Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Macinn stendur fyrir sínu

Mér finnst minn nýji Mac afar þunnur og léttur og lyklaborðið er lítið og nett. Það minnsta sem ég hef séð fyrir utan vasatölvuna sem kom um árið. Þetta er bara eins og blað að sjá á myndinni. Eins og nýja talvan mín er reyndar líka. Ég er að skipta af PC yfir í Mac og vona að það reynist mér vel. Ég lærði upphaflega á Apple tölvurnar gömlu og frekar litlu. Svo var skipt yfir vegna þess að PC náði yfirhöndinni markaðslega með Microsoft en ég hef aldrei alveg skilið hvers vegna þar sem Macinn er svo dæmalaust einfaldur og smart.
mbl.is Apple kynnir örþunna fartölvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Windowsið krassaði

Ég var passlega búin að fá nýja tölvu. Ætlaði að skoða gamlan póst í gömlu tölvunni í gær þegar Windowsið í henni hreinlega krassaði. Er búin að ræsa son minn út til að freista þess að laga það en hann er kerfisfræðingur eða hvað þetta heitir nú þetta tölvunám. Hann var búin að aðstoða mig við að flytja á milli talvanna þannig að myndinar eru alla vega komnar inn á Macinn ásamt fleiru.
Auðvitað var mjög freistandi að kenn manninum mínum um þetta krass! Ég var nýbúin að loka gömlu tölvunni þegar hann sendi mér tölvupóst úr næsta herbergi. Eins og hann undirritaði póstinn, Geir, í næsta herbergi. Þar var hann að biðja um upplýsingar sem ég taldi að væru í gamla pósthólfinu en hann hefði fengið. Svaraði honum um hæl og ritaði undir Vilborg, "að handan"......
Fór svo að opna gömlu tölvuna en þá krassaði allt. Hvað var hann að senda svona póst? Cover your ass póst til að fría sig? Hann var með upplýsingarnar! Fyrir utan eina spurningu. Er þetta kannski típískt fyrir karlmenn? Við konur eigum alltaf að vera að mata þá á upplýsingum aftur og aftur. Aftur og nýbúin! Hins vegar og að öllum líkindum hefði tölvan bara krassað næst þegar ég kveikti....en það mátti reyna.....

Greindarskertur einstaklingur skákaði kerfisstjóra Háskólans

Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf um mál sem nýlega skók bloggheiminn. Mér finnst það athyglisvert að kerfisstjóri hjá Háskóla Íslands komi fram með þeim hætti sem hann hefur gert. Greindarskertur einstaklingur hakkaði sig inn á kerfi Háskóla Íslands og lék þar lausum hala. Kerfisstjórinn hafði ekki roð við honum.  Lögreglan taldi ekki ástæðu til að aðhafast neitt þar sem kerfisstjórinn var ráðalaus.  Hvers vegna lokaði kerfisstjórinn ekki einfaldlega á notandaaðganginn strax? Á þessum tíma (fyrir 8-9 árum) var netið hægfara almennt og mönnum hefur eflaust þótt fengur í að komast inn á hraðvirkara net.  Nú er ég ekki að réttlæta þær gerðir að komast inn í tölvukerfi á annarra nafni.   Það orkar þó vægast sagt tvímælis að kerfisstjórinn komi með ásakanir svo löngu síðar og kalli með þeim til dómstól götunnar.  Er það í hans verkahring?
Kerfisstjórinn á að fylgjast með að allar reglur séu virtar.  Ábyrgðina getur kerfisstjórinn ekki flúið. Hann léttir henni ekki af sér með því að æpa nú "úlfur, úlfur" !  Hann á þó að sjálfsögðu að snúa sér til lögreglu telji hann þörf á því.  Góðu fréttirnar eru þær að í dag er netið almennt það hraðvirkt að sú freisting að hakka sig inn í annarra nafni á hraðvirkara neti er ekki fyrir hendi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband