mán. 24.12.2007
Ég er þakklát
Vinir og fjölskylda | Breytt 25.12.2007 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 23.12.2007
Kringlan-verslum í heimabyggð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fös. 21.12.2007
Gleðileg jól
Ég ætla að njóta lífsins um hátíðarnar. Hér verður "fullt hús" á Aðfangadagskvöld. Allir strákarnir okkar koma til okkar með fjölskyldur sínar. Það verður því "kátt í höllinni".
Sendi mínar bestu jóla og nýársóskir til ykkar allra. Skjáumst hress um eða eftir jólin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 21.12.2007
Læknafélagið setur niður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fim. 20.12.2007
Jólin-Tysabri- áramótin
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mán. 17.12.2007
Ég lítil
Byrjuð að labba
innskeif
Dett um tærnar
á sjálfri mér
Feit
Með stór
forvitin augu
Augnahár
eins og blævængi
Sæt
Sjálfri mér lík
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fös. 14.12.2007
Lyfið Tysabri – hvar er það statt?
Ég er MS sjúklingur. Í október s.l. var mér ráðlagt af taugalækni að hætta á lyfi sem heitir Interferon Beta Rebif og taka mér lyfjahvíld. Nýtt og öflugra lyf væri væntanlegt. Ég ætti að fá það ef ég vildi. Það væri æskilegt að hvíla sig á Rebif í a.m.k. mánuð áður en taka á Tysabri hæfist. Ég ákvað með lækninum að gera þetta. Rebif hef ég notað með góðum árangri í rúm 10 ár. Ég beitti mér sem formaður MS félagsins fyrir því að fá skammtinn af Interferon Beta Rebif stækkaðan árið 1998 ef ég man rétt upp í það sem læknar mæltu með og sýnt hafði sig að gagnaði best. Það var nefnilega gefið í mjög litlu magni fyrstu tvö árin. Nú hef ég verið lyfjalaus í tvo og hálfan mánuð. Ég hef verið að finna aukin MS einkenni undanfarið. Einkenni sem ég hef ekki fundið í mörg ár. Dofa, svima, aukið jafnvægisleysi, ullarsokkafíling (þá líður mér eins og ég sé í of stórum ullarsokkum), þreytu, slen, ógleði þegar ég hreyfi mig o.fl. Ég ræddi því við taugalækninn minn áðan. Hann kvaðst ekkert fá að fylgjast með hvar lyfið Tysabri væri statt í kerfinu. Það eina sem hann vissi væri úr Morgunblaðinu. Ég spyr er þetta hægt? Hvað er MS félagið að gera? Jú það er búið að klaga í Norrænu ráðherranefndina. Hvað gerir Norræna ráðherranefndin? Á svo kannski bara að fara í mál?
Hvar er nýr heilbrigðisráðherra? Ég hefði haldið að Guðlaugur Þór Þórðarson hefði skynsemi og döngun í sér til að reikna út einfalt skólabókardæmi. Talið er að Tysabri muni kosta samkvæmt Morgunblaðinu um 100 milljónir á ári fyrir 50 manns. Tökum mig þá inn í það dæmi. Ég ætla nefnilega ekki að leggja það á fólkið mitt að hugsa um mig í erfiðum veikindum. Þegar ég leggst inn á spítala sem allt stefnir í, en miðað við líðan mína á ég þar heima og hvergi annars staðar, kostar það ríkið líklega um 800 þúsund til milljón sólarhringurinn. Á sérhæfðri taugalækningadeild með steragjöfum og öðrum kostnaði. MS kast gengur yfir á 4-6 vikum segjum 30 sólarhringa á spítala. Þrjátíu milljónir út um gluggan og enginn bati? Bara kostnaður. Leiða má að því líkum að fleiri MS sjúklingar en ég þurfi aukna spítalavist. Við erum jú tæp fjögur hundruð á Íslandi. Segjum að 1/3 þurfi álíka meðferð og ég, sem er varlega áætlað. Hvað þýðir það? 100 manns á spítala í 30 sólahringa á ári. 3000 milljónir á ári. Skilar engum smá aukakostnaði fyrir Ríkið. Enginn bati eða framþróun. Bara vonleysi og depurð? Stjarnfræðilegar upphæðir! Ok það má fækka dögunum niður í 10 á ári. Kostanðurinn er samt sem áður gígantískur. Það er eiginlega alveg sama hvernig dæmið er reiknað. Tapið er alltaf meira ef lyf sem skila góðum árangri í baráttu við erfiða sjúkdóma eru ekki tekin í notkun um leið og hægt er. Varanleg fötlun er auk þess afar dýrkeypt fyrir alla aðila.
En nú veit ég (samkvæmt Morgunblaðinu) að lyfið Tysbri verður leyft eftir áramót. En hvenær eftir áramót? Hverjir fá það og hve erfið verður biðin fyrir okkur sem bíðum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2007 kl. 02:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
fim. 13.12.2007
Stjörnuspá
Ég!!!

Maðurinn minn!!!

Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fim. 13.12.2007
Vindur um nótt
Ég og náttúran
verðum
oft og tíðum
eitt
Einhvernveginn
finn ég
samhljóm
í þögninni
Og þegar
vindurinn blæs
ólgar blóð mitt
af brennandi
þrá....
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mið. 12.12.2007
Slegin út - ekki af.....
Vaknaði í morgun eftir tveggja sólahringa nánast samfelldan svefn. Fékk einhverja fjárans pest aðfaranótt mánudagsins. Þetta var gubbupest með háum hita og ég var nær meðvitundarleysi en meðvitund þó ég væri að staulast fram með dyggum stuðningi bóndans. Gerði svo bara eins og dýrin. Hætti að borða og drakk aðeins vatn í rúman sólarhring. Er öll að koma til en frekar slöpp ennþá. Það er óspennandi að lenda í svona pestum, það er mjög langt síðan ég hef fengið eina slíka. Mörg ár. Hlaut að koma að því. Ég er sennilega heppin að liggja einungis í tvo sólarhringa. Hef heyrt um marga sem fara illa út úr pestum þessa dagana.
Annað er það að frétta að vörurnar sem ég hef verið að viða að mér á E -Bay streyma nú í hús hver af annarri. Ég tók törn að panta meðan ég var á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og bauð grimmt í alls kyns playmobil skip og bíla. Þetta er voðalega vinsælt meðal ömmustrákanna og m.a.s. afinn er sáttur! Ég gekk svo hart fram í að panta að ég var komin með sjálfvirkt boð á sumar vörur sem þýddi minna stress að vaka yfir vörunni þegar leið að lokum uppboðstímans. Enda var dvölin í Hveragerði hugsuð í bland sem hvíldardvöl. Hvað um það hér hefur verið stofnað Zoega-skipafélagið og einungis er eftir að semja texta og stef sem fellur vel að nafninu. Ef einhver áhugasamur höfundur sér þetta endilega bara að spreyta sig!
Kær kveðja vinsælasta amma í heimi þessa dagana.......
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)