Færsluflokkur: Spaugilegt

When you can´t stop laughing

 

Sá þetta á Facebook hjá syni mínum.  Mátti til að dreifa því áftram.. 


Ríkisstjórnin ekki samkvæm sjálfri sér

Í Helgarblaði DV er merkileg grein á bls 2 eftir Jón Bjarka Magnússon.  

"Hitt málið¨heitir dálkurinn.  Fyrirsögnin er " Háð Dönum um súrefni".  

"Í greininni kemur fram að íslenska ríkið ákvað að bjóða út viðskipti með lyfjasúrefni og lyfkjaglaðloft og í kjölfar þess var gengið að tilboði frá danska fyrirtækinu Strandmöllen.

Á Íslandi er fyrir fyrirtækið Ísaga sem hefur framleitt súrefni fyrir íslenska heilbrigðiskerfið en nú mun það breytast.

Þetta skýtur mjög skökku við á tímum þar sem lögð er áhersla á framleiðslufyrirtæki á Íslandi og útflutning í stað innflutnings.

Í lok greinarinnar sem ég hvet ykkur til að lesa kemur fram hjá Sigurbjörgu Sverrisdóttur framkvæmdastjóra Linde Gas Therapeutics  sem er partur af Ísaga að miðað við gengi krónunnar 14. október blasi það við að tilboðið sem ríkið tók sé 22% hærra en tilboðið sem hafnað var.  Þannig að samkvæmt Sigurbjörgu er verið að greiða nær tvo tugi milljóna króna á ári í viðbót fyrir innflutning á dönsku lyfjalofttegundunum og verja dýrmætum gjaldeyri fyrir um 100 milljónir króna á ári í innflutning á vöru sem í þokkabót er dýrari en íslenska framleiðslan.  

Hún segir ennfremur að samningurinn gangi þvert á þær yfirlýsingar ráðamanna um að styðja þurfi við íslenska framleiðslu."

Sigurbjörg segir einnig í upphfi greinarinnar að þetta sé öryggismál fyrst og fremst, þar sem við vitum ekkert hvað verður um innflutning á næstunni. 

 --

Ég bar þessa grein undir Geir Þ. Zoega framkvæmdastjóra Ísaga og hann bætir því við að markaðurinn hér á Íslandi fyrir lyfjasúrefni sé ekki svo stór að það sé pláss fyrir fleiri en eitt fyrirtæki á honum.  Því sé furðulegt að íslenska ríkið gangi á undan með það fordæmi að skipta við erlent fyrirtæki í staðin fyrir það íslenska. 

 


Áramótaskaup Ippu

Árið hófst með glæsibrag hjá Ippu,  Eftir át og annað sem tilheyrir jólunum skellti ég mér til Póllands í detox með vinkonu minni.  Við fórum út 6. jan og vorum í tvær vikur.  Ég hélt upp á 50 ára afmæli mitt ytra.  Runnu 8,5 kg af mér á heilsuhælinu í þetta sinn.  Önnur eins lýsisbræðsla hefur vart verið fundin í seinni tíð en hópurinn sem samanstóð af 11 manneskjum missti sem svaraði heildarþyngd einnar manneskju.

 

Hélt afmælisveislu þegar heim var komið og keypti matinn á Grænum Kosti.  Það lagðist vel í boðsgesti og var eftirrétturinn líka frá þeim á Grænum.  "Það sem fertugur getur gerir fimmtugur betur!"

 

Dagamman Ippa stóð sína plikt og passaði yngsta guttann tvo daga vikunnar og aðra eftir þörfum.  Einstaklega skemmtilegt starf að vera dagamma, reyndar það allra skemmtilegasta hingað til.  Segi eins og kunningi okkar hann Stjáni Hauks.  "Ef ég hefði vitað hvað þetta yrði gaman með barnabörnin þá hefði ég bara skellt mér beint í þau."

 

Ættarmót hjá "Sauðanesveldinu" var haldið í júní, þann 22.-24.  Magga systir réð tímanum og setti það auðvitað á afmælið sitt sem er 24. þess mánaðar.  Við mamma launuðum henni með því að fara í "Stórar Stelpur" og kaupa afmælisgjöf handa henni þar.  Verst að við misstum okkur þar líka sjálfar svo við gátum ekkert verið að setja okkur á háan hest gagnvart henni!  Enda erum við allar stórar og myndarlegar stelpur, þó eitthvað séum við systurnar að fara fram úr mömmu....allavega á þverveginn.  Þrátt fyrir Póllandsferðir mínar.  Já þær urðu fleiri á árinu og fórum við vinkonurnar aftur 29. september.  Pöntuðum að vísu 15. september sem auglýst hafði verið en það gekk ekki eftir.  Missti 5,1 kg í þeirri ferð.

Fórum að sjálfsögðu til Djúpuvíkur þar sem er mjög skemmtilegt að vera og mannlífið kristallast á holtinu og í víkinni góðu við Rreykjarfjörð.  Þar sem áður var sindrandi mannlíf og síldarverksmiðja ásamt söltun er sem tíminn hafi numið staðar um nokkra áratugi.  Síðan fer hann að rúlla hægt og sígandi í átt að nútímanum, ferðamannaiðnaðinum, sportinu og því einu að vera til.  Það er hvergi eins gott að vera til og í Djúpuvík í faðmi fjölskyldunnar og frjáls.

Fór á þrjú myndlistarnámskeið á árinu.  Eitt á svölum norður á Akureyri þar sem systir tók mig í gegn ásamt Erni Inga.  Annað í Myndlistarskóla Arnar Inga en þetta voru helgarnámskeið.  Síðan fór ég á námskeið í Kvöldskóla Kópavogs sem lauk í byrjun desember. Afraksturinn m.m. fer á sýningu næsta sumar á Hótel Djúpavík ef allt fer sem áætlað er.

Fjölskyldan hefur blómstrað og allir ömmustrákarnir komnir á leikskólann.  "Amma í fullu starfi" hefur því minnkað við sig vinnuna og er í hlutastarfi......ja eiginlega hobby núna.

Jól og áramót eru að ganga yfir.  Allt er með kyrrum kjörum nema veðrið sem virðist ætla að stela senunni þessi áramót á þessum landshluta.  Hvað um það við stöndum þá bara með okkar stjörnublys á okkar svölum og njótum éljanna eða rigningarinnar og roksins. 

Gleðilegt ár og takk fyrir gamla.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband