Færsluflokkur: Bloggar

ÆÆ

Ég asnaðist til að horfa á leikinn! Varð auðvitað hundfúl yfir þessu. Fannst þeir þó klóra aðeins í bakkann í lok leiksins. Óneitanlega hvarflaði að mér að það væri bara gott á okkur ef við dyttum út úr riðlinum. Ef ég væri þjálfarinn segði ég upp starx o.s.frv. Ég ætla þó að sofa á þessu og sennilega horfi ég á næsta leik. Gef þessu sjens? Þatta er mikil pressa og ofboðslegt álag en það er það líka á hinu liðinu.
mbl.is Svíar sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyf sem gagna ekki óþarfa kostnaður...frekar hagnaður

Las í blöðunum í dag að lyfið Tysabri sem gefið er við MS sjúkdómnum er komið í notkun. Ég er að bíða eftir því og var hætt á Interferon Beta Rebif til að undirbúa það. Þar sem einkenni blossuðu upp eftir þriggja mánaða hvíld frá því var mér ráðlagt af lækni að hefja aftur að sprauta mig með Rebif. Ég fann þó að aukaverkanir Rebif eins og aukinn spasmi gerði vart við sig mjög fljótt eftir að ég hóf tökuna á því á ný. Því er ég afar fegin að hafin er notkun á Tysabri sem er mun öflugra lyf en Rebif og auk þess með litlar aukaverkanir. Set mig fljótlega í samband við lækninn minn þar sem ég hef fundið aukna versnun síðastliðið ár. Því er um að gera að reyna að taka í taumana. Ég tel það þjóðhagslega hagkvæmt að gefa sjúklingum nauðsynleg lyf sem ganga vel. Hagkvæmara en að kosta upp á dýrar innlagnir oftar þegar ekkert lyf er gefið. Fyrir utan bætta líðan einstaklinganna sem ætti að öllu eðlilegu að vera aðalatriðið.
mbl.is Lyfjamarkaðurinn virkar ekki sem skyldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný bloggvinkona- fugla

Mín nýjasta bloggvinkona er fugla eða Svanhildur Karlsdóttir. Hún var vinnufélagi systur minnar fyrir margt löngu. Sonur minn var til sjós með eiginmanni hennar fyrir minna löngu. Hann var einmitt í matarboði hjá henni fyrir stuttu.
Gaman að fá þig að bloggvinkonu Svanhildur.

Ketilás

Nú stendur til að opna bloggsíðuna um Ketilásballið 2008 sem bannað verður innan 45 ára. Ég er að setja mig í samband við húsvörðinn og fá leyfi fyrir þessu. Það verður allt að vera í lagi svo það verði nú ekki málaferli! Ég vona að þetta gangi allt vel fyrir sig og hlakka til að fá fleiri inn í umræðuna og undirbúninginn. Margir sóttu Ketilásinn á árum áður og svona "come back" dansleikur getur orðið mjög skemmtilegur. Læt vita hér þegar síðan opnar svo við getum flykkst þar inn og látið í okkur heyra.

Ber brjóst - bannvara

Ég tók eftir frétt í sjónvarpinu þar sem danskar og sænskar konur mótmæltu því að litið væri á brjóst sem kynferðiaslegt tákn. Þetta gerðu þær með því að flykkjast berbrjósta í sund. Ég tek heils hugar undir þetta með þeim og skil ekki hvað er verið að pæla að banna konum að vera berbrjósta. Gott hjá "Ylstrandarmönnum" að taka ekki þátt í því. Brjóst eru nauðsynlegur næringargjafi fyrir ungabörn ef karlmenn telja sig í þeim flokki er mér slétt sama en það á ekki að bitna á frelsi kvenna til að vera til fara eins og þær kjósa.
Ég mótmælti þessu á sama hátt og danskar og sænskar konur eina verslunnamannahelgi í Miðgarði forðum. Ég ætlaði "topplaus" í sund í sundlauginni í Varmahlíð en var stöðvuð. Enda var ég ein "í hópi". Vinkona mín var enn inni í búningsklefanum þegar verðirnir gómuðu mig og gerðu mér að fara aftur í búningsklefann.

Áfram konur, látum brjóstin boppa.


mbl.is Ber brjóst bönnuð í lóninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vér óheillakrákur

Ég og maðurinn minn vorum að horfa á leikinn áðan. Um það leyti sem við fórum að horfa minnkaði skyndilega munurinn niður í þrjú mörk. Við vorum sammála um að ef við færum að horfa byrjaði alltaf að halla á óheillahliðina.
Þá væri alveg sama hvort það væri í beinni útsendingu eða ekki! Þessi var reyndar í beinni. Þegar hann fór frá tækinu til að erindast í bænum hætti ég líka að horfa. Það hefur greinilega skilað sínu!

mbl.is Öruggur sigur Íslands, 33:28
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumur

Mig dreymdi draum eina nóttina. Óvenju skýran draum. Ég varð vitni að eldsvoða í draumnum. Það blossaði upp mikið bál og mjög skær logi sem myndaði hring. Svona eins og stór elddiskur. Ég fann að bálið var óviðráðanlegt í draumnum og ekkert þýddi að reyna að slökkva það. Svo brann það bara upp fyrir augunum á mér og hringurinn brann inn. Slokknaði svo. Ég fór þá að kanna skemmdir og sá að þær höfðu orðið miklar. Reykskemmdir og mikið svart og brunnið. Bruninn hafði verið hjá MS félaginu og fyrrverandi göngudeildi þess var ónýt eftir brunann. Ég hugsaði með mér í draumnum að ég yrði að upplýsa Þuríði Sigurðardóttur (sem er núverandi framkvæmdastjóri Dagvistar félagsins) um málið og fá hennar álit á skemmdunum. Þegar ég reyndi það þá stóð hún bara úti í horni og talaði í símann. Hún mátti ekkert vera að því að meta skemmdirnar því hún var að tala við vinkonur sínar í símann! Ég stóð bara róleg og beið eftir að hún svaraði mér og ég var enn að bíða þegar ég vaknaði.

Ráððning óskast!?


4 None Blondes

Heyrði þetta lag í útvarpinu í dag og táraðist.

http://www.youtube.com/watch?v=mXcQGsoDkDk


Mac

Það tekur smá tíma og heilaleikfimi að skipta um tölvu. Ég fékk nýja Mac í jólagjöf frá húsbandinu. Nú er ég að pikka á pínulítið þráðlaust lyklaborð sem er það smartasta í heimi og vona að Macinn taki færsluna til greina. Hún virðist ritskoða því í gær gat ég ekki sent inn færslu. Moggabloggið var annars í tómu tjóni í gær vegna árása var mér tjáð. Gæti líka verið ástæðan? Við höfum verið að flytja gögn inn á Macinn. Það hefur gengið en ég ætla að eiga hina tölvuna áfram þar sem mikið af gögnum er þar enn og ágætt að hafa back up. Það er sjálfsagt ágætt að leyfa huganum að starfa við þessar breytingar. Svona eins og að keyra ekki alltaf sömu leiðina í og úr vinnu. Það er bráðnauðsynlegt að breyta út af vananum og Mac er bara svo dásamlega einföld og þægileg þó allt sé öðruvísi en á PC og taki tíma að venjast nýju umhverfi. Það er rok hér í Reykjavík en "nota bene" ekki rigning í augnablikinu. Ágætt að venjast því líka svona í "aukabónus" að hafa ekki alltaf sama veðrið!

Árinu heilsað með Kim Larsen og Kjukken

Eftir mjög skemmtilegt Gamlárskvöld og magnaða flugelda tók við brjálað geim hér hjá okkur.  Flestir gestanna voru farnir en Geir skellti á Danmark 1 og viti menn, þáttur um hljómleikaferð Kim Larsen og Kjukken var í boði þar.   Solla systir var enn hér og við skemmtum okkur ekki lítið yfir þessu.  Síðan settum við á Danmark 1 +  og hlustuðum aftur.  Þá héldu okkur heldur engin bönd og við dönsuðum um íbúðina villtar í geiminu.  Því miður náðist bara mynd af okkur í byrjun enda hefðum við ekki tollað á myndinni eftir að dansinn hófst.  Svo rammt kvað að danstilburðum okkar að leikstjórarnir Quinten og Eli óku hjá í hummer limmo en bönkuðu þó ekki upp á í þetta sinn.  Við vorum alla vega vissar um að þetta væru þeir og færðumst allar í aukana við þessa augljósu (ímynduðu) athygli þeirra.

Solla og Ippa

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband