Frost - gleraugu og minnisleysi

Fór út áðan að sækja nýju gleraugun mín.  Ekki í frásögu færandi ef þau væru ekki tvískipt.  Lagði nú ekki í að aka með þau á nefinu heim.  Hefði að öllum líkindum lent á ljósastaur.  Ég hefði ekki trúað að það væri svona erfitt að venjast þessu.  Nú sit ég og krossa putta að ég geri ekki of margar villur því ég sé með höppum og glöppum það sem ég er að skrifa.  Þetta venst á tveim dögum sagði sjóntækjafæðingurinn. Betra ef satt reynist.
Þvílíkt frost úti og kuldi.  Hafði loðhattinn og alles.  Það bjargaði miklu. 
Annars fékk ég heiftarlega pest á annann í jólum og hef legið nánast marflöt þar til í morgun.  Fór þó aðeins á stjá innandyra í gær.  Ég saknaði þess að komast ekki í jólaboðið hjá Helgu og Guðmundi á annan í jólum.  Fer í annað jólaboð á morgun ef heilsan leyfir sem mér sýnist nú allt stefna í.  Við verðum svo með kalkún hér á Gamlárskvöld.  
Mikið gaman og mikið grín.
Annars var ég að reyna að rifja upp matseðilinn í boðunum okkar á Gamlárskvöld á Sigló forðum.   
Ég hreinlega get ekki munað hvað var í aðalrétt.  Ég man þó eftir að einu sinni hafði ég "bananasplitt að hætti húsfreyjunnar" í eftirrétt.  Hvers vegna man ég það?  Jú sökum þess að seinna um kvöldið var stiginn dans og varð þá það óhapp að ég og fyrrverandi mágur minn runnum eitthvað til og duttum og hann lenti í splitt einhvern veginn yfir mig.  Þá sagi hann hátt og skýrt "þetta var bananasplitt að hætti húsfreyjunnar". W00t

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Býst við að gleraugun þín séu frekar með fljótandi punkti en að þau séu tvískipt. Þú ert því sennilega með þrjú skerpusvið í glerinu. 

Muna að beygja höfuðið fram þegar þú ferð niður stiga í stað þess að líta niður í gegnum lespartinn.

Muna að draga bók að bringunni, hafa höfuðið nokkuð upprétt og líta bara niður með augunum í gegnum lespartinn neðst í glerinu. Ýttu gleraugunum ofar frekar en að halla höfðinu aftur.

Við tölvuna: höfuðið upprétt svo þú horfir á skjáinn með miðpartinum og til að líta niður á lyklaborðið hreyfirðu aðeins augun en ekki höfuðið allt. Ekki reigja höfuðið upp til að horfa á skjáinn, ýttu frekar gleraugunum ofar.

Ef umgjörðin er rétt stillt áttu ekki að þurfa að hreyfa við þeim á nefinu. Mundu bara að skreppa í gleraugnabúðina þína og láta endurstilla umgjörðina. Hún skekkist ótrúlega við faðmlög og kossa jólahátíðarinnar og dormið yfir sjónvarpsskjánum. 

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 28.12.2007 kl. 16:10

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þúsund þakkir fyrir góð ráð.  Það er einmitt málið, fljótandi,  thats me today......

Vilborg Traustadóttir, 28.12.2007 kl. 22:07

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Farðu varlega með nýju gleraugun og engin splitt um áramótin.  Kær kveðja  Bunch Of Bananas 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.12.2007 kl. 22:09

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gangi þér vel Vilborg.

Marta B Helgadóttir, 29.12.2007 kl. 02:21

5 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Gangi þér vel með nýju gleraugun án banana.....

Hulda Margrét Traustadóttir, 29.12.2007 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband