Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Við vitum þetta

Yfirmaður áhættustýringar Kaupþings tapaði 2 milljörðum (mest tekið á láni) og það voru allar skuldir hreinsaðar við hann og mörg hundruð aðra bankastarfsmenn sem tóku lán frá 10-1000 milljónir til að kaupa hlutabréf, sumir fengu sér cruiser 100 jeppa, fjármögnuðu heimsreisur og lúxus heimili.

Allar skuldir voru hreinsaðar upp svo þeir geti hafið störf í nýju ríkisbönkunum okkar.

Rökin sem FME og ráðamenn færa fyrir þessu er að það sé ómögulegt að manna yfirmannastöður í nýju bönkunum nema þetta sé gert, því lögum samkvæmt mega gjaldþrota einstaklingar ekki starfa fyrir banka!!!

Fyrir mér er þetta stríðsyfirlýsing við okkur venjulegu borgarana í þessu landi sem erum flest með lán í þessum bönkum. Ef skuldir og sukk þessara óreiðumanna eru sópaðar útaf borðinu þá vil ég að það sama gangi yfir alla!!!!!! tugþúsundir töpuðu stórum hluta af sparnaði sínum, tugþúsundir venjulegra hluthafa í bönkunum töpuðu öllu sínu.... ég gæti haldið endalaust áfram....

þetta er hámark spilingarinnar.

 --

Á sama tíma og þetta er gert er heiðarlegu fólki sagt upp hjá bönkunum.

Ég spyr átti ekki að byrja með hreint borð? 

Ég spyr einnig HVAR ER ÞETTA HREINA BORÐ? 


Kvóti til að bæta upp tapað fé

Ég hef heyrt ýmsar hugmyndir til að bæta fólki upp tap vegna hruns bankanna.  Ljóst er að margir hafa tapað sparnaði og lífeyri í þessum áföllum.  Í ljósi þess að ríkið hefur tekið bankana yfir er ekki útilokað að það skapist færi á að bæta þeim sem hafa tapað einhverju geng um skattalækkanir eða aðrar aðgerðir af hálfu ríkisins.

Ein hugmynd sem hefur verið reifuð er hlutabréf í bönkunum.

Sú sem mér hugnast þó best um þessar mundir er að úthluta kvóta til þeirra sem hafa tapað í hlutfalli við tapið. 

Hugsanlega væri unnt að blanda öllu þessu saman og meira til því hugmyndir eru eflaust óþrjótandi í þessum efnum.

Það er á ábyrgð ríkisins að skapa sóknarfæri, fólk er tilbúið að sækja! 

 


Þú komst með jólin til mín en tröllið stal jólunum!

Jólin byrja í Hagkaupum?  Það eru ekki alveg svartar hliðar á kreppunni.  Þær eru líka jólarauðar.

Hagkaup hefur tekið fram jólavarninginn til að lýsa upp kreppulitaða daga og nokkuð gráleita.

Það er líka eins gott að reyna að ná til fólksins áður en það fær uppsagnabréfin.  Ég vona að Hagkaup stilli verðinu í hóf til samræmis við launaskerðingar og atvinnumissi.

Ég á alveg nóg jólaskraut frá því í fyrra og ætla að reyna að leggja peningana mína (hluta af örorkubótunum) fyrir.  Svona til að vinna upp lífeyrissjóðinn minn.

Ég ætla ekki að fara versla í Hagkaupum eða Bónus sem sama fólkið og eyddi lífeyrissparnaði okkar landsmanna í lystsnekkjur og annað hóglífi, á og rekur.  Ekki heldur í 10-11. Eða Karen Millen eða.....

Örorkubæturnar mínar duga og skammt í þess konar verkefni.  Ætli ævisparnaður okkar hjóna hafi dugað fyrir eldhúsinnréttingu í snekkjuna?

Varla! 

 


mbl.is Kreppan kom með jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Las Darling þetta?

Það er alveg spurning hvort Darling las þetta bréf?
mbl.is Geysirgate: Dularfulla bréfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk trúði Geir H. Haarde

Þegar Geir H. Haarde kom fram og fullvissaði þjóðina um að allur sparnaður þess væri tryggður trúði þajóðin honum.  Sá gjörningur um að forgangsraða sparifé sem gerðist eftir að neyðarlögin voru samþykkt gerði þar með orð forsætisráðherra dauð og ómerk.

Eða er ég að misskilja eitthvað?

Það að breyta reglunum eftirá er ekki traustvekjandi aðgerð og undarlegt ef hún verður viðurkennd.

Þetta er óréttlátt fyrir þá mörgu sem fóru að ráðleggingum um að hafa áhættu sem dreifðasta og trúðu og treystu að ráðleggingarnar væru réttar.

Eigum við að trúa því að það fólk sem fór að þeim ráðleggingum hafi misst allan sinn ævisparnað? 

Í svona algerri upplausn á því sem við höfum haft verður ríkisstjórnin að endurskoða þessa forgangsröðun og hverfa til og standa við fyrri yfirlýsingar.

Annað er ekki bara ósanngjarnt og óréttlátt heldur líka óheiðarlegt.


Þjófnaður heitir það

Þegar fólk fer í bankann og leggur fyrir á öruggan verðtryggðan reikning þá er það í þeirri vissu að þar séu peningarnir í öruggri vörslu enda hafa bankastarfsmenn ráðlagt og fullvissað fólk um að svo sé.

Það er staðfest að fólk sem hefur lagt inn lífeyrissparnað a.m.k. hjá Glitni hefur orðið fyrir því að það sem átti þannig að vera á innlánsreikningi og verðtryggt er búið að taka og breyta í hlutabréf Jóns Ásgeirs og félaga í FL Group og öðrum slíkum fyrirtækjum sem hafa farið á hausinn.  Án vilja og vitundar reikningseiganda.  M.ö.o án þess að spyrja eigandann hvort hann vilji lána.

Þetta heitir á mannamáli þjófnaður og Íslenska ríkið verður að taka á sig slík tilfelli og lögsækja síðan viðkomandi aðila.  Það er ekki hægt að láta fólk almennt standa í þess konar málaferlum. 

Fjármálaeftirlitið brást og því er ábyrgðin ríkisins að sækja það sem þannig hefur verið tekið ófrjálsri hendi! 


mbl.is Óheppilegt að þingmenn stýri sjóðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of há laun enn

Á tímum þegar verið er að segja upp fjölda fólks í bönkunum finnst mér 1750 þúsund á mánuði of há laun fyrir bankastjórana.

Þeir ættu að hafa undir milljón.

Sorry en þetta er dómgreindarbrestur.  

Hvernig eigum við að treysta stjórnvöldum til að taka á okkar málum þegar þau gera svona skandal?

Trekk í trekk! 


mbl.is Bað um launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Róum á önnur mið

Ég er ekki hissa á því þó menn hafi gefist upp á Bretunum.  Þeir eru búnir að búa svo um hnúta að það fæst ekki greitt fyrir fiskinn. 

Kannski íslendingar byggi nú upp góða markaði annars staðar svo við verðum ekki háð Bretum þó auðvitað sé um mikið hagsmunamál fyrir okkur að ræða er það ekki síður hagsmunamál Breta að hugsa um þau störf og þau verðmæti sem fara í súginn hjá þeim.

Þetta heitir að "falla á eigin bragði".

 


mbl.is Einhverjir hættir að selja fisk til Bretlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekjuhundar

Sannast enn og aftur hvers konar frekjuhundar Bretar eru.  Þeir ætla kannski að láta þetta ganga  upp í þær kröfur sem þeir gera á Ísland?

NOT.

Hvað eigum við Íslendingar að láta bjóða okkur þennan yfirgang lengi?

Geir H. Haarde á að kveða upp úr með það að við fylgjum lögum punktur og basta.

Kveða þessa frekju niður strax.

Síðan má fara í mál við Breta vegna þess hvernig þeir beittu hryðjuverkalögum á okkur algerlega að ósekju.

Eftir að hafa lesið útprentun af símtali Darlings við Áma Matt kemur það berlega fram að ástæðan fyrir lagabeitingu var engin.

Seðlabankastjóri blaðraði í Kastljósi til "heimabrúks" og Bretar eiga ekki að rjúka upp til handa og fóta vegna þess þegar ráðamenn landsins segja skýrt að við munum fara að lögum.

Bretar eru tækifærissinnar sem reyna að níða okkur niður til að upphefja sjálfa sig.

"Enginn verður hvítari þátt annan sverti"!!! 


mbl.is Bretar selja eignir Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríka Ísland

Nú er svo komið að eitt ríkasta land í heimi er fyrst þróaðra ríkja til að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Margir spyrja sig nú "hvernig gat þetta gerst"?

Hagfræðingar halda því fram að vöxtur bankanna hafi ekki verið í takt við stefnu Seðlabankans.   

Bíddu við Seðlabankastjóri Davíð Oddsson var forsætisráðhersa Íslands þegar bankarnir voru einkavæddir. 

Hann settist síðan í stól seðlabankastjóra og átti auðvitað að vita af því hver vöxtur bankanna var.  Sem seðlabankastjóri átti hann annað hvort að beita sér fyrir því að tekin yrði upp evra sem hann reyndar barðist og berst enn harkalega gegn eða þá að auka við gjaldeyrisforða landsins til að styðja við bankana.

Nei það gerði hann ekki og þar ofan í kaupið skrúfaði hann stýivexti upp úr öllu valdi.

Í stað þess að veita Glitni hið örlagaríka þrautarlán voru gerð þau skelfilegu mistök að láta ríkið kaupa 75% hlut í bankanum ( sem varð reyndar ekki af því bankinn fór í þrot áður og því ekki staðið við samninginn) og við það byrjaði ballið fyrir alvöru eins og allir þekkja,  Þetta var sennilega það vitlausasta sem hægt var að gera á þeim tímapunkti. 

Seðlabankastjóri gaf auk þess þá yfirlýsingu út í heim að við ætluðum ekki að standa við okkar skuldbindingar!  Sem hrinti Kaupþingi fram af brúninni.

Þessi og fleiri alvarleg hagstjórnarmistök Seðlabankans hafa kostað þjóðina mikið.  Margir missa vinnuna, Ævisparnaður fólks  farinn veg allrar veraldar. Lán eru að sliga fólk ekki síst ungt fjölskyldufólk og lífskjörin í frjálsu falli eins og krónan.  Orðspor landsmanna er sært holundarsári að maður tali nú ekki um æru hins Íslenska Ríkis.  Sjálfstæðinu er ógnað og landið komið á kaf í skuldir.  Aftur og nýbúinn!

Samt sitja þessir sömu menn sem fastast og láta sem ekkert sé.  Þeir eiga auðvitað að axla ábyrgð eins og aðrir og segja af sér.

Stjórnvöld að seðlabankanum meðtöldum voru eins og kálfar sem eru að standa í lappirnar í fyrsta sinn.  

Einkavæddu, slepptu "óreiðumönnum" ( orð seðlabankastjóra) í bankana okkar að höndla með sparifé landsmanna og sinntu svo ekki eftirlistskyldum sínum.  Þó mátti Davíð vita það allan tímann að þetta væru "óreiðumenn".  Lá samt á liði sínu þar sem fjármálaeftirlitið var gersamlega óvirkt.

Það er næsta víst að Sjálfstæðisflokkurinn þurrkist út í næstu kosningum. 

Eftir situr fólk nánast gjaldþrota meðan "óreiðumennirnir" hans Davíðs Oddssonar, í hans skjóli og Ríkisstjórnarinnar gegn um tíðina, spóka sig í útlöndum með peningana okkar í listisnekkjum. glæsivillum og öðru óhófi. 

Ástandið minnir dálítið á arfleifð Saddams Hussein ekki satt?  Var ekki ráðist inn í Írak til að "frelsa fólkið"? 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er umdeildur en sennilega eini raunhæfi kosturinn fyrir Ísland, úr því sem komið er.  

Rússarnir virðast ekki hafa neinn áhuga eða getu lengur.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband