Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Það má kallast þjóðlegasti siður....

Green-Cat-c1956-Print-C10115850

....þetta að pota útsæðinu niður.  Úti í garði, undir morgunsól.  Settum niður haug af kartöflum í morgun.  Rófur og hvítkál, í gær.  Einnig settum við rauðrófur, spergilkál og blómkál niður í morgun.

 Það er dásamlegt að vera undir berum himni að göslast í moldinni.  Ekki skemmir fyrir að vera í skemmtilegum félagsskap barna og barnabarna.  

Gömlu brýnin þau mamma og pabbi láta sig heldur ekki vanta í geimið og er virkilega gaman að eiga sameiginlegar stundir í garðræktinni.

Pabbi fór í landnám og lagði undir sig kartöflugarð í "einskis manns landi".  Allt í sátt og samlyndi og með fullu leyfi "valdhafa".

Svo verður auðvitað uppskeruhátíð í haust þegar afrakstur sumarsins verður tekinn upp.

Það er allt vænt sem vel er grænt m.a.s. kötturinn okkar hún Mímí étur grænmeti! 

 ---

We went to plant some greens today and yesterday.  The family is gathering in the garden and we are wery happy to spend this extra time together.

Even our cat Mímí eat´s the greens. 

 

 

 


Sunnudagur

Sunnudagurinn hófst með sameiginlegum morgunverði okkar hjónakornanna.   Ég með AB mjólk með speltflögum og lífrænum rúsínum út í hann með eitthvað óhollara.

Ég veit þó ekki fyrir víst hvort AB mjólkin er eitthvað sérstaklega holl.  Mjólk er fyrir kálfa.

Svo fengum við okkur kaffi.

Klukkan tvö var "hittingur" hjá mömmu og pabba.  Frænka mín sem býr í Danmörku var stödd þar og langaði að hitta sem flesta úr fjölskyldunni.  Ég mætti með tvo ömmustráka.  Saknaði hinna tveggja sem voru í pössun hjá hinni ömmu og afa vegna próflesturs foreldranna.

Gaman að hitta alla.

Klukkan fimm að sækja myndirnar sem voru til sýnis hjá Kvöldskóla Kópavogs sem afrakstur vetrarins.

Klukkan sex að grilla lamba file úti á svölum.  Snæða það síðan í góðum félagssakp eiginmanns, tveggja ömmu og afastráka og eins sonar. 

Klukkan sjö  að fara á fund sem ég var beðin um í dag, fund sem var svo ekki haldinn eftir allt saman.

Heim, glápa á Evu Maríu, svissa yfir á Jón Ársæl (og Sturlu) og síðan á sænska trillerinn um konuna sem hvarf. Trillerinn sem verður óskiljanlegri með hverjum þætti sem líður. 

Enda sænskur... 

 

 

 

 


Minningar

Ég fór á jarðarför í dag.  Jarðarför Ásgríms Einarssonar frá Reyðará á Siglunesi.

Hugurinn leitar til baka á stundu sem þessari og gömlu atvikin rifjast upp eitt af öðru.  Nokkur samgangur var milli bæjanna veglausu Reyðarár, Sigluness og Sauðaness þaðan sem ég er.  

Bæirnir eru sitt hvoru megin við Siglufjörð.  Þeir Nesmenn áttu trillur.  Við á Sauðanesi árabát.  Því var það að þegar heimsóknir voru milli bæjanna komu þau á trillunum í heimsókn eða komu og sóttu okkur.

Stundum var farið í kríuvarp út á Siglunes og það var gaman.  Bæði var spennandi að finna hreiðrin og eins þóttu okkur eggin algert sælgæti.

Þá man ég eftir veisluborðum bæði á Reyðará og Siglunesi þar sem þau hreinlega svignuðu undan kræsingunum.  Eftir að Elli og Elfride fluttu frá Siglunesi með fjölskyldu sína var Reyðará aðeins eftir í byggð og seinna fluttu þau sem þar bjuggu þaðan og Stefán (Stebbi) byggði sér og fjölskyldu sinni hús á Siglunesi til að vera nær lendingu en hann stundaði útgerð þaðan í mörg ár.  Ásgrímur eða Ási eins og hann var kallaður reri um tíma með honum.

Þá komu þeir bræður Stebbi og Ási ósjaldan í heimsókn á Sauðanes ef þeir voru eitthvað að brasa á Siglufirði.  Þetta var eftir að búið vara að gera jarðgöngin þannig að Sauðanes komst í vegasamband.

Margs er að minnast og þegar frá líður verður hægt að ylja sér við skemmtilegar minningar og rifja upp skondin atvik frá liðnum tíma.  Ásgrímur var glettinn og hlýr svo það ætti ekki að verða erfitt.

Þegar frá líður....  

Ég þakka samfylgdina þó hún hafi orðið tlviljunarkenndari með árunum og ég votta ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. 

  


Slys í Bláfjöllum

Systurdóttir mín og vinkona hennar lentu í alvarlegu slysi í Bláfjöllum í gær.  Þær voru sendar með sjúkrabíl á slysadeild.  Systurdóttir mín meiddist á baki en var útskrifuð í gær.  Vinkona hennar hlaut alvarlegri áverka og var lögð inn á Barnaspítala Hringsins eftir að búið var að sauma sár á höfði og huga að meiðslum hennar.  Hún var einnig með brákaða höfuðkúpu auk bakmeiðsla sem var verið að rannsaka.

Slysið vildi þannig til að þær voru að renna sér saman á sleða og sleðinn snerist og þeyttist með þær á skúr. Þær hafa hugsanlega bjargað lífi sínu með því að reyna að stöðva sleðann með fótunum en báðar voru vel búnar og í góðum gönguskóm með stömum og grófum botnum.  Þær hafa því klárlega náð að draga úr ferðinni. 

Systir mín (móðir stúlkunnar) fór svo í aðgerð á höfði í dag vegna heiladingulsæxlis.  Aðgerðin gekk vel og allt samkvæmt áætlun.  Læknar telja að um góðkynja æxli sé að ræða.  

Þannig að það er í mörg horn að líta hjá okkar fjölskyldu  og fjölskyldu stúlkunnar sem meiddist þessa dagana. 

 


Tiltekt í gestaherberginu

Gestaherbergið er fullt af drasli!Sideways

Jólaskrauti, bókum, föndurdóti, dóti sem yngri synir mínir skildi eftir þegar þeir fóru sjálfir að búa. Þarna er líka barnadót sem ég hef viðað að mér fyrir barnabörnin eins og Hókus Pókus stólar, kerra, rugguhestar o.fl. o.fl.

Allt þarf þetta að fá sinn stað og það helst í gær.Nú erum við að "gíra okkur upp" í verkið. Við erum með ágæta geymslu niðri sem við getum sett hluta af þessu í. Öðru verður raðað upp inni í herberginu. Síðan ætlum við að fjárfesta í svefnsófa þar sem næturgestir geta látið fara vel um sig.

Sonur minn sjóarinn er væntanlegur í verkið ásamt okkur "gömlu".Ég hlakka bara til og er í þessum töluðu orðum að fara að vinda mér í undirbúninginn. Þ.e. að gera pláss fyrir framan herbergið til að flokka og sotrera herlegheitin.

Ef þið heyrið ekkert frá mér á næstu dögum er alveg hugsanegt að ÉG hafi verið sett "í geymslu", annað eins hefur nú gerst!!!Wizard


Amma og afi að skilja

"Amma og afi eru að skilja sagði lítil vinkona mín við mig. Afi kynntist nýjari konu á netinu og ætlar kannski að eiga heima hjá henni. Amma var sko líka á netinu og þegar hún ætlaði að hitta afa á netinu hélt hún að það væri annar kall og afi hélt það líka. Svo hittust þau á kaffihúsinu og þá voru það bara þau. Afi fór svo og hitti aðra konu með bloggvinunum sínum. Amma gat ekki verið þar. Hún var ekki bloggvinur þeirra."

Hver var að tala um gömlu góðu dagana þegar amma prjónaði og afi tók í nefið?


Er grasið grænna hinu megin?

Stundum þegar börin eru vaxin upp og breytingar hafa orðið á heimilishaldi er nokkuð um það að aðilar fari að líta í kring um sig. Ósjálfrátt kveikja þeir á gamla móttakaranum sem við notuðum svo óspart á yngri árum í makaleit. Já og sendinum líka. Það er kannski ekkert skrýtið við þetta. Maður er allt í einu staddur inni á sínu eigin heimili með manneskju sem maður hefur deilt lífinu með og alið upp börnin en telur sig ekki þekkja lengur. Gengið í gegn um uppeldið saman og tekið ýmsar ákvarðanir tengdar því.
Það er misjafnt hvað hjón gera mikið saman annað en að stússast í þessu venjulega heimilishaldi og uppeldisstörfum. Þegar börnin eru flutt að heiman reynir alla vega dálítið á hjónabandið. Ég og maðurinn minn horfðum hvert á annað þegar sá yngsti flutti að heiman og sögðum nánast samtímis. Nú sitjum við uppi hvert með annað. Svo skellihlógum við gegn um gleðiblandin tregann. Það er nefnilega líka svo ánægjulegt að vita að börnin manns eru á leið út í lífið á sinum eigin forsendum. Auðvitað höfum við ánægju af að styðja við þau árfam eftir aðstæðum.
Við vorum svo heppin að fá barnabörn og ég hellti mér í "ömmuhlutverkið" og er hvað stoltust af "ömmutitlinum" af þeim titlum sem ég hef borið um ævina.
Ég er mannleg og hlutirnir ganga ekki alltaf eins og ég hefði helst viljað en einhvern vegin hef ég borðið gæfu til að una glöð með minni fjölskyldu og með mínum sköllótta kalli. Gegn um súrt og sætt.
Það er kallað "grái fiðringurinn" þegar fólk á þessum aldri fer að kíkja eftir öðrum og "opna fyrir móttakarann". Grái fiðringurinn er líffræðilegur og er í raun hormónabreytingar. Hormónarnir fara að stjórna gerðum einstaklinganna umfram skynsemi eða tryggð t.d.
Einstaklingar fara að reyna að halda í æskuþróttinn,útlitið og "gamla sjarmann". Hella sér í líkamsrækt, ljós og hvað sem er. Lita á sér hárið, halda sér til með öðrum hætti en gegn um tíðina, mynda nýtt ástarsamband o.s.frv.
Oft ná þessar hormónabreytingar að gera mikinn skurk áður en einstaklingurinn áttar sig á því að grasið er kannski ekki eins grænt hinu megin og í upphafi leit út fyrir. Þá eru allar brýr að baki brotnar og fjölskyldan sem áður var þungamiðjan í lifinu er horfin annað.
Stundum er áfengi einhvers staðar orsakavaldur að álíka atburðarrás? Það hjálpar altént ekki til ef einstaklingar eru á krossgötum að hella áfengi yfir þær tilfinningar allar saman.
Góðar stundir kæru bloggvinir og aðrir sem hingað rekast inn.
Ein á "grænni grein"!!!
http://www.doktor.is/index.php?option=com_d-greinar&Itemid=40&do=view_grein&id_grein=241

Kuldastígvél....ný sýn....

Það er komin vetur. Loksins. Þegar það koma nokkrir dagar í röð þar sem snjó leysir ekki jafnóðum og hann fellur má með sanni segja það. Ég böðla mér í kuldastígvélin og hvíli mokkasíurnar. Stundum. Það er nefnilega tveggja til þriggja manna verk að koma mér í kuldastígvélin mín fínu með "geimbúningafóðrinu". Fóðrið er nefnilega svo stamt og vinstri fóturinn það máttlítill að þetta er bölvað stapp. Ég á góðan mann. Þolinmóðan mann. Hann er auk þess verkfræðingur þannig að það er stór plús í þessu tilfelli. Það tók okkur 15 mínútna stanslaust púl á miðvikudagskvöldið þegar ég fór út að koma mér í kuldastígvélin. Í kvöld vorum við sléttar fimm mínútur að koma mér í þau. Svo tók það aðrar fimm fyrir tærnar að "aðlagast nýjum heimkynnum" en þær beyglast til og frá í magnleysi sínu.
Ég hef þannig rekið mig á nýjar "víddir" í smám saman þverrandi getu minni til að gera einföldustu hluti. Svona rekur maður sig á þetta þegar aðstæður kalla fram ný verkefni. Verkefni eins og það að klæða sig sjálf í kuldastígvél sem þótti einfaldasti hlutur í heimi er orðið að stórfenglegu verkfræðiundi! Ég hugsa hvað næst? Hugga mig við það að ég get þó enn rifið kjaft.

Kannski ætti ég að fjárfesta í kuldaskóm sem ég kemst í af sjálfsdáðum?


Ég verð ekki ein

Ég á afmæli í dag. Upplýsist hér með. 51 árs amma. Bláedrú. Ég bauð "ellilífeyrisþegum og öryrkjum" fjölskyldunnar að koma í pizzu í kvöld. Ásamt auðvitað börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Þannig að það lítur út fyrir að ég verði ekki ein í kvöld.
mbl.is Ein og yfirgefin á fertugsafmælinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrettándagleði

Höfðum Þrettándagleði hér í kvöld. Góðir gestir sem eru fluttir að norðan komu í mat og synir okkar skutu upp rakettunum frá því í fyrra.....eða ætti ég að segja hitteðfyrra. Pokinn búinn að vera í geymslunni hjá okkur allt árið.
Gaman að hittast yfir ágætis mat og spjalla. Tilkynnti gestunum þegar þau voru nýkomin að þau væru algjör tilraunadýr. Ég hefði aldrei gert svona salat og tangdadóttir mín aldrei svona dressig. Ég hefði heldur aldrei byggt nokkra sósu svona upp og tengdadóttir mín aldrei brúnað kartöflur fyrr. Hins vegar hefði ég keypt dálítið af dósamat svona til vonar og vara svo þau færu þá ekki svöng heim. Maðurinn minn sótti svo nammi með kaffinu eftir matinn og kom með það í krukku með rauðu loki. Ég sagði "já fannstu þvagprufuglasið". Ég sá nú samt ekki að vinir okkar kipptu sér upp við þetta enda þekkj þeir mig/okkur út í gegn. Sátum svo frameftir og hringdum m.a. í vini nyrðra sem voru vanir að þreyja Þrettándannmeð okkur meðan við bjuggum á Akureyri. Gaman saman.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband