Djúpavík ó Djúpavík

Strandir 2007 135Strandir 2007 110Það var gott að koma heim í gær eftir gott frí með fjölskyldu og vinum.  Tíminn líður bara allt of hratt og er alltaf of skammur þegar eitthvað skemmtilegt gerist.  Þá er gott að nýta hann vel og einnig gaman að rifja upp og skoða myndir.  Einnig plana næstu skemmtilegheit á Djúpuvík og víðar.  Guttarnir okkar voru alsælir og skemmtu sér vel saman og með okkur.  Það var smíðað, farið í fjöruna, lækinn, móann og um holtið, berjamó svo eitthvað sé nefnt.  Einnig var "innipúkahátíð" þar sem veðrið var ekkert spes fram á sunnudag.  Þeir ætluðð ekki að vilja fara enda skil ég það vel.  Þetta er algert frelsi að komast út þegar maður vill og geta dundað við nánast hvað sem er með okkur eða án okkar fullorðna fólksins.  Þegar afi og amma urðu svo eftir með kisurnar var alveg hræðilega tómlegt.  Þið getið ýmindað ykkur það eftir að hafa verið með fjóra svona duglega stráka hjá sér í nokkra daga.  Við fórum að bóna bátana og ganga frá skjólgirðingu fyrir trén okkar.  Þegar við svo fórum heim með tóma kerru lentum við í því að hún hristist öll í sundur og urðum við að snúa við eftir lokinu aftan af henni og tafði það okkur um þrjá klukkutíma.  Góðu fréttirnar eru þær að við fengum þá að smakka dýrðlegt heimabakað heilsubrauð hjá Önnu frænku í Djúpuvík.  Við urðum nefnilega að keyra alla leið aftur þangað eftir fjárans lokinu sem var í Kleifunum við Djúðpvík.  Á bakaleiðinnu tíndum við svo upp hornið af kerrunni sem hafði dottið af í leitarleiðangrinum.  Komum heim um níuleitið í gærkvöldi ánægð með gott frí.
------
Strandir 2007 238Smelltum af einni mynd af húsinu yfirgefnu á holtinu!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Vevv....á Lillahús....Hefur aldeilis verið gaman hjá ykkur famelíunni. Verst með kerruna !!! Mas og bas...hehehe .Heyrumst Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 10.8.2007 kl. 15:45

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Velkomin heim aftur, það hefur verið gaman hjá ykkur og mikið fjör. Ég er alltaf að hugsa um það .... þegar ég fer þangað næst .

Herdís Sigurjónsdóttir, 11.8.2007 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband