Aftakaveður, óróleg kisa og Bee movie

Nú er skollið á aftakaveður hér í borginni.  Mímí, kisan okkar er afar óróleg vegna þessa.  Hún eigrar um íbúðina og mjálmar af og til sem er mjög óvenjulegt í hennar tilfelli.  Það er að segja að mjálma. Við höfðum lítinn næturgest síðustu nótt.  Geir Ægir fékk að gista eftir að hafa farið í bíó með ömmu og pabba sínum.  Ákveðið var að öll hersingin færi í bíó aftur í dag og héldum við í breiðfylkingu á Býflugumyndina, níu stykki.  Sem við þrjú fórum reyndar á í gær líka.  Mér fannst virkilega gaman að sjá myndina og ekkert síðra í annað skiptið.  Síðan komum við hingað heim og kláruðum restina af hangiketinu og hamborgarhryggnum frá jólunum. 
Fengum góða gesti sem að vísu hörfuðu heim í sína eigin afganga, þegar við buðum upp á okkar afganga!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég ætla sko að sjá B movie.  Hér er líka lítil kisa sem fer ekki langt frá mömmu sinni, fylgist vel með þessum rokhviðum.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 21:36

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Vil bara óska þér gleðilegs árs og þakka fyrir frábæra viðkynningu á árinu.

Marta B Helgadóttir, 31.12.2007 kl. 11:06

3 Smámynd: Agný

Gleðilegt ár kæra vinkona. Systir hennar Mímí hún Blíða mín og börnin hennar 5, frænkan Sóta og hann gamli skottlausi Aula_Bárður voru bara hin rólegustu enda var fámennt hér þegar fírað var upp rakettudótinu...Ég var samt mest ein með köttunumen svo bajallaði í mig kunningjakona sem er ný orðin ekkja og var líka ein þannig að við ákváðum að vera bara einar saman...með köttunum mínum ja og einum hennar núna því hún fær læðu sem er mjög svo lík mímí að öllu leiti en hún er búin að fá nafnið Perla... Sjáumst kanski um helgina..ég verð að vinna í bænum...Knús til þín og þinna...

Agný, 3.1.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband