Flugferð með Krissa

Yngsti sonur minn er kominn með einkaflugmannsréttindi. Ég skellti mér upp í "relluna" með honum í morgun. Tveggja sæta, eins hreyfils chessna.

Sumir undrast það að ég skuli þora þessu.  Ég reyndar líka.

Þetta er eitt af því sem ég varð að gera upp við mig.  

Ég hugsaði sem svo" af hverju ætti ég ekki að þora með honum þegar hann þorir með sjálfum sér?"

Flugferðin var mjög skemmtileg.  Við fórum stuttan hring hér yfir höfuðborgarsvæðið, upp á Sandskeið, flugum yfir flugvöllinn þar án þess að lenda.

Krissi tók smá æfingar fyrir ofan Sandskeið, EFTIR AÐ ÉG HAFÐI SAMÞYKKT ÞAÐ.  

Ég fékk að finna hvernig það er að vera 0 kg!  Það var einmitt það sem ég hafði áhuga á að vita. Mjög athyglisvert.Cool

Einu flaskaði ég þó á.  Að taka með mér myndavélina.  

Ég geri það pottþétt næst.

--

My youngest son has newly become a pilot.  I went with him in a short flight this morning.  

I was wondering if I should dare to go with him. Then I figured "why should I not dare to go with him while he dares to go by himself?"

We were in a little chessna (with seats for two) and he did some exercises that made me feel how it is to be 0 kg !  Very interessant.Cool  

The trip was very fine but I forgot my camera.  

I will sure take it with me next time. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Skamm skamm að gleyma myndavélinni, en mikið hlýtur þetta að hafa verið gaman, þú heppin að eiga son með flugréttindi, knús

Svanhildur Karlsdóttir, 17.6.2008 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband