Las Darling þetta?

Það er alveg spurning hvort Darling las þetta bréf?
mbl.is Geysirgate: Dularfulla bréfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Miðað við þær stærðir sem verið er að tala um er þessi sjóður nánast tómur. Það er um 13 milljarðar í honum enda þurfa bankarnir eingöngu að greiða 1% af innlánum í hann. Innistæður í Icesave eru hins vegar hundruð milljarða. Þessi sjóður hefur því í raun aldrei haft neina þýðingu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2008 kl. 22:14

2 identicon

Jakobína

Það er kannski þá sem "If needed the Icelandic Government will support the Depositors' and  Investors' Guarantee Fund in raising the necessary funds" kemur inn í myndina? Sé ekki pointið þitt. 

Plato (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 22:41

3 identicon

Góðan daginn,

   Er ég sá eini sem er ringlaður á umræðunni. Það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það er að segja.

     Það talar um í einu orðinu að svona yfirlýsingar, sýni að Íslendingar ætluðu aldrei annað en að að standa við sínar skuldbindingar, og borga þeim til baka sem ættu peninga inn á Icesave. Þess vegna væru aðgerðir Breta um að frysta eignir Landsbankans óþarfar.

   Allt í lagi, hins vegar keppast þeir hinir sömu að segja að Íslendingar ætli ekki að borga krónu umfram það sem er í þessum tryggingasjóð, en skv. þessu bréfinu ætlar íslenska ríkið að sjá til þess að Bretar fái borguð öll innlán(upp að 3 milljónum kr.), burtséð frá því að sjóðurinn stendur engan veginn undir ábyrgðinni.

      Hvort er það?? Eitt er þó ofurskýrt að málflutningur íslenskra ráðamanna er afar misvísandi og með öllu óskiljanlegur. Þeir hefðu allavega átt að vera samstíga í ruglinu 

       Nú spyr ég bara: Átta þessir aðilar sig á því hvers konar ógöngur málflutningur þeirra er kominn í, eða er ég að missa af hverju???

Jóhannes (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 09:52

4 Smámynd: Lilja Ingimundardóttir

Jóhannes:

Ef upphæðin er það há að þjóðarbúið ráði ekki við það, þá eru sérstakar reglur um ábyrgð (eða yfirfærslu ábyrgðar) ríkisins samkvæmt evrópskum lögum.

Bréfið er mjög gott og styður algjörlega það sem ríkisstjórnin hefur alltaf sagt. Spurningin um upphæðir eru annað mál og á eftir að koma í ljós.

Megin-inntakið er að frystingar eigna Landsbankans í Bretlandi og árásir á Kaupþing af hálfu Brown og Darling voru óþarfar og ef til vill ólöglegar.

Lilja Ingimundardóttir, 29.10.2008 kl. 10:35

5 identicon

Lilja,

  Ég held að þú misskiljir innlegg mitt í umræðuna. Prófaðu að lesa innleggið aftur, og svaraðu síðan.

   Þú heldur áfram að höggva í sömu knérum þegar þú segir að ríkið ábyrgist einungis ákv. hámarksupphæð. Það er akkúrat þessi málfutningur sem ég skil ekki. Í bréfinu segir að Íslendingar ætli að tryggja innlánsreikninga Icesave, í kjölfar þess að hafa látið bankann fara í þrot.

Núna eru íslenskir ráðamenn hins vegar að segja allt annað, og segjast ekki hafa neina skyldu að borga krónu umfram það sem er í tryggingasjóðnum.

 Þú segir líka að spurninginn um upphæðir sé annað mál. Bíddu nú við? Erum við ekki akkúrat að tala um í hverju ábyrgð íslenska ríkisins felst, þ.e. upphæð þeirrar ábyrgðar sem þeir gangast í?!

Þú segir einnig að frysting eigna Landsbankans voru óþarfar. Ég ætla ekki að dæma um það. Aftur á móti ef þú værir fjármálaráðherra Bretlands, og hefðir fengið mjög vísvitandi skilaboð um ábyrgðina sbr. (t.d. þín eigin orð), hvað hefðir þú gert?? Á þeirri stundu sem frysting eigna Landsbankans fór fram, voru þeir sömu menn sem töluðu út og suður um hversu há ábyrgðin ætti að vera, komnir með yfirráð yfir eignum Landsbankans, þ.m.t. Icesave reikningunum.

            -Einnig er hægt að tala um ýmsar aðgerðir í undanfara þessarar frystingu, t.d. vilja Breta að láta Icesave reikningana heyra undir breska tryggingu.

   Persónulega hefði ég orðið brjálaður ef að íslenska ríkið hefði ekki fryst eignir erlends banka hér á landi, ef það lægi í loftinu að bankinn ætlaði ekki að borga peningana út og hefði engin tök á að fá ábyrgðir, til að borga peninga mína, sem ég ætti í bankanum.

Jóhannes (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:06

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er ekki nema von að við séum ráðvillt. Ráðamenn virðast eiga afar erfitt með að höndla stöðuna. Ég er sammála Lilju að bréfið tekur af allan vafa um það að Ísland hefði og mun borga það sem því ber samkvæmt lögum.

Mér finnst þó Seðlabankinn og Ríkið hafa farið allt of geyst frá upphafi í málinu og hefði átt að hlusta á tillögur um sameiningu Landsbanka og Glitnis.

Það er önnur saga.

Í þessu máli frá a-ö virðist sem klaufagangur jafnvel fruntaskapur í samskiptum hafi grafið undan trausti.

Það er alvarlegra en orð fá lýst.

Vilborg Traustadóttir, 29.10.2008 kl. 12:04

7 identicon

Vilborg,

  Hvað ber þeim að borga? Erum við að tala um tryggingasjóðinn(17 milljarða), það sem hefði átt að vera í tryggingasjóðnum?, allt, þá kannski 200 milljarða(og svo eignirnar fyrir hinu).

    Hefur þessi yfirlýsing viðskiptaráðherra lagagildi??  Hún fór fram fyrir þjóðnýtingu Landsbankans, og einnig á þeim tíma höfðu Bretar ástæðu til að trúa því að Ísland myndi geta haldið Landsbankanum á floti í einhverja daga.

  Aftur á móti segja þessi orð Árna fjármálaráðherra alla söguna:

AD: Getur þú sagt mér hvort tryggingasjóðurinn, sem þú vísar til, ráði yfir fé til útborgunar?

ÁMM: Eitthvað fé er í honum en eins og háttað er um flesta þessa sjóði þá er það takmarkað í samanburði við aðsteðjandi kröfur.

AD: Einmitt, svo þú veist það ekki. Ég þarf að vita þetta svo ég viti hvað ég geti sagt fólki. Það er mögulegt að ekki sé nægjanlegt fé í sjóðnum; er það rétt?

ÁMM: Já reyndar er það alveg mögulegt.

AD: Það er hræðileg staða.

Þetta samtal "trompar" ef svo má segja bréfið. Því þjóðnýtingin var ekki farin fram þegar bréfið var sent!!

   Þegar samtalið fer fram voru forsendur orðnar aðrar, og því er bréfið úrelt.  Þarna þegar samtalið fór fram var orðið ljóst að Íslendingar ætluðu ekki að standa við fyrri orð, og hvort það var í skjóli breyttra forsenda eða ekki, fáum við líklega aldrei að vita. Punktur og basta.  Þetta er ekkert flókið í sjálfu sér, þegar maður skoðar tímaþróun atburða og forsendur.

     Síðan hvort að neyðarlögin(sem NB voru ekki hryðjuverkalög-en hins vegar neyðarlög), hafi verið beitt hart er ekki deilt um. Það sem deilt er um, er hvort Bretar hefðu ástæðu til þess, og því miður virðist svo vera

Jóhannes (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 12:36

8 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það sem ég er að segja er að íslenskir ráðamenn sögðust fara að lögum. Hver þau lög eru og hvaða upphæð við endum með að borga verða dómstólar líklega að skera úr um.

Bretar voru að sjálfsögðu órólegir en ég held að þeir hafi ekki bætt neitt með beitingu hryðjuverkalaga á okkur.

Vilborg Traustadóttir, 29.10.2008 kl. 12:46

9 identicon

Sæl,

  Það væri skemmtilegra ef að það kæmu mótrök eða þá skorið úr einhverjum misskilning sem var í mínum ummælum.

  Einnig að Bretar beittu ekki hryðjuverkalögum gagnvart Íslendingum, þeir beittu kafla í lögunum sem kom hryðjuverkum ekkert við!! Ef t.d. maður yrði beittur ákvæðum í lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.-  2006 nr. 64 14. júní. er ekki þar með sagt að maður væri hryðjuverkamður, og það væri ekki einu sinni verið að ýja að því.

  Hins vegar myndi ég líklega segja að ef ég hefði átt innistæður í Icesave, og íslensk stjórnvöld hefðu sagst ábyrgjast þær, og hefðu ekki meint það, eins og komið hefur í ljós!!!!!!!, þá myndi ég segja að breski fjármálaráðherrann væri HRYÐJUVERKAMAÐUR þar sem hann hefði augljóslega brugðist skyldu sinni um að verja sparifé mitt. Um þetta snýst málið er svona djö....erfitt fyrir Íslendinga að skilja það!!!!

Jóhannes (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:21

10 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er ekkert erfitt að skilja bretana enda lofaði Geir H. Haarde að allt sparifé landsmanna (Íslendinga) væri tryggt en breytti svo leikreglunum eftir á með því að taka innlánsreinkinga framyfir skuldabréf og gerði lífeyrissjóði landsmanna upptæka nánast á einu bretti.

Vilborg Traustadóttir, 29.10.2008 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband