Færsluflokkur: Bloggar

Gaman saman

Í hríðinni hér syðra er gaman að ylja ser við þá hugmynd að koma saman á Ketilásnum næsta sumar. 
Það er ótrúlega gefandi að vinna að framgangi málsins og komast í samband við svo marga sem áhuga hafa á þessu framtaki.
Nú þegar Ketilássíðan hefur verið opnuð formlega vona ég að áhugasamir komi þar við og tjái sig um málið.  Þegar er hafin umræða þar og greinilegt að sitt sýnist hverjum.  Alveg nákvæmlega eins og það á að vera.
Hlakka til að heyra og sjá meira.
 
slóðin er http://ketilas08.blog.is
 

Ketilássíðan opin

Búið er að opna síðuna ketilas08.blog.is og hvet ég alla sem áhuga hafa að fara þar inn og segja skoðanir sínar og óskir varðandi fyrirhugað ball 26. júlí n.k.

Ýmsar hugmyndir eru uppi um málið og því fleiri sem koma fram með sínar óskir, því betra.

Hlakka til að vinna að því verkefni en hugmyndin kom upphaflega frá Bratti bloggvini. Ég hef rætt þetta við nokkra og hafa allir sem ég hef talað við mikinn áhuga á málinu.

Endilega kíkið á ketilas08.blog.is og látum svo Fljótin óma af gleði þann 26. júlí 2008.


Ketilássíðan opnar í dag

Hér kemur fundargerð nr tvö sem mun fara á síðuna.

Fundur í Ketilásnefnd 4.nóv 2007-

Fundur hefst kl.11.00 á heimili formanns. Hafði verið boðaður 3.nóv kl 16.00 á Bláu Könnunni. Gjaldkeri boðaði forföll. Formaður og ritari mættu en formaður frestaði fundi sökum mannmergðar á Bláu Könnunni.

Fundarefni:

1: Fá Ketilásinn – kostnaður.

2: Ræða við Storma.

3: Opna síðu vegna hugmyndavinnu o.fl.

4: Önnur mál.

----

1: Ákveðið var að formaður negldi húsið helgina fyrir verslunnamannahelgi 2008 og fái tilskilin leyfi. Einnig ákveðið að ræða kostnað þegar nánar er vitað um hann.

2: Ritari ræði við Theódór Júlíusson um að fá hljómsveitina Storma til að spila á ballinu.

3: Ákveðið að opna bloggsíðu í framhaldinu undir nafninu Ketilás08.blog.is (Moggabloggið) sem vettvang umræðu fyrir “come-backið”.

Eftirfarandi opnunarávarp samið:

Haus á síðu “Ketilás 2008”

Undirritaðir hafa hist og talað saman um að standa fyrir “come-back” dansleik á Ketilási laugardaginn 26. júlí 2008. Dansleikurinn verður ætlaður fyrir 45 ára og eldri. Þ.e.a.s.aldurshóp frá gullaldarárum staðarins þar sem siglfirðingar, ólafsfirðingar og skagfirðingar komu saman til skemmtanahalds. Búið er að festa helgina og hljómsveitina Storma frá Siglufirði. Gaman væri að fá ykkur sem flest til liðs við okkur. Látið okkur endilega vita hvað ykkur finnst og einmitt til þess opnum við þessa bloggsíðu hér með!

F.h. sjálfskipaðrar undirbúningsnefndar:
Vilborg Traustadóttir, ritari

Aðrir í nefndinni:
Margrét Traustadóttir, formaður
Gísli Gíslason, gjaldkeri

4: Önnur mál: Allt sem við viljum er friður á jörð.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.35


Hættulegt

Ég var einu sinni hætt komin vegna svipaðs atviks. Ég var á gangi eftir Aðalgötunni á Siglufirði ásamt vvinkonummínum. Allt í einu kippti ein þeirra Magga Steingríms mér til hliðar og ég heyrði hviss við eyrað á mér. Síðan skall stærðar ísköggull á gangstéttina rétt aftan við mig og brotnaði úr honum. Það er ekki spurning að þarna hefði ég steindrepist ef Magga hefði ekki kippt mér til hliðar.
mbl.is Stúlka hætt komin þegar snjóhengja féll af þaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tysabri hvað tefur?

Ég las viðtal við Ragnhildi Guðmunsdsóttur MS-konu í Mogganum í dag. Hún segist ekki vita til að hún sé útvalin til að fá nýtt og öflugt lyf gegn MS sjúkdómnum. Ég ræddi við lækninn minn en hann veit ekkert hvar ég er stödd á biðlistanum? Hann hefur sótt um fyrir nokkra MS-sjúkinga sem hann telur að eigi að fá lyfið en honum hefur ekki verið svarað! Mér finnst alveg ótækt að heilbrigðisyfirvöld láti sjúklinga engjast svona og bíða eftir lyfi sem er komið. Næsta skref hjá mér verður að bjóðast til að borga lyfið sjálf. Það er komið og ég á að fá það. Þetta er mikill mínus á annars ágætu heilbrigðiskerfi. Gersamlega óþolandi og yfirvöldum til smánar.

Tap gegn þjóðverjum

Ekki gekk að rúlla þjóðverjum upp þrátt fyrir góðan karakter í lok fyrri hálfleiks og hluta þess seinni. Vona að næsti leikur gangi vel ALLAN TÍMANN. Það er spennandi að fylgjast með þrátt fyrir mótbyr og ekkert að gera annað en krossa putta.
Áfram Ísland.
mbl.is EM: Átta marka tap gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvíl í friði

Það er gott að Fisher fékk hinstu ósk sína uppfyllta um að vera jarðsettur í kyrrþey. Klaufalegt þó að láta sóknarprestinn ekki vita. Það bjargar miklu að klerkur gerir ekki mál úr því.
Kirkju-Garðar virðist því sleppa við eftirmála í þessu máli.
Hvíl í friði Bobby Fisher.
mbl.is Fischer jarðsettur í kyrrþey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland- Frakkland

Úps!!!!!
mbl.is EM: Níu marka tap gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var laust sæti

Bloggvinkona mín Ásdís bloggaði í boði Iceland Express fyrr í dag um það að flugvélin til Egilsstaða hafi greinilega ekki verið full því það var laust sæti. Ég fór að hugsa um það að þennan á Flugfélag íslands eftir að fá að heyra um ókomin ár. En eins og Ásdís benti á í bloggfærslu er hún fegin að Svandís hafi ekki meiðst alvarlega. Það er ég líka. Svandís ber sig vel og ég vona að hún nái fullum bata fljótt og vel.
mbl.is „Það er allt í lagi með mig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökleysi og dylgjur

Las í fréttablaðinu í gær viðtal við Garðar Sverrisson þar sem hann svarar greinargerð eftir úttekt sem stjórn Öryrkjabandalagsins og fyrrverandi formaður Sigursteinn Másson lét gera um aðstæður i fjölbýlishúsi sem ÖBÍ á og rekur. Þar kemur margt athugavert fram um aðstæður í húsinu og það er talið áratugum á eftir samtímanum að safna öryrkjum saman í eina blokk. Það kalli á félagsleg varndamál einkum hjá börnum og unglingum. Garðar sem er nú formaður hússjóðsins kýs að hleypa öllu í bál og brand í stað þess að bregðast við skýrlunni með viðeigandi hætti. Þeir sem eftir sitja með sárt ennið eru skjólstæðingar Öryrkjabandalagsins og engir aðrir. Garðari tekst æ ofan í æ með ótrúlega undirförlum hætti að skapa andrúmsloft fyrir sjálfan sig að fljóta ofan á. Honum er einkar lagið að skapa sundrung og notfæra sér sjúkar aðstæður. Þó Garðar telji hússjóð ÖBÍ bera ábyrgð á dauðaslysi sem varð vegna þess að hússjóðurinn hafði ekki látið setja hitastýsingu á baðherbergi virðist hann ekki telja að hússjóðurinn eigi að bregðast við og laga önnur mál hjá sér sem brenna á. Það er algerlege óásættanlegt að ekkert eftirlit sé með íbúunum sem eru jú þarna venga þess að þeir þurfa á meira eftirliti að halda (hefði eg haldið). Að bera fyrir sig friðhelgi heimilisins er auðvitað bara bull í Garðari sem stundar þær aðferðir sjálfur að hringja heim til fóks og sleppa því ekki úr símanum fyrr en það lofar að samþykkja hans hlið mála. Flestir gera þetta örugglega bara til að losna úr símanum því hann hringir bara aftur ef þú ert ósammála í fyrstu!
Verði honum að góðu segi ég nú bara. Eftir situr fólk sem hefur treyst á hann til góðra verka. Fólk sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér en situr áfram í verri aðstæðum en nokkru sinni fyrr.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband