Djúpavík kallar

Í dag lögðu Kristján sonur minn og fjölskyldan hans af stað til Djúpuvíkur.  Þau fengu lánaðan bílinn minn og skildu fólksbílinn sinn eftir.  Þá er það ljóst að við hjónin verðum samferða að þessu sinni þegar við förum á miðvikudaginn.  Förum á stórum Dodge með kerru aftan í fulla af timbri í skjólgirðingu.  Þó að vegirnir séu orðnir góðir á Strandirnar er þægilegra að vera á aðeins hærri bílum sérstaklega ef þeir eru eitthvað lestaðir.  Það kom fyrir fólk á Volvo meðan við vorum þarna um daginn að það rak hann niður í Bjarnarfirðinum og gerði gat á pönnuna.  Ásbjörn á Djúpavík gat lagað það svo bíllinn komst suður aftur fyrir eigin vélarafli held ég.  Síðan eigum við von á Geir Fannari og fjölskyldu um helgina eða þegar hann kemur í smá frí af sjónum.  Þá verður fjör á Djúpuvík og mikið brallað. 
Reikna með að við komum aftur heim á mánudag. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Góða ferð og skemmtun mín kæra. Nú er ég að fá kæran frænda Hallgrím nokkurn Gíslason í mat sem er þriðji liður frá Þorsteini í Kjörvogi eins og pabbi. Við komum líklega til að tala mest um ættfræði og Strandaferðina góðu og næstu ferð. En hann var aðeins á undan okkur um daginn og fann leiði Herdísar frá Kjörvogi og eins nokkra muni á safninu sem Þorsteinn langalangafi smíðaði...og svo ég ég eftir að komast í Ingólfsfjörð.

Ég hef bara ekki heyrt nokkurn mann gera gat á pönnuna í laaaaaaaaangan tíma.

Herdís Sigurjónsdóttir, 30.7.2007 kl. 18:27

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gaman hjá ykkur að hittast og ræða jafn áhugaverðs hluti og ættfræði.  Það er satt og einnig það að það sé hægt að laga það! Venjulega þarf að skipta um pönnuna. Greinilega allt hægt á Ströndunum....

Vilborg Traustadóttir, 30.7.2007 kl. 19:22

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Gott að allt er skipulagt fyrir ferðina. Er sjálf smáskritin innanum mig, þar sem ég talaði við góða vinkonu mína síðan í Brú forðum daga í kvöld. En hún var móðir þess drengs sem varð valdur að dauðdaga drengsins á Sæbrautinni og svipti sig svo lífi sjálfur á Þingvöllum. Sorglegt allt þetta, hann  var hennar einkabarn og dóttir mín Hulda og hann Tommi léku sér saman sem börn. Maður stendur hálf máttvana og hugsar til baka.....en eftir að hafa talað við móðurina, þakkar maður guði fyrir að eiga börnin sín og barnabörnin á lífi....Sidda er móðirin og hún er í orðum sterk en sendum henni hugsanir í kvöld og næstu kvöld, hún mun þurfa á því að halda.....ég hef ekki talað við hana lengi en þegar ég talaði við hana í kvöld var hún svo fegin að heyra í mér....hvað kennir þetta manni ??? annað en að halda í gömlu vinina og fylgjast með ...........Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 30.7.2007 kl. 22:39

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hér sit ég og græt. Ég hef beðið fyrir þeim og mun gera áfram.  Bænin er sterkt afl.  Stundum það eina sem hægt er að gera í stöðunni..........

Vilborg Traustadóttir, 30.7.2007 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband