Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Pólverjar lána?

Geir H. Haarde kannast ekkert við málið en Magdalena Kobos talsmaður pólska fjármálaráðuneytisins staðfesti þetta við Bloomberg?

Ég vona að við höfum hjálpað þeim Pólverjum sem hér hafa unnið undanfarin ár við að ganga frá sínum málum, greitt þeim laun sín o.s.frv.

Það er líka nauðsynlegt að hugsa um nýbúana okkar þannig að þeir skilji hvað er um að vera.  Mörgum þeirra hefur vafalaust liðið illa í þessum hremmingum, geta ekki sent peninga til heimalandsins,  fá ekki upplýsingar, o.s.frv.

Þetta áststand er nógu slæmt með þær takmörkuðu upplýsingar sem við sem þó skiljum málið alveg  fáum þó ekki bætist ofan á að geta ekki fullkomlega fylgst með.

Jafnvel þó stjórnvöld virðist hafa það að markmiði að láta okkur í té sem allra minnstar upplýsingar og á stundum mjög misvísandi. 


mbl.is Kannast ekki við pólskt lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Batnandi mönnum er best að lifa

Nú verðum við að gera að því skóna að ekki allir séu alslæmir.

Það er þó furðulegt að þessi frétt hafi ekki komið fram samhliða eða áður en  það fréttist af ákvörðun stjórnarinnar um niðurfellingu ábyrgða á lánum til "lykilstarfsmanna" bankans.

Það er ekki traustvekjandi fyrir starfsmenn bankanna að sitja með þessa ákvörðun fyrrverandi stjórnar á herðunum og um hvað á að semja?

Á þá ekki að "semja" við alla hina hluthafana um greiðslur?  Varla vill Nýr Kaupþing frekar gera þá gjaldþrota? 

Ríkið það er ég. 

 


mbl.is Vildu fella ákvörðun stjórnar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný bankaráð - Burt með spillingarliðið

Nú verður valið í ný bankará ríkisbankanna fyrir vikulok.  Það er snúið verkefni og erfitt á þessum tímum tortryggni og upplausnar.

Það fólk sem velst í bankaráðin er svo sem ekkert öfundsvert.

Miklar hræringar eru framunda, svo virðist sem ekki sé á hreinu að við fáum stuðning Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og því afar erfitt að segja til um framtíð okkar næstu vikur, mánuði og ár.  

Það getur allt eins farið að bankarnir verði galtómir áfram.

Sameining liggur því í loftinu trúlega hjá Landsbanka og Glitni og ég myndi segja að einkavæða ætti einn eða annan bankann eftir sameiningu tveggja, sem fyrst á þann hátt að ríkið ætti á móti þeim fjárfestum sem þar væru á ferðinni.

Jafnvel að fá erlenda fjárfesta með í það dæmi til að styrkja stöðu okkar á þeim vettvangi.

Ríkið það er ég! 

 

 

 


mbl.is Ný bankaráð fyrir vikulok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dabbi kóngur!

Davíð Oddsson fékk eftir allt saman seðil og hann ekki í smærri kantinum.

Ég skil vel þann/þá sem gaf til baka.

Hvernig á maður að fylgjast með í þeirri hringiðu sem nú hvelfist um okkur.  Það er rætt um að það þurfi að prenta nýja peningaseðla og hver gæti ekki trúað því á Seðlabankann við þessar aðstæður að hafa einfaldlega "Dabba kóng" á seðlinum!

Ef Seðlabankinn fattar ekki núna hve gersamlega rúin trausti hann er þá gerir hann það aldrei. 

Ríkið það er ég. 

 


mbl.is Notaði seðil með mynd af Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Við ætlun BARA að græða"!!!!!

"Ef við töpum þá borgar sauðsvartur almúginn".

Burt með þetta fólk.  Allt saman.  

Í DV í dag sagði Árni Tómasson skiptastjóri Glitnis aðspurður "hvort ekki væri óheppilegt að stjórnendur gömlu bankanna hefðu tekið við stjórn þeirra nýju" og er þar vísað í mál Birnu Einarsdóttur bankastjóra Glitnis, "sagðist hann í rauninni ekki skilja slíkan málflutning.  Það væri mikil þekking sem fylgdi starfsmönnum bankanna og í rauninni ómögulegt að byggja nýju bankana upp á fólki af atvinnuleysisbótum".

 

Þvílík blaut tuska framan í það fólk sem verið er að senda heim úr bönkunum

Ég vil að Árna Tómassyni verði vísað frá störfum fyrir þessi ummæli STRAX.

Ég vil fá nýja stjórnendur inn í bankana og ég vil að allir þeir sem ætla að láta mig borga brúsann fyrir sig hætti að starfa FYRIR MIG.

Fari bara á atvinnuleysisbætur.  Þetta fólk keyrði bankana í það þrot sem þeir fóru í og við treystum því ekki lengur.  Þetta fólk á ekki að gera óábyrgt gerða sinna! 

Þvílíkt hneyksli og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra blessar yfir þetta! 

Styður þetta! 

Það er nóg til af hæfu fólki, það er kannski komið í vinnu annars staðar, það er kannski ekki komið á atvinnuleysisbætur ennþá, það er kannski á atvinnuleysisbótum.  Það er í öllu falli ekki búið að sölsa undir sig gróða og láta mig svo um tapið.

Ég er alveg til í að skipta við þetta fólk ef það tekur tapið þá skulum við hirða gróðann. 

Ríkið það er ég! 

 


mbl.is Persónulegar ábyrgðir starfsmanna felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svart á hvítu

Þarna kemur fram svart á hvítu hver staðan er.  Það er mikilvægt að allt komi upp á borðið í þessum efnum.

Ekki eingöngu til að finna sökudólga helgur kannski ekki síður til að hreinsa þá sem stóðu utan við þetta.

Við verðum að trúa því að einhverjir hafi á einhverjum tímapunkti verið með báða fætur á jörðinni í fjármálageiranum.

Þó það sé erfitt að trúa því eins og staðan er í dag. 

 


mbl.is Lykilmenn skulduðu 80 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk bankaráð....(banaráð)

Aftur til fortíðar!

Ég vil að bankaráð verði skipuð fagfólki sem kann að byggja upp fjármálakerfi. Kann til verka við að velja fólk til starfa.  Fólk sem kann að byggja upp viðskiptasambönd og kann að vinna vinnuna sína.

Ég vil skipta bankakerfinu upp og hafa fjármögnunarbankana sér þannig að áhætta sparifjáreigenda sé engin.  Sparifé á ekki að vera vogunarsjóður!

Hins vegar virðist mér sem pólitíkusar ætli sér ekki að gera það.  Þeir ætla að sigla inn í gamla kefið sem var fyrir einkavæðingu bankanna.  Með tilheytrandi innflutningshöftum og skömmtun á gjaldeyri.

Kannski er þeim vorkunn miðað við hvernig við sækjum öll styrk í gömlu gildin okkar?

Það er ekki þar með sagt að það gangi til langs tíma og því verða pólitískir umboðsmenn okkar að hafa augun opin fyrir því sem við viljum. 

Ríkið það er ég! 


mbl.is Bankamenn fá ekki sérmeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið það er ég

Ég vil að það fólk sem valið er af kostgæfni til trúnaðarstarfa fyrir mig sé hafið yfir allan vafa!

Af DV.is 

 

ÖRLÖG BIRNU Í HÖNDUM NÝRRAR STJÓRNAR

Situr enn sem bankastjóri Glitnis þrátt fyrir að kaupum hennar á hlutabréfum hafi verið stungið undir stól.

Situr enn sem bankastjóri Glitnis þrátt fyrir að kaupum hennar á hlutabréfum hafi verið stungið undir stól.

Mánudagur 3. nóvember 2008 kl 19:28

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

 

 

Staða Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Glitnis, er almennt talin sú að hún verði að víkja úr starfi sínu. Örlög hennar munu ráðast þegar ný stjórn verður kosin yfir bankann í vikunni. Birna keypti bréf í Glitni í mars á seinasta ári fyrir 184 milljónir króna. Við fall bankans virtist sem viðskiptin hafi verið afmáð og hefur Birna sagt að hún sé laus allra mála. Þá sagðist hún hafa framselt bréfin til einkahlutafélags síns en þau viðskipti hafa aldrei verið tilkynnt. Kaup hennar á bréfunum voru skráð í Kauphöll Íslands en þeim var aldrei aflýst. Vilhjálmur Bjarnason lýsti málinu sem álíka tæknilegum mistökum og þjófnaður Árna Johnsen.
Birna sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem hún kvaðst hafa óskað eftir því við Fjármálaeftirlitið að það skoðaði umrædd viðskipti.



    FME sver af sér....

    Þetta mál vil ég fá algerlega á hreint og upp á borðið svo allir sjái.  Það er furðulegt ef það á að halda í einhverja einstaklinga sem hafa ekki fjármálavit inni í bönkunum á meðan aðrir eru látnir fara fyrir engar sakir.

    Yfirmaður áhættustýringar hjá öðrum banka var rekinn þegar hann vildi breyta áherslum og neitaði fyrr í sumar að taka ábyrgð á stefnu bankans í þeim efnum. 

    Ég tel að nær hefði verið fyrir nýju ríkisbankana að leita uppi það fólk sem þannig var horfið úr bankaumhverfinu heldur en halda í áhættufíklana.

    Ég vil hafa áhrif á það hvernig ríkisfyrirtæki eru rekin og hvaða fólk við veljum til að gæta hagsmuna okkar.

    Það er ekki einkamál spilltra peningamanna og pólitíkusa  sem eru algerlega orðnir samdauna því umhverfi sem þeir hafa lifað og hrærst í undanfarið.

    Ég vil moka burtu því fólki sem hefur tekið vitlausar ákvarðanir og ná í hina sem hafa annað hvort verið látnir fara fyrir að vilja ekki taka þátt í geiminu eða hina sem eru alveg ferskir og/eða nýútskrifaðir! 

    Einnig vil ég endurskoða uppsagnir bankanna sem eru til skammar hvað það varðar að segja upp fólki sem er u.þ.b. að komast á eftirlaunaaldur. 

    RÍKIÐ ÞAÐ ER ÉG! 


    mbl.is FME hefur ekki samþykkt niðurfellingu skulda
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Landráð?

    Enn harðnar á dalnum.  

    Mér líst ekki á að við höfum veturinn af án þess að upp úr sjóði, einhvers staðar!

    Svo er þetta sama fólk hvítþvegið og sett aftur í stólana sína og m.a.s. hækkað í tign sumt hvert!

     

    Þ.e.a.s. þeir sem eru "þóknanlegir" stjórnvöldum. 

     

     

     


    mbl.is Árás á fullveldi þjóðarinnar
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    « Fyrri síða | Næsta síða »

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband