Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Svo byrjar skólinn- The school begins

Senn byrja skólarnir.  Elsti sonarsonur okkar byrjar í skóla í haust.  Sex ára.

Tíminn líður hratt.  Mér finnst svo stutt síðan hann kom hingað með foreldrum sínum þriggja daga gamall.

Amma laumaðist inn til hans og lagði sig hjá  honum bara til að horfa á hann og hlusta á andardráttinn.

Ég var viðstödd útskriftina hans úr leikskólanum í sumar.  Það var ótrúlega magnað.

Svo fara þeir einn af öðrum í skóla á næstu árum.

Fjórir stórir strákar!

--

The school is beginning soon.  My oldest grandson begins this year.  He is six years old.

The time is passing.  I think it is not so long time since he came here with his parents only three days old.  

I just layed quietly down by his side just to look at him and listen to his breathing.

I was with him when he was graduating from his  day care center this summer.  It was amasing.

Next years they will go to school one by one my grandsons.

Four big boys! 

 

 


Fallegt veður - Beutyful weather

Fallegt veður í dag.  Vökvuðum grænmetisgarðinn, fórum í fiskibúðina og 1928 og versluðum.

Ég, mamma og pabbi.

Pizza í Sólheimunum klukkan 18.00 og mættu þrír sonarsynir og tveir synir.  Nú er ég að klára þvottinn fyrir Akureyrarferðina á mánudaginn.

Hvers get é krafist frekar?W00t

--

Beutyful weather today.  We put wather on our plants in the garden, went to the fish-store and shopped in a store namend 1928.

Me, my mother and father.

We had pizza in Sólheimar at six o´clock with three of our grandsons and two of our sona.  Right now I am finishing to wash the laundry before my trip to Akureyri next week.

What more can I ask for? W00t

 


Góðan daginn - good morning - Djing dobre

Vaknaði hress og fer á fullt að laga til eftir málningartörnina fyrr í vor og setja blóm við garðana okkar til punts!

Gerði svalirnar flottar í gær með hjáp frá ömmustrákunum og "afa"!!W00t 

--

I am awake and full of energee,  I will spend the day putting our flat together after it was painted in May and me and mother will put some flowers in our vagatable-garden, just for the look!

I made the balkon beutiful yesterday with a help from my grandsons and "grandfather"!!W00t 

DSC01222Kötturinn Mímí komin - The Cat Mímí has comeAf níundu hæð - From the ninth floor

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Svo er það tiltekt inni - Now I have to start inside!Bandit

Inni núna- Inside now

 


Leikskólaútskrift í dag...

Ég fékk að vera viðstödd útskriftarathöfn elsta barnabarnsins úr leikskólanum Lyngheimum í dag.

Það var mjög skemmtilegt og gaman að hlusta á krakkana syngja og horfa á þau dansa.

Ég náði þessu á video á myndavélinni minni og tók nokkrar myndir.

Nú tekur við grunnskólinn hjá honum Geir Ægi í haust en hann verður í leikskólanum fram að sumarfríi.

Takk fyrir að fá að vera með. Heart


Færeyingar í krýsu!

Það eru víðar vandamál en hjá okkur sem einblínum jafnan í eigin rann og sjáum lítt út fyrir skerið.

 

"Sambandsflokkurinn, Jafnaðarflokkurinn og Fólkaflokkurinn mynduðu nýja stjórn í september eftir að Jafnaðarflokkurinn sleit samstarfi við Þjóðveldið og Miðflokkinn."

 

Þetta kemur fram á vef hjá blaðinu "Sosialnum"  í Færeyjum.

 

Flott nöfn á flokkunum! 

 


mbl.is Stjórnin í Færeyjum í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegur dagur

Það er fallegur dagur í dag.  Bjart yfir, sólin skín en það er kalt.

Hjá ömmu og afa gistu þrír af fjórum mögulegum í nótt.  Við söknuðum þess fjórða.

Morguninn hefur farið í vélaviðgerðir hjá húsbóndanum.  Sjónvarpsgláp, tölvuleiki, Lúdó og aðra leiki hjá drengjunum.

Amman greip í bókina "Í sól og skugga" eftir Bryndísi Schram.  Ég á bara einn kafla eftir og er að treina mér bókina.  Mér finnst bókin svo góð og Bryndís segir skemmtilega frá því sem hún og Jón Baldvin hafa upplifað.

Í bókinni kemur fram að þau eru boðin og búin til að hjálpa til í því ófremdarástandi sem skapast hefur á Íslandi.

Við eigum að þiggja það!  Við höfum ekki efni á að hafna reynslu og þekkingu sem er okkur nauðsynlegt til að ná aftur  inn í framtíðina sem virðist ansi óljós í augnablikinu svo ekki sé meira sagt.

Í dag ætlum við að fara eitthvað út í góða veðrið með sonarsyni okkar sem eru sprækir og hressir eins og strákar eiga að vera en samt ótrúlega góðir og tillitssamir á allan hátt.

Nú heyri ég í dísil bílnum hans afa drengirnir ætla að fela sig bak við stól og ég ætla að segja afa að þeir séu farnir. 

Það er leikur sem allir taka þátt í af heilum hug.

Líka afi. 

 

 


Þvottadagur

Í dag er þvottadagur hjá mér.  Þannig hagar til að við búum í blokk þar sem er sameiginlegt þvottahús á 12. hæð með útsýni í allar áttir.

Yndislegt að setjast þar niður smá stund og bíða eftir að vélarnar klári og njóta útsýnisins á meðan.Heart 

Við reyndum  fyrsta árið að hafa þvottavél í íbúðinni en þegar einn soninn vantaði þvottavél gáfum við honum hana enda er svo þægilegt að bóka einn dag í viku og þvo.  Þvottavélin var bara fyrir okkur inni á baði þar sem hún stóð ónotuð.

Ég ólst upp við það á Sauðanesi að mamma hafði einn þvottadag í viku.  Hún var með þvottavél í kjallaranum sem hún setti þvottinn ofan í og svo varð hún að hræra með priki á meðan þvotturinn var í vélini.  Mamma var einnig með pott í þvottahúsinu sem hún gat kveikt undir og soðið ýmislegt í m.a. slátur í súr og svið í sultu o.s.frv. 

Ég man enn hvað ég var einmana þegar mamma var með þvottadagana.  Hún var einbeitt við þvottavélina allan daginn sauð þvott, skolaði og vatt. Síðan var allt hengt út á snúru ef viðraði.  Oftast reyndi hún að þvo þegar þurrkur var en stundum varð að hengja þvottinn upp inni.  Oft uppi á lofti í þá daga en síðar eftir að mamma fékk sjálfvirka Candy vél í fimmtugsafmælisgjöf var hengt upp niðri í kjallara þar sem þvottavélin vatt betur en gamla vindan hennar mömmu.

Hugsið ykkur mamma var fimmtug þegar hún fékk fyrst sjálfvirka þvottavél og þá fékk HÚN hana í afmælisgjöf.  Við sátum öll og horfðum furðu lostin á þvottinn veltast um í tromlunni.  Við hefðum ekki verið hamingjusamari þó við hefðum verið að horfa á sjónvarp sem sást ekki á þessum tíma á Sauðanesi þar sem skilyrði voru ekki fyrir hendi. W00t

Í þeim efnum fóru þó fljótlega í hönd svarthvít mismikil hríðarskjár þar sem það var happa og glappa hvort skilyrði voru til að horfa á Dallas eða Húsið á Sléttunni!Wink

Hvað um það, það hentar mér líka vel, eins og mömmu forðum, að hafa einn þvottadag í viku en barnabörnin koma bara með í þvottahúsið og hjálpa mér þar sem ekki er hætta á að slettist sjóðandi vatn á þau sem ég ímynda mér að hafi verið ástæða þess að okkur var haldið frá þvottastússi í þá daga.

Hver mínúta var dýrmæt þar sem allt þurfti að ganga upp.  Stórt heimili, bústofn og alltaf eitthvað að gera.  Mjólka, gefa dýrum, slóðadraga og raka af, heyja o.s.frv.  Sauðburður á vorin, rýjað í júní, sláturtíð á haustin svo eitthvað sé nefnt.

Svo áttu börn ekkert að vara að "þvælast fyrir" vinnandi fólki!

Við hjálpuðum líka heilmikið til krakkarnir og þvældumst lítið fyrir að því er ég best man!Cool 

 

 

 


Afmæli

Ég á afmæli í dag.  Hafði lambalæri og ís á eftir fyrir fjölskylduna ásamt foreldrum og tengdaforeldrum.

Sonarsynirnir fóru fram á að fá pylsu í brauði með tómat, ekki hitað í potti heldur keypt í pylsusjoppu.

Þannig eru afmæli skildist mér á þeim.

Afi græjaði málið um leið og hann sótti afmælisgesti kom hann við í pylsuvagninum við sundlaugarnar í Laugardal og kom með pylsur á strákalínuna.

Ég fékk góða aðstoð við að raða kertum á ísinn sem þeir bjuggu til með mér milli jóla og nýárs og enn betri aðstoð við að blása á kertin sem voru að sjálfsögðu fimm.  

Eitt fyrir hvern strák og eitt fyrir afa.

Ekki einu kerti meira enda konan á besta aldri.

birthday-greetings-cats-with-wheelbarrow

 

 


Gleðilegt ár

Um leið og ég óska öllum vinum og vandamönnum, bloggvinum og öðrum sem líta hér við, gleðilegs árs og friðar set ég hér inn gullkorn úr bókinni "Gullkorn frá liðnum tímum", flett upp af handahófi og auðvitað kom eitthvað um listina.

"Hlutverk listarinnar er ekki að sýna ytra byrði

hlutanna heldur innri merkingu þeirra" 

Aristóteles 

 

Nokkuð til í því.

Ég bið þess að fallegt ljós lýsi í litlu hjörtun mín sem gista öll hjá ömmu og afa þessi áramót.  Yndislegir drengir, skemmtilegir, fallegir og góðir.

Guð blessi þá og okkur öll.

  Amen 

sacred-heart-of-jesus

 


Ömmustrákar

Ég á fína ömmustráka.  Fjóra talsins.  Mikið erum við rík sem njótum barnaláns!

Tveir þeirra komu til ömmu í dag.  Synir sjóarans okkar sem er að vísu í fríi núna yfir hátíðarnar.  Hann og konan hans hafa slitið samvistum og því er skiljanlega óöryggi í litlum drengjum og þeir finna öryggið hjá ömmu og afa.

Ég var með þeim hér heima hjá okkur og þeir hönnuðu sverð úr pappír.  Þegar við höfðum gert nokkur stakk ég upp á því að við færum út að berjast!

Þeir voru sko aldeilis til í það.  Við skelltum okkur á róluvöllinn sem er hér rétt hjá og vorum mjög vígaleg þegar við geystumst þangað inn.  

Ein lítil stúlka var á róló með pabba sínum (sennilega) en hún kippti sér ekkert upp við innrásarliðið enda létum við einungis ófriðlega innbyrðis.  Eftir að amman hafði hnigið niður á bekk (þó ekki örend) hlupu guttarnir um og fundi fleiri vopn eins og trjágreinar sem voru umsvifalaust þjóðnýttar í þágu bardagans. Tröllasverð og tröllagaffall urðu niðurstaða þess fundar.

Síðan fórum við heim og borðuðum hafragraut og engjaþykkni áður en við brenndum disk fyrir þá til að hafa með sér heim.  Það er uppáhaldslag þeirra sem þeir kalla berjamó-lagið en heitir Ísabella og er sungið af Láru Stefánsdóttur bloggvinkonu minni og skólasystur frá Laugum í Þingeyjasýslu.  Örugglega samið af henni líka.

Takk Lára, þú ert sannkallaður gleðigjafi. 

Þeir vildu bara þetta eina lag af diskinum á diskinn sinn og vildu hafa það 12x .  Það voru sælir sveinar sem héldu heim með afa og ætluðu að skutlast og taka pabba sinn með smá rúnt áður en þeir færu heim til mömmu.

Þetta er erfið staða fyrir litla drengi og erfitt að skilja "vitleysuna" í fullorðna fólkinu. 

Fólkinu sem þeir setja allt sitt traust á. InLove

Vitur maður sagði einu sinni við mig þegar ég var að vandræðast með einn af strákunum okkar á Akureyri.  "Þó fólk sé líkamlega best í stakk búið til að eignast börn um tvítugt þá er það andlaga best í stakk búið til að ala þau upp um fimmtugt!"  Þarna er sannarlega misræmi af hálfu náttúrunnar og því verðugt íhugunarefni fyrir almættið.

Ég vil ekki um þetta dæma þó ég finni hjá sjálfri mér að ég er mikið þolinmóðari við ömmustrákana en ég var við mína stráka fyrir einhverjum x árum! Pouty 

Verum góð hvert við annað, við eigum það skilið. Kissing

Kærleikurinn umber allt. Heart

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband