Færsluflokkur: Ferðalög
mán. 19.5.2008
UZboja
Við hin heilaga þrenning sem dvelur hér á UZboja látum vel af okkur. Ég varð auðvitað að kanna pólska heilbrigðiskerfið en Borys læknir sendi mig á bráðamóttöku til að láta fjarlægja mergtappa sem kom skyndilega eftir eina sundferðina. Það var upplifun og ég gef pólska heilbrigðiskerfinu góða einkun. Við erum afar þakklátar fyrir hið góða atlæti sem við þrjár frá Íslandi njótum hér. Setjum hér myndir af okkur í okkar yndislegu "Gullnu svítu" o.fl. m.a. af "slysó" í dag.
Ferðalög | Breytt 3.6.2008 kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
fös. 9.5.2008
Pólland
Fer í fyrramálið til Póllands og verð þar næst tvær vikurnar.
Hlakka til verð ævinlega þakklát Jónínu Ben fyrir að koma þessum ferðum á kortið hér á landi.
Ég er þó ekki að fara á hennar vegum að þessu sinni.
Við förum þrjár saman. Ég og Kristín vinkona mín sem hefur farið með mér áður og ein enn sem er að fara í fyrsta skipti í svona heilsudvöl í Póllandi.
Það er allt klappað og klárt og við spenntar að heilsa vorinu í Póllandi.
Okkur finnst bara spennandi að spreyta okkur á þessu sjálfar núna.
Stórt og hlýtt knús til þín ef þú lest þetta Jónína.
Ennfermur knús í allar áttir.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
þri. 12.2.2008
Snjór og ófærð
Nú eru lægðirnar á færibandi að halast yfir landið. Því er kannski ekki besta veðrið til ferðalaga um þessar mundir. Ég fór að rifja upp þegar ég horfði á gríðarlegt fannfergi í Súðavíkurhlíðinni í fréttunum í gær hvernig veturnir voru þegar ég bjó norður í landi.
Á barnaskólaaldri var ég í heimavistarskóla í Fljótunum. Þá var ég viku í skólanum og næstu viku heima. Það var vegna þess að það var ein skólastofa á Ketilásnum og einn kennari. Nemendum var skipt í eldri og yngri deild.
Ég var held ég níu ára þegar ég byrjaði í skólanum. Var búin að læra að lesa og skrifa heima og reikna líka. Oft var vont veður og ófærð og stundum var eina leiðin að komast ferða sinna að elta ýtuna sem ruddi veginn því hann lokaðist jafnóðum aftur. Þá tók ferðalagið langan tíma og eins gott að hafa þolinmæðina með sér í ferðalagið.
Stundum félkk ég far með flutningabilunum eða öðrum sem leið áttu um. Ég man m.a.s. eftir a.m.k. einu skipti sem ég fékk að sitja í vegheflinum með honum Gísla í Þúfum þarna á milli.
Það var líka oft sem þurfti að fara í Siglufjörð og stundum var klöngrast yfir snjóflóð sem fallið höfðu á veginn. Það var glæfralegt svona eftir á að hyggja. Ég mað að við horfðum áhyggjufull upp í gilin hvort meira væri á leiðinni og jafn áhyggjufull fram af brúninni þar sem dekkin á annarri hlið rússajeppans stóðu hálf fram af hengifluginu.
Það var nú meira hvað rússajeppinn gat komist í snjónum. Ég held að það sé besti jeppi sem ég hef ekið í ófærð og þá meina ég í ÓFÆRÐ.
Eins gott að fara varlega í ófærðinni og blindunni sem er víða um þessar mundir.....
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mán. 14.1.2008
Lækning við MS leynist víða
Sonur bin Ladens vill dvalarleyfi á Englandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
þri. 16.10.2007
Heilsubót
Ferðalög | Breytt 17.10.2007 kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
sun. 14.10.2007
Heima á ný
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fös. 10.8.2007
Djúpavík ó Djúpavík
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mið. 1.8.2007
Djúpavík
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
mán. 30.7.2007
Djúpavík kallar
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fim. 26.7.2007
Heimferðin af Ströndum
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)