Heilsubót

Ég hef verið að velta fyrir mér hve vel hefur tekist til í þeim tveim Póllandsferðum sem ég hef farið mér til heilsubótar.  Ég vona að ég komist aftur á næsta ári. Á heilsuhælinu sem við vorum á helst þetta allt í hendur.  Fyrst og fremst er matarræðið sem felst í grænmetis og ávaxtaföstu (600 hitaeiningar á dag).  Það gerir það að verkum að líkaminn fer í gang sjálfur að laga það sem aflaga hefur farið, losa og hreinsa uppsöfnuð úrgangsefni o.s.frv.  Svo er það ristilhreinsun sem manni er í sjálfsvald sett hvort maður fer í.   Læknarinir á heilsuhælinu mæla með henni vegna þess að sjúkur yfirfullur vestrænn ristinn hefur einfaldlega ekki getu eða bolmagn til að losa sig við það sem í hann hefur safnast.  Það eru pokar á ristlinum sem eru gjarnan "full of shit" auk þess sem harðir kögglar eða spörð geta velst um í ristlinum árum saman án þess að losast rétta leið út.  Yfirfullur ristill þrýstir auk þess á og skaðar önnur líffæri á ýmsan hátt.  Ristilhreinsunin er alls ekki óþægileg og ég fann mikinn létti eftir að hún hafði verið framkvæmd.  Fræðsla með fyrirlestrum er í boði en satt að segja fannst mér hún ekki svipur hjá sjón í þetta sinn.  Þó fengum við fyrirlestur hjá lækni á öðru hóteli en við sex íslenskar konur vorum á og bætti sá fyrirlestur upp "hraðspólun" hinna tveggja. Hreyfing er manni nokkuð í sjálfsvald sett.  Boðið er upp á sundleikfimi, boltaleikfimi, bakleikfimi og leikfimi úti í skógi.  Einnig er hvatt til gönguferða um nágrennið.  Nudd skipar stóran sess í meðferðinni og er það mjög losandi og gott. Næst þegar ég fer ætla ég þó að panta það fyrirfram svo það verði ekki stress hvort ég fái tíma í nuddi.   Snyrtifræðingur og hárgreiðslukona eru til staðar og gott er að fá snyrtingu í rólegu umhverfi hjá góðu fagfólki.  Í heildina er ég ánægð með dvölina þó nokkur atriði hefðu mátt betur fara.  Markmiðið var betri heilsa og léttari Vilborg og það náðist nokkuð vel.  Hér fylgir mynd frá U Zbója en fallegur gosbrunnur var við herbergið okkar (þó það hafi verið slökkt á honum þegar myndin er tekinBlush ).Pólland sept-okt 034

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mig langar til að vita hversu mörg kíló fóru í svona prógrammi og á hvað löngum tíma þá. Ertu til í að deila því meðmér.? ef þú vilt ekki setja það hér þá máttu senda mér meil, ég hef mikið verið að spá í svona aðferð.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 22:36

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég missti 8,3 kg á tveim vikum í janúar og 5,1 kíló á tveim vikum nú í seinni ferðinni sem ég er nýkomin úr.  Kílóin frá í janúar hafa ekki komið aftur, þvert á móti léttist ég um tvö-þrjú í viðbót þar til ég fór svo aftur.  Þetta er ekkert leyndarmál og þegar ég fer næst vonast ég til að fara niður í þá þyngd sem ég vil vera í eða sem næst kjörþyngd.  Þetta er líka mjög gaman að fara svona og myndast einskonar hópefli meðal okkar.

Vilborg Traustadóttir, 16.10.2007 kl. 22:44

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ofsalega er þetta sniðugt. Mikið langar mig að fara í svona prógramm. Er þetta í boði allan veturinn?

Marta B Helgadóttir, 16.10.2007 kl. 23:15

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Allt árið um kring.

Vilborg Traustadóttir, 17.10.2007 kl. 07:10

5 Smámynd: G Antonia

Hae Vilborg!
Vid sitjum her 5 kellur a Elf heilsustofnuninni i Pollandi og lesum bloggid thitt. Gaman ad heyra. Langar ad bidja thig ad skrifa thetta blogg inn a www.blog.central.is/detox thar sem vid aetlum ad skrifa thar inn a medan vid erum her og lika eftir ad vid komum heim. Vid erum alsaelar og allar ad koma til ... madur er soldid threyttur fyrst en vaa hvad madur verdur anaegdur a heimleid. En vid erum mjog anaegdar her. Erum her 7 islendingar. Besta sem eg hef farid a her i pollandi "still"
Soknum tho ykkar, allavega eg og Thora... og bidjum hjartanlega ad heilsa ykkur Kristinu og vonum thid seud hressar.
Gaman vaeri ad sja myndir a detox sidunni.
Detox knus og kv fra goda vedrinu i Pollandi thar sem solin speglar a vatninu og laufin hreyfast ekki a trjanum
Gudbjorg og Thora ...og hinar!!!!

G Antonia, 17.10.2007 kl. 09:11

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þið eruð einfaldlega flottastar ....og bestar........gangi ykkur vel á Elf....þú hittir þá ekkert Volodymyr????

Vilborg Traustadóttir, 17.10.2007 kl. 10:30

7 identicon

Vilborg er audvitað enginn venjulegur detoxari, get ég lofað ykkur. Hún er allra manna hugljufi og sú jákvæða orka sem hún gefur frá sér gleður alla.

Við erum með myndir af Vilborgu fyrir og eftir og þessi sem við horfðum á í gær hér á Elf sýnir unga fallega stúlku.

Hópurinn núna er allur á einu hóteli og það er allt annað líf. Kerlingin þarf að vera nálæg og það var erfitt að deila sér á milli hótela Vilborg mín. En nú verð ég alltaf á einum stað í einu. 

En Ásdís mín það er örugglega gott fyrir þig að koma með mér 24. október, en þá er næst laust hingað á Elf hótelið. Þar fá Íslendingar mikla þjónustu umfram Pólverjana og það er það sem við viljum.

Gott að heyra í þér Vilborg mín,

kær kveðja til þinna,

Jónína Ben 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 13:41

8 identicon

24. nóvemer átti ég við.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 13:43

9 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk fyrir falleg orð til mín Jónína, gangi ykkur allt í haginn.

Vilborg Traustadóttir, 17.10.2007 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband