Ber brjóst - bannvara

Ég tók eftir frétt í sjónvarpinu þar sem danskar og sænskar konur mótmæltu því að litið væri á brjóst sem kynferðiaslegt tákn. Þetta gerðu þær með því að flykkjast berbrjósta í sund. Ég tek heils hugar undir þetta með þeim og skil ekki hvað er verið að pæla að banna konum að vera berbrjósta. Gott hjá "Ylstrandarmönnum" að taka ekki þátt í því. Brjóst eru nauðsynlegur næringargjafi fyrir ungabörn ef karlmenn telja sig í þeim flokki er mér slétt sama en það á ekki að bitna á frelsi kvenna til að vera til fara eins og þær kjósa.
Ég mótmælti þessu á sama hátt og danskar og sænskar konur eina verslunnamannahelgi í Miðgarði forðum. Ég ætlaði "topplaus" í sund í sundlauginni í Varmahlíð en var stöðvuð. Enda var ég ein "í hópi". Vinkona mín var enn inni í búningsklefanum þegar verðirnir gómuðu mig og gerðu mér að fara aftur í búningsklefann.

Áfram konur, látum brjóstin boppa.


mbl.is Ber brjóst bönnuð í lóninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vér óheillakrákur

Ég og maðurinn minn vorum að horfa á leikinn áðan. Um það leyti sem við fórum að horfa minnkaði skyndilega munurinn niður í þrjú mörk. Við vorum sammála um að ef við færum að horfa byrjaði alltaf að halla á óheillahliðina.
Þá væri alveg sama hvort það væri í beinni útsendingu eða ekki! Þessi var reyndar í beinni. Þegar hann fór frá tækinu til að erindast í bænum hætti ég líka að horfa. Það hefur greinilega skilað sínu!

mbl.is Öruggur sigur Íslands, 33:28
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækning við MS leynist víða

Það er alveg merkilegt hvað lækning við MS sjúkdóminum getur leynst víða. Egypsku Pýramídarnir orðnir eitt af því. Maður talar nú ekki um að fá ungan og kraftmikinn mann í kaupbæti........
mbl.is Sonur bin Ladens vill dvalarleyfi á Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Windowsið krassaði

Ég var passlega búin að fá nýja tölvu. Ætlaði að skoða gamlan póst í gömlu tölvunni í gær þegar Windowsið í henni hreinlega krassaði. Er búin að ræsa son minn út til að freista þess að laga það en hann er kerfisfræðingur eða hvað þetta heitir nú þetta tölvunám. Hann var búin að aðstoða mig við að flytja á milli talvanna þannig að myndinar eru alla vega komnar inn á Macinn ásamt fleiru.
Auðvitað var mjög freistandi að kenn manninum mínum um þetta krass! Ég var nýbúin að loka gömlu tölvunni þegar hann sendi mér tölvupóst úr næsta herbergi. Eins og hann undirritaði póstinn, Geir, í næsta herbergi. Þar var hann að biðja um upplýsingar sem ég taldi að væru í gamla pósthólfinu en hann hefði fengið. Svaraði honum um hæl og ritaði undir Vilborg, "að handan"......
Fór svo að opna gömlu tölvuna en þá krassaði allt. Hvað var hann að senda svona póst? Cover your ass póst til að fría sig? Hann var með upplýsingarnar! Fyrir utan eina spurningu. Er þetta kannski típískt fyrir karlmenn? Við konur eigum alltaf að vera að mata þá á upplýsingum aftur og aftur. Aftur og nýbúin! Hins vegar og að öllum líkindum hefði tölvan bara krassað næst þegar ég kveikti....en það mátti reyna.....

Er MS geðsjúkdómur?

Maðurinn minn færði mér DV í gær. Þar var viðtal við Margréti Ýr sem er með MS en hefur hætt töku lyfja við sjúkdóminum. Hún stundar og kennir rope joga. Telur sig hafa sigrast á sjúkdóminum með nýju hugarfari og breyttum lifsstíl. Gott og vel. Ég efast ekki um að hún er að gera góða hluti. Þó hríslaðist um mig smá kvíðahrollur. Ég mundi nefnilega þegar ég taldi mig vera lausa við MS. Ég skellti mér í eróbikk! Það reyndist mér ekki vel og ég losnaði ekki við MS þó ég segði það sjálf. Nú vil ég ekki draga úr tiltrú manna á því að hugarfarið skiptir máli. Það gerir það virkilega. Ég hef sannreynt það á sjálfri mér og lít ekki enn á mig sem sjúkling, Þó er ég ekkert viðkvæm fyrir því að vera kölluð MS sjúklingur. Ég set samt alltaf spurningarmerki við yfirlysingar af þessu tagi eins og Margrét Ýr setur þær fram, sérstaklega þegar viðkomandi starfar við það sem hann segir hafa "læknað" sig. Þá eru hagsmunir kannski farnir að lita árangurinn? Það sem mér fannst einkennilegt við umfjöllun DV var viðtal við formanninn Sigurbjörgu Ármannsdóttur. Er hún með viðtalinu að hvetja MS einstaklinga til að hætta að taka þau lyf sem læknar ávísa og rannsóknir sýna að skila gríðarlegum árangri í baráttu fyrir betri heilsu MS sjúklinga?  Hún telur upp þá þjónustu sem MS félagið býður upp á. Það eru námskeið fyrir MS sjúklinga og aðstandendur, sálfræðiaðstoð og svo geðlæknir! Sigurbjörg lét loka göngudeild félagsins, rak taugalæknana en ræður geðlækni til starfa. Kannski er það það eina rétta í stöðunni?  Ég vona bara að þessi geðlæknir setji Sigurbjörgu í viðeigandi meðferð.

Jafnræði á landsbyggðinni

Ég átti gott samtal við Evu hótelstýri á Hótel Djúpavík í dag. Við ræddum margt m.a. fyrirhugaða málverkasýningu sem ég verð með á Hótel Djúpavík frá 1. júní til 15. júlí. Svona cirka. Það var eiginlega svona í lok símtalsins sem eitthvað sem Eva sagði ýtti við mér. Við vorum að ræða snjómokstur á Strandir og hún sagðist vona að eitthvað yrði nú liðkað til og haldið opnu sinni part vetrar eins og gert væri fram að jólum. Þá er rutt tvisvar í viku norður á Starndir. Þetta hættir sem sé um áramót og fram eftir vetri. Oftast. Það sem ýtti við mér var það að svæðið milli Kjörvogs og í Bjarnarfjörð er skilgreint samkvæmt öðrum staðli en t.d. í hinum hluta Árneshrepps. Þ.e. það er ekki mokaður snjór af vegum á fyrrnefnda svæðinu til jafns á við "innan hreppsins", Djúpavík er þó innan hreppsins. Hvað segir samgönguráðherra um þetta misræmi í þjónustu við landsbyggðina? Er Samfylkingarráðherrann sem er í flokki sem kennir sig við jöfnun milli allra og þar á meðal landshluta sáttur við þetta? Það getur ekki verið? Eða hvað?

Draumur

Mig dreymdi draum eina nóttina. Óvenju skýran draum. Ég varð vitni að eldsvoða í draumnum. Það blossaði upp mikið bál og mjög skær logi sem myndaði hring. Svona eins og stór elddiskur. Ég fann að bálið var óviðráðanlegt í draumnum og ekkert þýddi að reyna að slökkva það. Svo brann það bara upp fyrir augunum á mér og hringurinn brann inn. Slokknaði svo. Ég fór þá að kanna skemmdir og sá að þær höfðu orðið miklar. Reykskemmdir og mikið svart og brunnið. Bruninn hafði verið hjá MS félaginu og fyrrverandi göngudeildi þess var ónýt eftir brunann. Ég hugsaði með mér í draumnum að ég yrði að upplýsa Þuríði Sigurðardóttur (sem er núverandi framkvæmdastjóri Dagvistar félagsins) um málið og fá hennar álit á skemmdunum. Þegar ég reyndi það þá stóð hún bara úti í horni og talaði í símann. Hún mátti ekkert vera að því að meta skemmdirnar því hún var að tala við vinkonur sínar í símann! Ég stóð bara róleg og beið eftir að hún svaraði mér og ég var enn að bíða þegar ég vaknaði.

Ráððning óskast!?


Ég verð ekki ein

Ég á afmæli í dag. Upplýsist hér með. 51 árs amma. Bláedrú. Ég bauð "ellilífeyrisþegum og öryrkjum" fjölskyldunnar að koma í pizzu í kvöld. Ásamt auðvitað börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Þannig að það lítur út fyrir að ég verði ekki ein í kvöld.
mbl.is Ein og yfirgefin á fertugsafmælinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndlist

Er alveg lens núna. Var að sigrast á einni olíumynd sem hefur fengið nafnið "Á sjó". Tók að mér qað gera mynd yfir sófann hjá Sollu systir og ákvað ð gera það bara með stæl. Myndin er 1 meter x 44 cm og er af öldum og þrem fuglum. Mjög spes. Ég er búin að fá leyfi hjá Sollu til að sýna hana á Hótel Djúpavík í sumar svo ég ætla ekki að birta mynd af henni hér fyrr en eftir þann tíma. Ég ætla svo að ráðast í fleiri myndir fljótlega og stefni að frekara námi í Kvöldskóla Kópavogs og síðan námskeið hjá Erni Inga fyrir norðan með vorinu. Ég var vakin og sofin yfir þessu verkefni og hugsaði með mér að þetta væri ekki starf fyrir mig. Vera andvaka yfir breytingum sem ég gerði og vera hrædd um að hafa eyðilagt listaverkið! Ég lærði það af þessari mynd að ég get breytt til baka og breytt til batnaðar. Fullunnið mynd og gett hana ötlítið líka því sem ég hef í huga. Nóg um það, þetta var smá hugleiðing fyrir svefninn og fyrir "Harðskafa" sem ég er að lesa núna.

Þrettándagleði

Höfðum Þrettándagleði hér í kvöld. Góðir gestir sem eru fluttir að norðan komu í mat og synir okkar skutu upp rakettunum frá því í fyrra.....eða ætti ég að segja hitteðfyrra. Pokinn búinn að vera í geymslunni hjá okkur allt árið.
Gaman að hittast yfir ágætis mat og spjalla. Tilkynnti gestunum þegar þau voru nýkomin að þau væru algjör tilraunadýr. Ég hefði aldrei gert svona salat og tangdadóttir mín aldrei svona dressig. Ég hefði heldur aldrei byggt nokkra sósu svona upp og tengdadóttir mín aldrei brúnað kartöflur fyrr. Hins vegar hefði ég keypt dálítið af dósamat svona til vonar og vara svo þau færu þá ekki svöng heim. Maðurinn minn sótti svo nammi með kaffinu eftir matinn og kom með það í krukku með rauðu loki. Ég sagði "já fannstu þvagprufuglasið". Ég sá nú samt ekki að vinir okkar kipptu sér upp við þetta enda þekkj þeir mig/okkur út í gegn. Sátum svo frameftir og hringdum m.a. í vini nyrðra sem voru vanir að þreyja Þrettándannmeð okkur meðan við bjuggum á Akureyri. Gaman saman.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband