þri. 15.1.2008
Ber brjóst - bannvara
Ég tók eftir frétt í sjónvarpinu þar sem danskar og sænskar konur mótmæltu því að litið væri á brjóst sem kynferðiaslegt tákn. Þetta gerðu þær með því að flykkjast berbrjósta í sund. Ég tek heils hugar undir þetta með þeim og skil ekki hvað er verið að pæla að banna konum að vera berbrjósta. Gott hjá "Ylstrandarmönnum" að taka ekki þátt í því. Brjóst eru nauðsynlegur næringargjafi fyrir ungabörn ef karlmenn telja sig í þeim flokki er mér slétt sama en það á ekki að bitna á frelsi kvenna til að vera til fara eins og þær kjósa.
Ég mótmælti þessu á sama hátt og danskar og sænskar konur eina verslunnamannahelgi í Miðgarði forðum. Ég ætlaði "topplaus" í sund í sundlauginni í Varmahlíð en var stöðvuð. Enda var ég ein "í hópi". Vinkona mín var enn inni í búningsklefanum þegar verðirnir gómuðu mig og gerðu mér að fara aftur í búningsklefann.
Áfram konur, látum brjóstin boppa.
![]() |
Ber brjóst bönnuð í lóninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
mán. 14.1.2008
Vér óheillakrákur
Þá væri alveg sama hvort það væri í beinni útsendingu eða ekki! Þessi var reyndar í beinni. Þegar hann fór frá tækinu til að erindast í bænum hætti ég líka að horfa. Það hefur greinilega skilað sínu!
![]() |
Öruggur sigur Íslands, 33:28 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mán. 14.1.2008
Lækning við MS leynist víða
![]() |
Sonur bin Ladens vill dvalarleyfi á Englandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mán. 14.1.2008
Windowsið krassaði
Auðvitað var mjög freistandi að kenn manninum mínum um þetta krass! Ég var nýbúin að loka gömlu tölvunni þegar hann sendi mér tölvupóst úr næsta herbergi. Eins og hann undirritaði póstinn, Geir, í næsta herbergi. Þar var hann að biðja um upplýsingar sem ég taldi að væru í gamla pósthólfinu en hann hefði fengið. Svaraði honum um hæl og ritaði undir Vilborg, "að handan"......
Fór svo að opna gömlu tölvuna en þá krassaði allt. Hvað var hann að senda svona póst? Cover your ass póst til að fría sig? Hann var með upplýsingarnar! Fyrir utan eina spurningu. Er þetta kannski típískt fyrir karlmenn? Við konur eigum alltaf að vera að mata þá á upplýsingum aftur og aftur. Aftur og nýbúin! Hins vegar og að öllum líkindum hefði tölvan bara krassað næst þegar ég kveikti....en það mátti reyna.....
sun. 13.1.2008
Er MS geðsjúkdómur?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
lau. 12.1.2008
Jafnræði á landsbyggðinni
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 12.1.2008
Draumur
Mig dreymdi draum eina nóttina. Óvenju skýran draum. Ég varð vitni að eldsvoða í draumnum. Það blossaði upp mikið bál og mjög skær logi sem myndaði hring. Svona eins og stór elddiskur. Ég fann að bálið var óviðráðanlegt í draumnum og ekkert þýddi að reyna að slökkva það. Svo brann það bara upp fyrir augunum á mér og hringurinn brann inn. Slokknaði svo. Ég fór þá að kanna skemmdir og sá að þær höfðu orðið miklar. Reykskemmdir og mikið svart og brunnið. Bruninn hafði verið hjá MS félaginu og fyrrverandi göngudeildi þess var ónýt eftir brunann. Ég hugsaði með mér í draumnum að ég yrði að upplýsa Þuríði Sigurðardóttur (sem er núverandi framkvæmdastjóri Dagvistar félagsins) um málið og fá hennar álit á skemmdunum. Þegar ég reyndi það þá stóð hún bara úti í horni og talaði í símann. Hún mátti ekkert vera að því að meta skemmdirnar því hún var að tala við vinkonur sínar í símann! Ég stóð bara róleg og beið eftir að hún svaraði mér og ég var enn að bíða þegar ég vaknaði.
Ráððning óskast!?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fös. 11.1.2008
Ég verð ekki ein
![]() |
Ein og yfirgefin á fertugsafmælinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 11.1.2008
Myndlist
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 6.1.2008
Þrettándagleði
Gaman að hittast yfir ágætis mat og spjalla. Tilkynnti gestunum þegar þau voru nýkomin að þau væru algjör tilraunadýr. Ég hefði aldrei gert svona salat og tangdadóttir mín aldrei svona dressig. Ég hefði heldur aldrei byggt nokkra sósu svona upp og tengdadóttir mín aldrei brúnað kartöflur fyrr. Hins vegar hefði ég keypt dálítið af dósamat svona til vonar og vara svo þau færu þá ekki svöng heim. Maðurinn minn sótti svo nammi með kaffinu eftir matinn og kom með það í krukku með rauðu loki. Ég sagði "já fannstu þvagprufuglasið". Ég sá nú samt ekki að vinir okkar kipptu sér upp við þetta enda þekkj þeir mig/okkur út í gegn. Sátum svo frameftir og hringdum m.a. í vini nyrðra sem voru vanir að þreyja Þrettándannmeð okkur meðan við bjuggum á Akureyri. Gaman saman.