Þjófnaður heitir það

Þegar fólk fer í bankann og leggur fyrir á öruggan verðtryggðan reikning þá er það í þeirri vissu að þar séu peningarnir í öruggri vörslu enda hafa bankastarfsmenn ráðlagt og fullvissað fólk um að svo sé.

Það er staðfest að fólk sem hefur lagt inn lífeyrissparnað a.m.k. hjá Glitni hefur orðið fyrir því að það sem átti þannig að vera á innlánsreikningi og verðtryggt er búið að taka og breyta í hlutabréf Jóns Ásgeirs og félaga í FL Group og öðrum slíkum fyrirtækjum sem hafa farið á hausinn.  Án vilja og vitundar reikningseiganda.  M.ö.o án þess að spyrja eigandann hvort hann vilji lána.

Þetta heitir á mannamáli þjófnaður og Íslenska ríkið verður að taka á sig slík tilfelli og lögsækja síðan viðkomandi aðila.  Það er ekki hægt að láta fólk almennt standa í þess konar málaferlum. 

Fjármálaeftirlitið brást og því er ábyrgðin ríkisins að sækja það sem þannig hefur verið tekið ófrjálsri hendi! 


mbl.is Óheppilegt að þingmenn stýri sjóðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halldór
26. október, 2008 - 00:17

Aldrei hafa jafnmargir Íslendingar rekið við með öfugum enda á jafnsskömmum tíma.
Gerir virkilega enginn sér grein fyrir því við höfum ríkisstjórn og fjármálayfirvöld SEM EIGA AÐ SJÁ UM AÐ VIÐ SÉUM BÚIN UNDIR SVONA ÁFALL. Því miður er Ísland ekki í stakk búið til að sjá um að fjármálakerfi þjóðanna sé óbrigðult. Þið besservisserar sem eruð í raun ekkert annað en „frustreðarir looserar“ munuð Aldrei koma neinu í verk sem gagnast þessari þjóð, hvorki í mótlæti né meðlæti. Ég hef það á tilfinningunni að fáir sem hér ausa úr brunni visku sinnar og þekkingar Á ENGU, eigi um sárt að binda vegna þeirra hörmunga sem yfir hafa dunið. Ég lagði töluvert undir í von um skjótfenginn gróða. Það voru MíN mistök. Fyrir alla muni ekki taka upp hanskann fyrir mig og mina líka til þess eins að fá útrás fyrir ykkar ímyndaða ágæti og réttlætiskennd. Ef grannt er skoðað þá er megnið af þessum skrifum bull, í besta falli útrás fyrir eitthvað sem er ekki samboðið því sem ætti að vera það eftirsóknarverðasta í tilverunni: mannlega þættinum. Upphaf og orsök gyðingaofsóknanna fyrir síðari heimstyrjöld var nákvæmlega af sama meiði runnið og fárið sem nú dynur yfir Íslenskt þjóðfélag. Í stað þess að standa saman og vinna að lausn erfiðleikanna þá sitjum við hvert í sínu horni og rífum kjaft engum til gagns og örugglega engu til bjargar.

Lifið heil ef þess er nokkur kostur.

Halldór (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 15:14

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Halldór! Er það ekki þjófnaður að fara inn á reikninga fólks og taka þar út til að kaupa hlutabréf í eigin fyrirtækum? Sem rúlla svo bara!

Þetta var gert hjá Glitni! Í stórum stíl.

Sé þó að þú ert í meginatriðum sammála mér. Ríkisstjórn og fjármálaeftirlit bera ábyrðina og hana á að axla.

Vilborg Traustadóttir, 26.10.2008 kl. 15:27

3 identicon

En er það þjófnaður er ef þessi fjárfesting hefði skilað hagnaði?

Ef það er rétt að það hafi verið logið að fólki þ.e. sagt að sjóðurinn myndi fjárfseta á ákveðinn hátt en hann geri svo annað þá er það vissulega svik. Annars er ég sammála Haldóri að vissu leiti þ.e. að fólk ber sjálft ábyrgð á eigin peningum það þýðir samt ekki að það megi svindla á því.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 17:40

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er þjófnaður þegar þú leggur inn peninga og ert fullvissaður um það að það sé öruggast að geyma peningana á innlánsreikningi þar sem ekki verði hreyft við þeim.

Svo þegar allt er farið á hausinn kemstu að því að svo var ekki heldur var aðaleigandi bankans búinn að nota peningana þína í hlutabréf í öðru fyrirtæki sem hann "átti" stóran hlut í.

Það er glæpsamlegt.

Vilborg Traustadóttir, 26.10.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband