Þú komst með jólin til mín en tröllið stal jólunum!

Jólin byrja í Hagkaupum?  Það eru ekki alveg svartar hliðar á kreppunni.  Þær eru líka jólarauðar.

Hagkaup hefur tekið fram jólavarninginn til að lýsa upp kreppulitaða daga og nokkuð gráleita.

Það er líka eins gott að reyna að ná til fólksins áður en það fær uppsagnabréfin.  Ég vona að Hagkaup stilli verðinu í hóf til samræmis við launaskerðingar og atvinnumissi.

Ég á alveg nóg jólaskraut frá því í fyrra og ætla að reyna að leggja peningana mína (hluta af örorkubótunum) fyrir.  Svona til að vinna upp lífeyrissjóðinn minn.

Ég ætla ekki að fara versla í Hagkaupum eða Bónus sem sama fólkið og eyddi lífeyrissparnaði okkar landsmanna í lystsnekkjur og annað hóglífi, á og rekur.  Ekki heldur í 10-11. Eða Karen Millen eða.....

Örorkubæturnar mínar duga og skammt í þess konar verkefni.  Ætli ævisparnaður okkar hjóna hafi dugað fyrir eldhúsinnréttingu í snekkjuna?

Varla! 

 


mbl.is Kreppan kom með jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla ekki að versla í þessum búðum og svo hafa þeir hækkað vörur alveg hrikalega

Guðrún (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 17:55

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Það er sko orðið vandlifað í þessari veröld !

Hulda Margrét Traustadóttir, 29.10.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband