Gefandi starf

Það er gefandi starf að passa barnabörnin.  Ég var ræst út í morgun þar sem hlaupabólan er að herja á einn af fjórum mögulegum.  Einar Breki ber sig hetjulega í veikindum sínum og Kristján Andri, eldri bróðir hans fékk að vera heima í dag vegna þess að amma mætti á svæðið.

Dagurinn hófst með Cartoon barnaefni og síðan svissuðum við yfir í íþróttaálfinn enda Einar Breki uppáklæddur í búninginn.

Því næst ætluðu þeir að stilla aftur á Cartoon en þá klikkaði kunnátta ömmunnar.  Ekkert lét að stjórn og því neyddust strákarnir til að leika sér í Playmobil með skip og kalla sem var frábært að fylgjast með.

Langamma upp kom niður og gaf okkur kjötbollur í hádeginu (namm) og afi kom við í bakaríinu á leiðinni í mat og kom með brauð og álegg.

Eftir matinn las amma eina bók um vináttu veiðihunds og refs. Ég hugsaði mitt á meðan ég las bókina!

Þá tóku bræður til við að kubba. Þeir byggðu kastala í mesta bróðerni þ.e. Einar Breki byggði súlur og rétti bróður sínum sem reif þær niður í stærri kastalabyggingu.  Allt í góðu.

Nokkrar erjur urðu í lok byggingartímans, það miklar að amman (ég) sem var í símanum að panta frystiskáp, varð að byrsta sig við litlar vinsældir báðum megin línunnar.

Allt endaði þetta vel og ég fékk góðar ábendingar frá strákunum um hvað ömmur gerðu og ættu ekki að gera.

Stákarnir fengu svo kakó og brauð með osti og skinku en amman kaffi í lok dagsins. 

Ég var þó ekki það ægileg að þeir pöntuðu að koma heim til mín á morgun því fyrirséð er að Einar Breki verður frá leikskóla út vikuna og Kristján Andri er auðvitað velkominn með honum.

Það er bara gott að hvíla sig á leikskólanum einn til tvo daga á vetri!  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Gott er að eiga góða ömmu....það er eitt sem hægt væri að gera - passa börn !

Hulda Margrét Traustadóttir, 27.10.2008 kl. 17:22

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það vantar heldur betur á leikskólana. Ég sé þig fyrir mér þar í góðum gír að syngja með börnunum og lesa fyrir þau og föndra....

Vilborg Traustadóttir, 27.10.2008 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband