Færsluflokkur: Ferðalög

Heim frá Djúpavík - Home from Djúpavík

Við skruppum á tveim bílum með tvær kerrur, tvo stráka og einn kött til Djúpavíkur á miðvikudaginn og komum heim í gær.

Ferðin var frábær og árangursrík en Geir hefur hannað og smíðað flotbryggju sem var sett niður í ferðinni.

Bryggjan gerir mér kleift að fara sjálf um borð í bát og þeysa um fjörðinn.

Við fórum góðan rúnt um fjörðinn með strákana og skemmtum okkur öll mjög vel.

Fengum fínt veður en þó var smá vindur þegar við vorum á sjó.

Bara betra að fá smá hreyfingu og geta stokkið á litlum öldum.

Hlakka til að fara aftur í næstu viku.

--

We took a trip on two cars with two center-axle trailers,  two boys and one cat to Djúpavík last wednsday and went back home yesterday.

The journey was very good and succesful but my husband Geir has designed and made a floating jetty wich was put to the sea during this days.

Becsuse of the jetty I can now go aboard the boat and went to sea whenever I like. 

We went with our grandchilds and we all had a lot of fun.  

There was a very good weather thougn it was a bit windy when we were sailing.

It was just for good to get some movement and be able to jump on the small waves.

Looking foreward to next week when we go back there. 

 

 


Norðurport-Siglufjörður-Norðurport

Ég ætla að renna á Sigló seinni partinn í dag eða á morgun og kíkja á bátinn okkar "Vilborgu" en Geir og Hörður renndu norður til að setja húsið á hann og vélina í hann.

Geir er þar núna að vinna í vélinni með Steina Gæ.

Svo kem ég aftur að selja "góssið" í Norðurporti á laugardaginn og bruna svo heim á sunnudag.

Gott veður í dag og við systur ætlum að mála myndir í dag.

--

I will drive to Siglufjörður today or tomorrow to look at our boat "Vilborg" but Geir and Hörður went there loaded with the engine and the owerbuilding off the boat to put it together.

Geir is there now working in the engine with Steini Gæ.

I will be back saturday trying to sell more of the things I brought with me in Norðurport and drive home on sunday I think.

Today it is good weather and we the sisters are going to spend the day painting pitchures.


Fyrir norðan - In the north

Nú er ég fyrir norðan.  Ferðin gekk vel og ég hitti Óla Ólsen málara ( og fyrrverandi dómara í hand- og fótbolta) í Staðarskála.  Hann var þar á ferð með "spúsu" sinni.

Ég fékk mér te þar.

Óli málaði íbúðina fyrir okkur í maí.

Bíllinn minn var svo pakkaður að ég var eins og séra Jón Ísleifsson , fyrrum Strandaprestur þegar hann ferjaði æðardúninn suður á Land Rovernum sínum og hlóð pokunum allt í kring um sig og sá rétt út um framrúðuna.

Ég var að ferja minn söluvarning sem til féll eftir málningartörnina þar sem við reynum að fækka hlutum um helming í kring um okkur.  Einnig varning fyrir þær Norðurportskonur sem eru í sókn inn á ný mið.

Ég sýndi Óla bílinn, enda var hann með í Feng Shui ráðgjöfinni sem ég fékk heima í sambandi við íbúðina.

Norður kom ég um sjöleitið og við systur brunuðum beint niður í Norðurport á sitt hvorum bílnum, auðvitað, þar sem ekki var pláss hjá mér, enda þurfti ég skóhorn til að koma brauðinu sem ég keypti í Borgarnesi hjá honum Geira Ella Gústa í bílinn.

Þar affermdum við bílinn og lentum í leiðinni í smá uppákomu en verið var að rífa niður rafmagn í eldhúsi þar sem konunni sem sá um það datt skyndilega í hug að hætta fyrr en hún hafði áætlað  (1. júlí) og taldi sig eiga rafmagnið!  Þó svo að það hafi verið lagt til af hennar hálfu upp í leigu.

"Þetta er lögreglumál" sagði ég hátt og skýrt en fólki sem var að aðstoða konuna í rafmagninu bauðst til að leggja þetta aftur að kostnaðarlausu enda vissu þau ekki að þetta var gert í óþökk húsráðenda.

Dagurinn endaði með því að skipt var um kóða hjá Securitas sem vaktar svæðið en konan neitaði að skila lyklunum

Já það er margt skrýtið í kýrhausnum. Bandit

--

I made it to the north.  My journey went well and on my way I met out friend Óli Ólsen (who painted our flat and former judge in hand-and football) in Staðarskáli.  He was there travelling with his wife.

I was having a cup of tee there.

My car was so oweloaded  that I was like Jón Ísleifsson former priest in Strandir when he was moving his eiderdown in his Land Rower to Reykjavík.  He put the bags all around him and could baerly see out of the front window.

I was moving the things I want to get rid of after the painting of the flat but we will minimize what we put up again in our home.  I also had things for my sister for her market.

I showed Óli my car but he was working with me when I got a Feng Shui consult to help  at home.

I came to Akureyri at seven o´clock and me and sister Margrét went straight to Norðurport on two cars of course since mine was so oweloaded that I had difficulties puting one bread I bought in Borgarnes into the car.

We unloaded the car but got into a happening we did not expect.  An electrician was tearing the electric from the kitchen without our knowledge.  The woman running the kitchen suddenly decided to go before she had ment to (1. July). She said she owned the electric though it was ment to be a paiment for her rent.

I said out loud "This is a police matter" but the people working with the lady promissed to put it back as it was when they discovered they were doing the job without a premission from the householder.

We ended the day by callling  out Securitas to change the coda since the lady denied to give the keys back.

Yes there are strange things going around. Bandit


Akureyri kallar - Akureyri calling

Á morgun skelli ég mér upp í bílinn og ek sem leið liggur norður til  Akureyrar. Ég verð svona 4-5 tíma á leiðinni ef ég held mig á löglegum hraða sem ég geri með cruse control.

Það er svo auðvelt að gleyma sér......

Ég er að taka í gegn hér heima og fækka hlutum. Ég ætla því að selja "góss" í Norðurporti hjá systir Margréti.  Þetta er ýmis varningur, bækur, föt, myndir eftir mig og margt fleira.

Svo ætlum við auðvitað að hafa það gott. Fara í sund og mála saman myndir og annað sem okkur dettur í hug. 

Hlakka til.W00t

--

Tomorrow I will drive to Akureyri.  I will be about 4-5 hours if  I´ll drive on a leagal speed which I do with a little help from the cruse cotrol in my car.

It is so easy to forget....

I am puting my flat together and need to get rid og some things I have to much of.  Therefore I am going to sell it in the market Norðurport at sister Margréts.  It is things like books, cloats, small paintings  by me and some other things.

Of course we will hve fun. Go swimming, paint pitchures together and do whatewer we can think of.

I am looking foreward to it. W00t

 

 


Bakþankar - Thoughts

Við ferðafélagarnir Rósa, Magga og ég erum nýkomnar frá heilsudvöl á U Zbója í Póllandi.  Ferðin heppnaðist í alla staði fullkomlega vel og erum við mun hressari allar þrjár.

Konan sem afgreiddi okkur á flugvellinum i Gdansk var mjög ánægð þegar hún sá að við vorum frá Íslandi.  Hún sagði að við hefðum svo góð áhrif á alla Pólverjana sem væru að vinna á Íslandi.  Þegar þeir kæmu aftur þaðan þá færu þeir skyndilega að bjóða góðan daginn. 

Við værum greinilega góð í því að kenna þeim mannasiði.

Við sögðum að þeir hefðu líka góð áhrif á okkur, kenndu okkur vinnusemi og sparsemi. 

Það er nokkuð sem íslendingar hafa glutrað niður undanfarið. 

--

Me, Magga and Rósa came home from U Zbója in Pólland recently. It was very successful journey and we are happy about that.

The woman that checd us in, in the airport in Gdansk was happy to tell us when se saw that we were from Iceland that we have a very good influence for the Polish peeople working in Iceland.  When they come back from Iceland, she said, they suddenly say good morning (Djing dobre) but they were not used to do that before they went to Iceland.

We said we were happy to hear that but they also have good influance on us becouse they teach us to work hard and to save money! 

That is something we have not been good at the last years! 


Home sweet home

Ég er komin heim eftir tveggja vikna dvöl á heilsuhótelinu U Zbója þar sem var frábært að vera.

Ég trúði ekki eigin augum þegar ég steig á vigtina í morgun en það fauk kíló til viðbótar frá því í gær. Samtals eru þá farin 8 kg á þessum tveimur vikum af mér W00t.  Þetta er ótrúlega góður árangur og ég mun passa upp á að það fari ekki að hlaðast utan á mig aftur kílóin.

Möggu gekk svipað og mér og við ætlum að vera staðfastar og halda svo sambandi stöllurnar þrjár sem vorum saman úti til að stappa í hverja aðra stálinu.   

Ég sakna þegar nuddsins (nuddarans) Wink og sundlaugarinnar Pouty sem var mjög þægilegt að synda í milli sólbaða.Sideways

Erum búnar að bóka næsta vor en hver veit nema maður skelli sér aftur í haust?Smile

--

Home sweet home after two weeks in U Zbója in Pólland. 

I did not believe my eyes when I saw this morning that one more kilogarm has gone since yesterday.  So I have lostl 8 kg this two weeks! W00t  I am very happy about that and I will NOT get this kilograms back!

My sister Magga was loosing the same weight as I and we two plus Rósa that was with us in U Zbója will keep in toutch to hold up the good spirit.

I allready miss the massage(r) Wink and  the swimming pool Pouty but it was very good to swim betveen the sunbaths.Sideways

We have booked for next year but who knows if I go back before that time (September-October). Smile

DSC01173

 

Þarna erum við Magga systir í matsalnum síðasta kvöldið ásamt vini okkar og borðfélaga Szmytka Zigmund.

 

Me and my sister Margrét in the dining room the last supper with our friend Szmytka Zigmund. 

 

 

DSC01171

 

 

Rósa og Magga með Szmytka.

 

Rósa and Magga with Szmytka.

 

 

 

If I could buy a health I would do so, the nearest thing to do it is to be at U Zbója. Halo


Heimilislegt

DSC01106

Okkur systrunum og ferðafélaga okkar henni Rósu líður afar vel hér á U Zbója og erum ánægðar með árangur dvalarinnar, so far so good. 

Fórum "í bæinn" í dag eftir hressandi morgunnudd og skoðuðum okkur um.  Ég vann því miður ekki í pólska lottóinu en ég keypti miða í því í síðustu viku.

Ég hefði lagt það inn á bók hér og keypt mér síðan hús hér í "línunni" upp að litlu búð.  Kannsi við hliðina á Szmytka vini okkar eða konsúlnum.  Það væri ekki ónýtt að eiga dvalarstað hér og geta fengið sér fæðið með reglulegu millibil og farið í nudd vikulega til að halda sér við.

Þetta samfélag heillar mig mikið og tilfinningin er eins og á Sigló forðum, nú eða á henni Djúpavík. 

Á myndinni erum við með konsúlnum sem var mjög elskulegur og þau hjónin létu í ljós mikla ánægju með að sjá okkur hér af öllum stöðum.

Bestu kveðjur og vonandi verður helgin góð hjá okkur öllum. 

 


Vorðið nálgast

Bílstjórinn okkar í Póllandi var að láta setja sumardekkin undir bílinn sinn í gær.  Hann kom því á litlum bíl frá verkstæðinu til að skutla mér á flugvöllinn.

Hann hrópaði upp þegar ég sagði að við hefðum vetur fram í apríl-maí og að hann byrjaði oft í október-nóvember. 

Við spjölluðum saman mestalla leiðina hann á þýsku og ég á því hrafli sem ég kann í þýsku og bæði notuðum við bendingar alveg óspart.  Svo þegar við náðum ekki pointinu var það bara allt í lagi og við hlógum saman í staðin. 

Hress kall.  Hann var heppinn.  Keypti nýja bílinn frá Þýskalandi (þann sem var að fá sumardekkin undir) fyrir kreppu (skildist mér) pólska zl var 3,20 ein EVRA en hækkaði i 4,50 eftir að hann keypti bílinn. 

Svo kreppan var auðvitað í brennidepli. 

Hann var ærlegur og þegar ég gerði upp við hann sagði hann kleine auto, kleine money og lét mig borga miklu minna fyrir ferðina.

Ég sagði tanke frá kleine frau.

Hann tekur á móti okkur Möggu systir í maí. 

Á  sumardekkjum. LoL 

 


Sade alltaf æðisleg

Ég var að koma frá nuddaranum eina og sanna sem heldr mér gangandi.  Lögin hennar Sade ómuðu á spilaranum hjá honum.  Mér finnst hún svo æðisleg og það var gott að rifja upp lögin hennar um leið og ég fann heilsuna stórbatna.

Ég var að bóka fyrir okkur Möggu systur í maí og Herdís "systir" rétt ræður því hvort hún kemur ekki með.

Af okkur er annars allt gott að frétta, við ætlum í bæinn á morgun til að létta okkur aðeins upp. W00t

 


Lögst í ferðalög

Við  hjónin erum lögst í ferðalög.  Ég er í Póllandi og hann í Svíþjóð.

Ég verð í viku en hann í fjóra daga.

Hér í Póllandi er ágætis veður þó vorið sé ekki komið finnst mér sem það sé að byrja að gægjast á gluggann.

Það hefur verið sól og fer hlýnandi. Í dag er skýjað.  

Ég var að koma úr nuddi hér á heilsuhótelinu og þvílíkur munur á einni manneskju.  Þessi Úkraínski nuddari er snillingur í sínu fagi.

Ég var hjá Boryz sem er læknirinn sem sér um ristilhreinsanir hér í morgun.  Það er eins og að hitta gamlan vin að hitta hann.  Boryz er einnig frá Úkraínu.

Hér er ágætt að vera og ég sá á vigtinni í morgun að það eru farin um tvö kg af mér síðan ég kom á laugardaginn.

Hlakka til að koma heim á laugardaginn en ég get ekki verið nema eina viku að þessu sinni vegna stafa minna heima á Íslandi.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband