ÞAR SEM VEGURINN ENDAR

Ég tók áskorun mannsins míns og las bók Hrafns Jökulssonsr "Þar sem vegurinn endar". Ég gaf honum hana í jólagjöf.
Bókin er listaverk og fjallar af beinskeittri næmni um samspil liðins tíma og nýs. Um líf Hrafns sjálfs og samferðamanna hans. Um aðlögunarhæfni mannsins, heimspekinga norðursins og lífið....og dauðann og eymdina og ástina. Í bókinni kristallast á einstaklega skemmtilegan hátt augnablik sem tengir jafn ólíka einstaklinga og stríðsherra Serba og niðursetning á Ströndum og um leið kemur í ljós að fasti punkturinn í lífi Hrafns var einmitt þetta heimili og heimilisfólk, já og dýrin, í henni Stóru Ávík í Árneshreppi norður á Ströndum. Stundum hágrét ég við lestur bókarinnar og skellihló á öðrum stöðum. Sums staðar gerði ég bæði. Eins var um manninn minn sem getur ekki byrjað á annarri bók alveg strax. Hann verður að melta þessa segir hann. Það er ekki einu orði ofaukið í þessari bók en samt segir hún allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Sammála, pantaði bókina í jólagjöf frá José, hún er mjög góð og tengdi svo vel gamla tíma og nýja. Og svo er ekki leiðinlegt að lesa um ættingja sína í Stóru Ávík og aðra Strandamenn í fallegri sveit. Firr og nú. Kláraði bókina í gær og fleiri bíða lesturs en ég er sammála Geir þarf að eins að melta þessa fyrst  Solla er að lesa rimlar hugans, áræðanlega góð líka..........þarf a lesa hana einh.tíma

Hulda Margrét Traustadóttir, 26.12.2007 kl. 11:38

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var einmitt að spekúlera hvort þetta væri ekki góð bók, mér finnst efnislýsing góð, held ég skelli mér á hana eftisr þessi ummæli þín/ykkar.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 26.12.2007 kl. 18:25

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir að fjalla um þessa bók. Ég geri sama og Ásdís, skelli mér á hana fyrir þín orð.

Marta B Helgadóttir, 27.12.2007 kl. 21:22

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þið munuð ekki sjá eftir því.  Meitluð er líklega besta orðið yfir hana (maðurinn minn kom með það) og hún ýtir við manni.  Ég þekki vel til í Árneshreppi og Hrafn fer einstaklega vel og nærgætnislega með það sem hann fjallar um. 

Vilborg Traustadóttir, 28.12.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband