðskona í vegavinnu og átti oft leið um þar sem konur stóðu við bakaraofninn og "unguðu út" þvílíku bakkelsi og "hnallþórum" eins og á færibandi.

Ekki það að ég sé ekki alin upp við það. Ó nei, hún mamma stóð í stórræðum frá morgni til kvölds og mettaði svanga munna með alls kyns bakkelsi.... og "hnallþórum" um helgar.

Skagafjörðurinn er svona ofarlega í minningunni vegna umræðna kvennanna og það hversu alvarlega þær tóku hllutverk sitt.  Orðin þeirra hljóma í minningunni.  Það gengur ekki annað en að hafa nóg meðlæti á boðstólum þegar menn vinna úti alla daga, heitan mat kvölds og morgna, morgunkaffi, miðdegiskaffi og kvöldkaffi með heimagerðu bakkelsi. Femínistar í dag hefðu ekkert nema gott af því að heimsækja Skagafjörðinn fyrir svona 25 árum og fá "kaffi og með´ðí" hjá kynsystrum sínum, sveitakonunum sem stóðu við þvotta, matseld og bakstur alla daga milli þess sem þær mjólkuðu og mokuðu flóra eða skelltu sér á dráttarvélina í heyskap eða önnur bústörf.

Þær voru því ekki bundnar við eldavélina allan daginn þó auðvelt væri að álykta svo miðað við afköst og gæði þess sem þær báru á borð.......þær eru í mínum huga sannir femínistar......

.....og hún mamma líka! 

 Nú ilmar holla brauðið mitt svo lokkandi að ég er farin í eldhúsið til að njóta þess að þefa þar til ég get byrjað að borða það.... 


Algerlega geggjaður flutningur.....

 

Er svo mikið búin að vera að grúska í þessum gömlu en sígildu lögum vegna hippahelgar sem við héldum á Ketilási um síðustu helgi.

 

Helgin tókst mjög vel og toppurinn var laugardagskvöldið þar sem þeir "Blómálfarnir" Maggi og Finnbogi Kjartans ásamt Ara Jónssyni hreinlega "trylltu lýðinn" aftur á þennan dásamlega tíma.

 

Þetta lag er eitt af mínum uppáhalds...... 


Jólin - árið og allt það!

Jólin hafa verið okkur ljúf og góð.  Besta jólagjöfin var sú að fjölskyldan gat verið saman á Aðfangadag og Jóladag.  

Milli jóla og nýárs flaug ég norður í land og fór um fjögur jarðgöng tvisvar sinnum.  Ég fór á jarðarför á Siglufirði þann 30. janúar.

Ég var þó mætt til að ausa yfir kalkúninn á gamlársdag.  Við áttum skemmtilegt gamlárskvöld með börnum, barnabörnum og  tengdaforeldrum.  

Nýársdagur var letidagur hjá mér ég rétt brá mér í sparifötin á meðan við snæddum það sem eftir var af kalkúninum með þeim úr fjölskyldunni sem sáu sér fært að mæta.

Gleðilegt ár. 

 

Ágústmáni

 

 


"Ég er komin heim¨

Ég er komin heim

Sýningin "Ég er komin heim...."


 

Minningarsýning um Sólveigu

 

Traustadóttur frá Sauðanesi verður

 

opin í Sauðanesvita frá kl.13:00 -

 

17:00 sunnudaginn 25.07.2010.

 

 

Um er að ræða olíumyndir á striga

 

sem allar eru unnar í vetur og eru

 

úrvinnsla þeirra ástvina sem sýna

 

og hafa reynt að setja á striga

 

tilfinningar sínar í þessu

 

ferli………….

 

 

Myndirnar eru eftir systkinin

 

Magnús, Margréti og Vilborgu

 

Traustabörn. Einnig á eiginkona

 

Magnúsar, Dagbjört Matthíasdóttir

 

myndir á sýningunni.

Ég er komin heim

 

 

 

Sýning þessi kemur nú frá

 

Norðurporti á Akureyri,þar sem

 

hún hefur verið s.l. mánuð. Undir

 

heitinu " Í minningu systur”

 

 

Verið hjartanlega velkomin í

 

Sauðanesvita á sunnudaginn.

Ég er komin heim

 

 

Fjölskyldan frá Sauðanesi.

 

 

 

 

 

Ég er komin heim

 

 

 

Ég er komin heimÉg er komin heimÉg er komin heimÉg er komin heimÉg er komin heimÉg er komin heimÉg er komin heimÉg er komin heimÉg er komin heimÉg er komin heimÉg er komin heim

 


Ég er komin heimÉg er komin heimÉg er komin heim


Hippaballið!

 

Hippaball Ketilási   


Gleðilega páska.

Gleðilega páska allir - nær og fjær!

Aðdáandi nr 1. leynist hér á heimilinu!

 

Smile 


Færist fjör í leikinn....

Vonandi er þetta ávísun á betri tíð með blóm í haga!  

 

Sérstaklega þar sem loðnan er nánast veidd í "kartöflugörðunum heima" ....

;-)


mbl.is Loðnugangan út af Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband