Færsluflokkur: Matur og drykkur

Norðurport

Ég tók að mér að sjá um að koma á smá kynningu og/eða samböndum milli aðila í meðfylgjandi máli.
Margréti Traustadóttur er að fara af stað með risastórt verkefni sem er Norðurport (hið norðlenska kolaport) á Akureyri.
Markaðurinn opnar laugardaginn 6. desember kl 11.00 að Dalbraut 1. Akureyri.  
Ef einhvern tíma hefur verið þörf fyrir svona starfsemi þá er það nú. Pantanir teknar niður í síma 461 1295 milli klukkan 09.00-12.00 og eftir kl 18.00 vinsamlegast pantið sölubása sem fyrst.
Margrét hugsar þetta mikið sem vettvang fyrir fólk að koma saman jafnframt því að gera góð kaup.
Hún leggur sál sína í verkefnið og hyggst brydda upp á ýmsum uppákomum og jafnvel hafa sérstaka daga tengda vissum svæðum á landinu (einkum á norðurlandi) þar sem færi gefst á að kynna menningu og listir viðkomandi svæðis samhliða matvöru og öðru sem verið er að bardúsa hverju sinni.Tilvalið fyrir félagsamtök, pláss fyrir kynningar á starfsemi leikfélaga og kóra svo eitthvað sé nefnt, einnig er handverksfólk á Norðurlandi boðið sérstaklega velkomið.

Svona starfsemi getur hæglega undið upp á sig á alla kanta og það skiptir miklu máli að fara vel af stað. 
Símanúmer Margrétar er 461 1295 en hún er einnig með e-mail margr.tr@simnet.is  
 
 
Margrét Traustadóttir er framkvæmdastjóri Norðurports en undirrituð Vilborg Traustadóttir er upplýsingafulltrúi þess.

Keppni í kreppu

Það er gott að halda sínu striki í kreppunni.  Ég las fyrirsögnina þó vitlaust í fyrst.  "Kreppa hafin í ólympíumótinu í matreiðslu",  segir bara hvað maður er innstilltur á kreppuna!

Gangi ykkur vel kæru Íslendingar á ólympíuleikunum, ekki veitir af að auka hróður landsins. 

Ég veit að þið gerið það.Smile  


mbl.is Keppni hafin á óympíumótinu í matreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vakna hress-detox

Ég vaknaði hress um ellefu við hringingu frá einni sem var með mér í Póllandi í detox.  Við vorum að ræða þáttinn í gær um detox á ríkissjónvarpinu.  Urðum fyrir vonbrigðum með niðurstöðuna.  Miðað við þann mun sem við finnum á okkur.  Það skiptir auðvitað máli hvernig svona rannsókn er framkvæmd.  Einnnig var detox fæðið í þættinum allt öðruvísi en boðið er upp á hjá dr. Dabrowska í Póllandi.  Í þættinum fengu detoxarirnir t.d. baunir sem voru ekki á okkar matseðli.  Svo virtust þær fá ógeðisdrykk sem ég kannast ekki við úr Póllandsferðunum.  Við fengum hreina safa úr ávöxtum eða grænmeti auk rauðrófusafa sem var stundum borinn fram heitur. Við fengum einnig ávaxta og grænmetisrétti ýmiss konar.  Kalt og heitt.  Einnig súpur úr grænmeti og grauta úr ávöxtum.  Ég kannast ekki við hungurtilfinningu sem þátttakendur lýstu, ég var aldrei svöng á þeim tveim vikum sem ég var þarna.   Rannsóknin í þættinum var gerð á ungum stúlkum og stóð hreinsunin einungis í eina viku.  Dr. Dabrowska segir að tvær vikur sé nauðsynlegt.  Hún mælir einnig með ristilhreinsun á tímabilinu. Í Póllandi er mælt kólestról, blóðsykur og blóðþrýstingur.  Kólestrólið mitt fór t.d. töluvert niður á tímabilinu.  Það hlýtur að skipta máli hvað er mælt og út frá hvaða forsendum.  Húðin hjá mér mýktist mikið og fékk meiri sveigju á tímabilinu en auðvitað skiptir þar máli að ég fór mikið í nudd sem hjálpar til við hreinsunina.  Ég held að heildstæð meðferð eins og við þekkjum sem höfum farið til Póllands sé mjög vönduð og hún er þróuð af færum læknum sem hafa helgað sig þessum fræðum.  Dr. Dabrowska er vel metin í Póllandi og starfar m.a. við háskólann í Varsjá auk þess sem hún hefur þróað detox prógrömm sem farið er eftir á nokkrum heilsuhótelum þar í landi.  Það væri gaman að fá vísindalega vestræna rannsókn á starfsemi dr. Dabrowska í Póllandi.  Hún sýndi okkur nokkur sláandi dæmi um góðan bata sem fólk fékk eftir meðferð hjá henni.  M.a. exem, lömun og annað alvarlegt og minna alvarlegt.  Það hlýtur að skipta máli hvernig detox er framkvæmt. Ef það helst í hendur við aðra skynsamlega meðferð hef ég trú á því.  Ég fann mun.

Detox dagur í dag

Þá er fyrsti detox dagurinn síðan ég kom frá Póllandi.  Við hittumst á Grænum Kosti og fengum okkur grænt og gott í hádeginu.  Held mig svo við safa í dag og kannski einn ávöxt í kvöldmatinn.  Ég finn að líkaminn er alveg með á nótunum og hreinsikerfið komið í gírinn.  Ég las eitt sinn heilræði á læknastofu hjá ágætum lækni, það hljóðar svona og nokkuð til í því.
"Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag þá hefur þú ekki heilsu fyrir tímann á morgun."

Pylsupartý

Ég hélt pylsupartý í kvöld.  Bauð Möggu systir, Jósa og fleirum í mat. Ég fékk nefnilega svo góðar pylsur í kjötborði Nóatúns. Þau eru búin að vera í veislum og grilli undanfarna daga svo okkur fannt tilvalið að bjóða upp á pylsurnar.  Ég er nú ekki mikil pylsuæta, sérstaklega ekki síðan ég fór í detox til Póllands en þessar pylsur finnst mér góðar.  Ég reyni yfirleitt að borða mat sem er hvað næst uppruna sínum.  Ávextir, grænmeti og fiskur eru í uppáhaldi hjá mér.  Mikið svakalega er þó gott að fá kjúkling og kjöt á milli.   Hin pólska Dr. Dabrowska sagði mér þó að sleppa því að borða dýraafurðir nema fisk.   Mér skildist að flestir ættu að gera það en einkum ég út frá mínum MS-sjúkdómi.  Hvað um það pylsurnar í Nóatúni eru æðislega góðar og ég mæli með þeim fyrir pylsuþyrsta. Svo læt ég mig hlakka til að komast aftur til Póllands í september og halda áfram að hugsa um heilsuna mína.  Ekki veitir af....

Ristilhreinsun

Var að keyra heim áðan.  Hlustaði á talstöðina.  Æðislegu lögin sem voru vinsæl þegar ég "var og hét" eitthvað "númer" á yngri árum hljómuðu.  Dr Hook með Silvia´s mother, Meatloaf.  (Já þetta spannaði langt svið mín "yngri" ár). Skyndilega kom auglýsing frá "Góð heilsa gulli betri" á Njálsgötu 1.  Það var um prógramm til að hreinsa ristilinn.  Ég þangað.  Keypti þetta.  Ég hef nefnilega verið svo góð frá því ég fór til Póllands en núna er ég öll í klessu.  Húðin á höndunum sprungin o.s.frv.  Það er eitt einkenni eiturefna í líkamanum.  Nú er það ávextir og grænmeti næstu tvær vikur og taka hreinsunina með.  Þetta byggir á trefjum, acitophilus o.fl.
Kom svo út í bíl og þá hljómuðu  Eagles með  Hótel Califoría , já já ég var líka ung þegar það var hvað vinsælast!!!!!

Vatnasafn í Stykkishólmi

Ánægjulegt að lesa um nýja strauma í Stykkishólmi.  Þetta er ákaflega fallegur bær og gaman að sækja hann heim.  Fór þangað fyrir fimm árum og gisti á Farfuglaheimilinu.  Karlmennirnir mínir fóru sjóleiðina á tveim bátum,  hraðbát og seglskútu. Það var haugabræla.  Því var hringt nokkrum sinnum í mig um nóttina.  Bæði að spyrja frétta og þeir sæfarar að láta vita þegar þeir voru í símasambandi á annað borð sem var ansi slitrótt. Morguninn eftir bankaði þjáður Þjóðverji upp á hjá mér og þakkaði mér fyrir hausverkinn sem hann hafði vegna svefnleysis og tjáði mér að síminn minn hefði hringt fjórum sinnum.  "Have a nice stay in Iceland" sagði ég nú bara og brosti blítt. 
Hlakka til að líta við á Vatnasafninu í Stykkishólmi þegar ég á leið þar um næst.Smile

mbl.is Vatnasafnið opnað í Stykkishólmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband