Pólland

Fer í fyrramálið til Póllands og verð þar næst tvær vikurnar.  

Hlakka til verð ævinlega þakklát Jónínu Ben fyrir að koma þessum ferðum á kortið hér á landi.

Ég er þó ekki að fara á hennar vegum að þessu sinni. 

Við förum þrjár saman.  Ég og Kristín vinkona mín sem hefur farið með mér áður og ein enn sem er að fara í fyrsta skipti í svona heilsudvöl í Póllandi. 

Það er allt klappað og klárt og við spenntar að heilsa vorinu í Póllandi.

Okkur finnst bara spennandi að spreyta okkur á þessu sjálfar núna.

Stórt og hlýtt knús til þín ef þú lest þetta Jónína. 

Ennfermur knús í allar áttir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Góða ferð og knús

Svanhildur Karlsdóttir, 10.5.2008 kl. 02:14

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er ekkert mál að fara á eigin vegum??  góða skemmtun og gangi ykkur vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 20:23

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Góða ferð, þó seint sé. Ert örugglega byrjuð í nuddinu og léttfæðinu úti núna. Er búin að vera upptekin í saltfiskréttum með José fyrir ferminguna á Sauðanesi og pottarnir tilbúnir á svölunum með flottum réttum og blómaskreytingarnar æðislegu sem Herdís bað mig að taka í kjallaranum og við að gera okkur klár í veisluna. Verst að hitta ekki ykkur systur mínar þar

En gaman verður að hitta þau gömlu sem ætla svo að vera hjá okkur um næstu helgi. Hlakka til. Njóttu dvalarinnar, hefði viljað vera með en svona er lífið, of mikið í kortunum þetta árið - en svo kemur annað ár.........Knús til ykkar ferðafélagana, efast ekki um að þið rúllið þessu upp þó á eigin vegum ferðist og allt það, það er mest gaman

Hulda Margrét Traustadóttir, 11.5.2008 kl. 11:15

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hæ hæ frá Póllandi, nettenging komin á í nýju ámunni. Takk fyrir góðar kveðjur og allt gengur vel hér.  Ástarkveðjur heim....

Vilborg Traustadóttir, 11.5.2008 kl. 22:23

5 Smámynd: G Antonia

Gangi ykkur vel ...
Hvar eruði?   Bið að heilsa
kveðja

G Antonia, 12.5.2008 kl. 02:31

6 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Takk fyrir knus, Vilborg min, thaed hefur verid dasamelgt ad adstoda thig og kynnast ther og eg sakna thess ad thu sert ekki med i okkar hopi.

Vid erum her 27 konur og karlar i frabaeru yfirlaeti a Hotel Elf og eg vinn her af ollum minum kroftum ad skilgreina medferdina og vinna med laekninum sem fylgist med ollu folkinu. Svo hvet eg folkid afram til dada, lana oxl til thess ad grata og set folki edlileg markmid. Eg thydi alla fyrirlestra og held utan um programid thannig ad allt komist til skila. Arangurinn herna hja mer er otrulegur og eg gef mig alla i thetta starf sem er thad merkilegasta sem eg hef unnid.

Thad er naest laust hja mer her 7. juni og folk er hjartanlega velkomid ad hafa samband joninaben@hotmail.com

Eg hef vakid og sofid yfir thessari medferd og er ad throa hana med laeknum og hjukrunarfolki sem og nuddurum og ithrottakennurum. Hotelid sem eg er a bydur upp a allt adra medferdir en thad gamla en vissulega getur folk farid a egin spitum en arangurinn er aldrei nokkru naerri godur thannig. Thad veit eg a theim sem hafa reynt og eg hef fylgst med. En gud minn ekki a eg heilsuhotelin i Pollandi En thad er draumurinn ad eignast eitt slikt og thad er verid ad vinna i thvi.

Gangi ykkur vel skvisur!

Jónína Benediktsdóttir, 12.5.2008 kl. 06:36

7 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hæ allar og gott að heyra frá ykkur. Við erum á UZbója Guðbjörg.  Yndislegt veður og frábært allt.  Fokin 3,5 kg af mér nú þegar!!! Þrekið á uppleið og það var dansiball í kvöld og  mikið fjör.  Svítan okkar er lúxus frá a-ö. Siskó á fimmtudaginn og kaþólsk messa á sunnudaginn.

Svo er auðvitað nudd, gönguferðir og allt sem tilheyrir.

Herdís systir hennar Kristínar er hérna með okkur og er alveg í skýjunum.  Upplifum mikinn frið og ró og yndislegt andrúmsloft, fólkið er forvitið um okkur og það lifnaði yfir ballinu í kvöld þegar við mættum og sviftumst inn á gólfið með tilþrifum.

Knús í allar áttir.

Vilborg Traustadóttir, 13.5.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband