Áskorun til Íslendinga - og burt með spillingarliðið í leiðinni!

Af bloggi jensgud 

föroya bjór

  "Lán Færeyinga til Íslendinga nemur 165 þúsund kalli á hvern Færeying,  660 þúsund kalli á hverja færeyska fjölskyldu.  Lánið er veitt án allra skilyrða,  Færeyingar frábiðja sér vexti af láninu og við megum endurgreiða það þegar og/eða ef við viljum.  Til viðbótar nota færeyskir stjórnmálamenn hvert tækifæri sem gefst á fjölþjóðavettvangi til að fordæma óvinveitta framkomu Breta í okkar garð.

  Héðan í frá eigum við ekki að kalla Færeyinga frændur okkar heldur skulum við kalla Færeyinga bræður okkar og systur.

  Færeyingar hafa löngum verið duglegir að heimsækja Ísland.  Sótt hingað hljómleika og aðrar skemmtanir,  verslað og svo framvegis.  Vegna hruns íslensku krónunnar hefur heimsóknum Færeyinga til Íslands fjölgað til muna.

  Ég skora á alla Íslendinga - sem tök hafa á - til að endurgjalda Færeyingum höfðingsskapinn í okkar garð.  Verslanir,  veitingastaðir,  leigubílstjórar og hver annar sem Færeyingar eiga viðskipti við á Íslandi skulu undantekningalaust gefa Færeyingum afslátt á verði.  Prósenta afsláttarins skiptir ekki máli: 5%, 10%, 15% eða hvað sem er.  Það sem skiptir máli er að sagt sé við Færeyinginn:  "Færeyingar fá alltaf afslátt hjá mér." 

  Takið þessa áskorun endilega upp á ykkar bloggi þannig að hún komist sem rækilegast til skila.

  Plötusnúðar skemmtistaða og útvarpsstöðva skulu jafnframt hætta að spila lög með enskum flytjendum og spila færeysk lög í staðinn. "

 

Og látum Færeyinga fá þátt í olíugróðanum þegar hann kemur!  (innskot höfundar)!!!!!W00t 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gott að vekja athygli á þessu

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 00:42

2 Smámynd: Jens Guð

  Kæra skólasystir,  takk fyrir að taka þetta upp.  Þegar ég smellti á "Bad Moon Rising" (sem við í skólahljómsveitinni á Steinsstöðum,  Tríco,  krákuðum) í tónspilaranum þínum öðlaðist textinn allt í einu nýja merkingu og hljómar eins og lýsing á hruni íslensku krónunnar og bankakerfisins.

Jens Guð, 9.11.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband