HVÍT JÓL

Hvít jól í Reykjavík. Yndislegt að horfa út. Hæfilega þykk dúnmjúk snjóbreiða yfir öllu. Dálítið þungbúið yfir borginni. Enda snjókoma eins og hún gerist best. Hæglát en þétt hundslappadrífa. Óneitanlega hvíld frá regninu undanfarna mánuði. Aðfangadagur hjá okkur var mjög skemmtilegur. Höfðum möndlugrautinn að venju klukkan eitt. Þá eru venjulega fullar heimtur því allir vilja auka möguleika sína á að hreppa möndluverðlaunin. Sem að þessu sinni voru tveir m&m pokar. Sneisafullur pottur af graut hvarf eins og dögg fyrir sólu. Sjómaðurinn okkar Geir Fannar hreppti þau að þessu sinni og sýnir það enn og aftur að þeir "fiska sem róa". Hann er búinn að vera á síldarvertíð frá því í haust og hefut gengið vel í Grundarfirði og m.a.s.fengu þeir lóðs inn í Hvammsfjörð einn túrinn! Maðurinn minn fékk að velja möndluverðlaunin og hann valdi m&m -ið þar sem hann átti það í fórum sínum frá því í Fríhöfninni einhvern tíma. Klukkan sex mættu svo allir aftur í matinn. Geir Ægir einn sonarsonur okkar var hér með okkur allan daginn. Han var duglegur að hjálpa til og lagði m.a. á borðið með afa sínum og svo þegar afi fór að sækja fleiri gesti setti hann servíetturnar snyrtilega á hvern disk fyrir ömmu á meðan amma og Trausti Veigar lögðu lokahönd á eldamennskuna í eldhúsinu. Við vorum með hamborgarhrygg og mikið meðlæti. Heimatilbúin ís á eftir og gerði Guðrún tengdadóttir æðislega snikkers sósu með honum, hún átti einnig heiðurinn af Waldorf salatinu með matnum. Því næst óð Karen Nao tengdadóttir okkar í frágang ásamt fleirum. Þá var komið að pökkunum, var reyndar byrjað aðeins undir ísnum, því við vorum sein fyrir. Þeir litlu fengu að opna einn pakka hver meðan við snæddum ísinn. Einar Breki var þó svo upptekinn við ísinn að hann sýndi pökkunum engan áhuga fyrr en hann var búinn að innbyrða hann. Það var margt góðra gjafa í pökkunum hjá okkur öllum og við að vonum mjög ánægð með dagin og kvöldið. Hér sit ég m.a. og blogga á glænýjan Mac. Maðurinn minn tók daginn snemma og kláraði bókina "Þar sem vegurinn endar" eftir Hrafn Jökulsson sveitunga okkar í Árneshreppi. Í dag verður svo hangikjöt hér með laufabrauði frá Kristjáns bakaríi, heimabökuðum flatkökum og auðvitað uppstúf. Á morgun jólaboð hjá Helgu og Guðmundi. Gleðileg jól.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Hefur verið fjör hjá ykkur. Rólegheit einkenndu þennan bæ, en áttum notalegt kvöld eftir frábærar rjúpur, vorum með graflax í forrétt og höfðum ekki plass fyrir ábæti.......José endaði kvöldið með göngutúr með Dalí. Vorum núna að koma úr langri gönguferð í góða veðrinu....gott að slaka svona á

Hulda Margrét Traustadóttir, 25.12.2007 kl. 14:30

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Gleðileg jól elsku Vilborg mín til þín og þinna. Takk fyrir frábærar samverustundir á árinu sem er að líða og náttúrulega bara alveg frá því að ég man eftir mér . Hér er dásamleg stilla, allt hvítt og einstaklega fallegt jólaveður.

Bestu kveðjur frá okkur öllum á Laugarvegi 15.

Herdís Sigurjónsdóttir, 25.12.2007 kl. 15:57

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

he he... gleymdi þessu með Kristínu sem þú skrifaðir í morgun, hún er nú alveg fimm manna maki hún systir mín, veldu bara djammdraum frá því í gamla daga .... þá verður a.m.k fjör í draumnum..

Herdís Sigurjónsdóttir, 25.12.2007 kl. 16:00

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég hef hreinlega vaknað þreytt eftir þessa drauma svo ég er ekki viss með djammið.....gæti þá vaknað timbruð í ofanálag.......;-)

Vilborg Traustadóttir, 25.12.2007 kl. 20:51

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldeilis frábær hátíðin hjá þér og þínum  Njóttu vel áfram og kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.12.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband