fös. 4.1.2008
Gafst upp að bíða
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 4.1.2008
4 None Blondes
Heyrði þetta lag í útvarpinu í dag og táraðist.
http://www.youtube.com/watch?v=mXcQGsoDkDk
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 4.1.2008
Mac
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mið. 2.1.2008
Árinu heilsað með Kim Larsen og Kjukken
Eftir mjög skemmtilegt Gamlárskvöld og magnaða flugelda tók við brjálað geim hér hjá okkur. Flestir gestanna voru farnir en Geir skellti á Danmark 1 og viti menn, þáttur um hljómleikaferð Kim Larsen og Kjukken var í boði þar. Solla systir var enn hér og við skemmtum okkur ekki lítið yfir þessu. Síðan settum við á Danmark 1 + og hlustuðum aftur. Þá héldu okkur heldur engin bönd og við dönsuðum um íbúðina villtar í geiminu. Því miður náðist bara mynd af okkur í byrjun enda hefðum við ekki tollað á myndinni eftir að dansinn hófst. Svo rammt kvað að danstilburðum okkar að leikstjórarnir Quinten og Eli óku hjá í hummer limmo en bönkuðu þó ekki upp á í þetta sinn. Við vorum alla vega vissar um að þetta væru þeir og færðumst allar í aukana við þessa augljósu (ímynduðu) athygli þeirra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
mán. 31.12.2007
Áramótaskaup Ippu
Árið hófst með glæsibrag hjá Ippu, Eftir át og annað sem tilheyrir jólunum skellti ég mér til Póllands í detox með vinkonu minni. Við fórum út 6. jan og vorum í tvær vikur. Ég hélt upp á 50 ára afmæli mitt ytra. Runnu 8,5 kg af mér á heilsuhælinu í þetta sinn. Önnur eins lýsisbræðsla hefur vart verið fundin í seinni tíð en hópurinn sem samanstóð af 11 manneskjum missti sem svaraði heildarþyngd einnar manneskju.
Hélt afmælisveislu þegar heim var komið og keypti matinn á Grænum Kosti. Það lagðist vel í boðsgesti og var eftirrétturinn líka frá þeim á Grænum. "Það sem fertugur getur gerir fimmtugur betur!"
Dagamman Ippa stóð sína plikt og passaði yngsta guttann tvo daga vikunnar og aðra eftir þörfum. Einstaklega skemmtilegt starf að vera dagamma, reyndar það allra skemmtilegasta hingað til. Segi eins og kunningi okkar hann Stjáni Hauks. "Ef ég hefði vitað hvað þetta yrði gaman með barnabörnin þá hefði ég bara skellt mér beint í þau."
Ættarmót hjá "Sauðanesveldinu" var haldið í júní, þann 22.-24. Magga systir réð tímanum og setti það auðvitað á afmælið sitt sem er 24. þess mánaðar. Við mamma launuðum henni með því að fara í "Stórar Stelpur" og kaupa afmælisgjöf handa henni þar. Verst að við misstum okkur þar líka sjálfar svo við gátum ekkert verið að setja okkur á háan hest gagnvart henni! Enda erum við allar stórar og myndarlegar stelpur, þó eitthvað séum við systurnar að fara fram úr mömmu....allavega á þverveginn. Þrátt fyrir Póllandsferðir mínar. Já þær urðu fleiri á árinu og fórum við vinkonurnar aftur 29. september. Pöntuðum að vísu 15. september sem auglýst hafði verið en það gekk ekki eftir. Missti 5,1 kg í þeirri ferð.
Fórum að sjálfsögðu til Djúpuvíkur þar sem er mjög skemmtilegt að vera og mannlífið kristallast á holtinu og í víkinni góðu við Rreykjarfjörð. Þar sem áður var sindrandi mannlíf og síldarverksmiðja ásamt söltun er sem tíminn hafi numið staðar um nokkra áratugi. Síðan fer hann að rúlla hægt og sígandi í átt að nútímanum, ferðamannaiðnaðinum, sportinu og því einu að vera til. Það er hvergi eins gott að vera til og í Djúpuvík í faðmi fjölskyldunnar og frjáls.
Fór á þrjú myndlistarnámskeið á árinu. Eitt á svölum norður á Akureyri þar sem systir tók mig í gegn ásamt Erni Inga. Annað í Myndlistarskóla Arnar Inga en þetta voru helgarnámskeið. Síðan fór ég á námskeið í Kvöldskóla Kópavogs sem lauk í byrjun desember. Afraksturinn m.m. fer á sýningu næsta sumar á Hótel Djúpavík ef allt fer sem áætlað er.
Fjölskyldan hefur blómstrað og allir ömmustrákarnir komnir á leikskólann. "Amma í fullu starfi" hefur því minnkað við sig vinnuna og er í hlutastarfi......ja eiginlega hobby núna.
Jól og áramót eru að ganga yfir. Allt er með kyrrum kjörum nema veðrið sem virðist ætla að stela senunni þessi áramót á þessum landshluta. Hvað um það við stöndum þá bara með okkar stjörnublys á okkar svölum og njótum éljanna eða rigningarinnar og roksins.
Gleðilegt ár og takk fyrir gamla.
Spaugilegt | Breytt 1.1.2008 kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
sun. 30.12.2007
Aftakaveður, óróleg kisa og Bee movie
fös. 28.12.2007
Frost - gleraugu og minnisleysi

Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
fim. 27.12.2007
Stjörnuspá - framhald
Þér er mikið í mun að að gera það sem þú sagðist ætla að gera. Tilraunir leiða þig á rétta braut - ekki þykjast vita nú þegar hvað þú eigir að gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 25.12.2007
ÞAR SEM VEGURINN ENDAR
Ég tók áskorun mannsins míns og las bók Hrafns Jökulssonsr "Þar sem vegurinn endar". Ég gaf honum hana í jólagjöf.
Bókin er listaverk og fjallar af beinskeittri næmni um samspil liðins tíma og nýs. Um líf Hrafns sjálfs og samferðamanna hans. Um aðlögunarhæfni mannsins, heimspekinga norðursins og lífið....og dauðann og eymdina og ástina. Í bókinni kristallast á einstaklega skemmtilegan hátt augnablik sem tengir jafn ólíka einstaklinga og stríðsherra Serba og niðursetning á Ströndum og um leið kemur í ljós að fasti punkturinn í lífi Hrafns var einmitt þetta heimili og heimilisfólk, já og dýrin, í henni Stóru Ávík í Árneshreppi norður á Ströndum. Stundum hágrét ég við lestur bókarinnar og skellihló á öðrum stöðum. Sums staðar gerði ég bæði. Eins var um manninn minn sem getur ekki byrjað á annarri bók alveg strax. Hann verður að melta þessa segir hann. Það er ekki einu orði ofaukið í þessari bók en samt segir hún allt.
Bækur | Breytt 27.12.2007 kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
þri. 25.12.2007
HVÍT JÓL
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)