Færsluflokkur: Enski boltinn

Hver heldur með hverjum og hvers vegna?

Mér finnst dálítið fyndið að velta fyrir mér þeirri áráttu okkar að halda með ákveðnu liði í íþróttum.  Hvers vegna þetta lið en ekki hitt?

 

Tölum um fótbolta! 

Soccer-Ball-in-Net-Photographic-Print-C12437788

Oft er það "heimaliðið" sem við höldum með af mikilli áfergju.  Stundum er það vegna þess að einhver sem við þekkjum spilar með liðinu eða að einhver sem við þekkjum heldur með liðinu.

Þegar kemur að liðum utan landsins t.d. í enska boltanum flækist málið verulega.  Sumir eru Liverpoolarar bara af því og aðrir Manchester United aðdáendur af því bara.  

Hvað veldur?  Ég er alger "flokka-flakkari" í þessum efnum. Synir mínir hafa haldið mjög sterkt með liðum í enska boltanum.  Einn heldur með Liverpool, tveir héldu lengi vel með Arsenal og ég gerði það líka um tíma.

Svo hélt ég með Chelsea þegar Eiður Smári lék með þeim og um tíma hélt ég með Manchester United vegna þess að John læknir Bendikz heldur með þeim.

Í dag er ég alveg laus við að halda með einum eða neinum.  Sé ekki tilgang með því. 

Árfram Þróttur!!! 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband