17. júní

Gleðilegan þjóðhátíðardag.

Ísbjörninn á Skaga

Hæ hó jibbý jei og jibbí ja... Þjóðhátíðardagurinn rennur upp bjartur og fagur hér í Reykjavík.

Ég veit ekkert hvað ég ætla að gera í dag.Það er gott að slaka á og sitja við tölvuna meðan maður er að skipuleggja daginn.

Ég veit þó eitt fyrir víst að ég mun horfa á EM í kvöld. Það er nú allur þjóðrembingurinn!  Sitja og horfa á flotta karlmenn elta einn bolta.

Sennilega kíki ég i kaffi til mömmu og pabba en þar kemur fólk gjarnan saman þegar færi gefst.

Börnin og Barnabörnin láta kannski eitthvað sjá sig, kannski ekki, það kemur í ljós.

Ég hef bara áhyggjur af bangsa norður á Skaga. Dýraverndunarsinnar eru á hraðri leið með hann í danskan dýragarð. Það finnst mér ekki góð niðurstaða á Þjóðhátíðardegi okkar íslendinga að hneppa greyið í slíka þrælavist.  Þá væri betra að farga honum.

Polar-Bear-Wager-Bay-Northwest-Territories-Canada-Photographic-Print-C10247328

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafið það reglulega gott í dag . Nær og fjær.

---

Happy national day today , everybody.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband