Færsluflokkur: Bloggar

Stjörnuspá - framhald

Ég!
STEINGEIT 22. desember - 19. janúar
Þér er mikið í mun að að gera það sem þú sagðist ætla að gera. Tilraunir leiða þig á rétta braut - ekki þykjast vita nú þegar hvað þú eigir að gera.
Maðurinn minn!
Hrútur: Þótt þú og fjölskyldan hafið upplifað það sama, sér hver reynsluna í sínu ljósi. Þannig er eðlilegt að hugsa: "Á hvað plánetu er ég staddur?"

HVÍT JÓL

Hvít jól í Reykjavík. Yndislegt að horfa út. Hæfilega þykk dúnmjúk snjóbreiða yfir öllu. Dálítið þungbúið yfir borginni. Enda snjókoma eins og hún gerist best. Hæglát en þétt hundslappadrífa. Óneitanlega hvíld frá regninu undanfarna mánuði. Aðfangadagur hjá okkur var mjög skemmtilegur. Höfðum möndlugrautinn að venju klukkan eitt. Þá eru venjulega fullar heimtur því allir vilja auka möguleika sína á að hreppa möndluverðlaunin. Sem að þessu sinni voru tveir m&m pokar. Sneisafullur pottur af graut hvarf eins og dögg fyrir sólu. Sjómaðurinn okkar Geir Fannar hreppti þau að þessu sinni og sýnir það enn og aftur að þeir "fiska sem róa". Hann er búinn að vera á síldarvertíð frá því í haust og hefut gengið vel í Grundarfirði og m.a.s.fengu þeir lóðs inn í Hvammsfjörð einn túrinn! Maðurinn minn fékk að velja möndluverðlaunin og hann valdi m&m -ið þar sem hann átti það í fórum sínum frá því í Fríhöfninni einhvern tíma. Klukkan sex mættu svo allir aftur í matinn. Geir Ægir einn sonarsonur okkar var hér með okkur allan daginn. Han var duglegur að hjálpa til og lagði m.a. á borðið með afa sínum og svo þegar afi fór að sækja fleiri gesti setti hann servíetturnar snyrtilega á hvern disk fyrir ömmu á meðan amma og Trausti Veigar lögðu lokahönd á eldamennskuna í eldhúsinu. Við vorum með hamborgarhrygg og mikið meðlæti. Heimatilbúin ís á eftir og gerði Guðrún tengdadóttir æðislega snikkers sósu með honum, hún átti einnig heiðurinn af Waldorf salatinu með matnum. Því næst óð Karen Nao tengdadóttir okkar í frágang ásamt fleirum. Þá var komið að pökkunum, var reyndar byrjað aðeins undir ísnum, því við vorum sein fyrir. Þeir litlu fengu að opna einn pakka hver meðan við snæddum ísinn. Einar Breki var þó svo upptekinn við ísinn að hann sýndi pökkunum engan áhuga fyrr en hann var búinn að innbyrða hann. Það var margt góðra gjafa í pökkunum hjá okkur öllum og við að vonum mjög ánægð með dagin og kvöldið. Hér sit ég m.a. og blogga á glænýjan Mac. Maðurinn minn tók daginn snemma og kláraði bókina "Þar sem vegurinn endar" eftir Hrafn Jökulsson sveitunga okkar í Árneshreppi. Í dag verður svo hangikjöt hér með laufabrauði frá Kristjáns bakaríi, heimabökuðum flatkökum og auðvitað uppstúf. Á morgun jólaboð hjá Helgu og Guðmundi. Gleðileg jól.

Kringlan-verslum í heimabyggð.

Fórum okkar árlegu Þorláksmessuferð í Kringluna í kvöld hjónin.  Keyptum eina jólagjöf saman og síðan fengum við okkur kaffi og crosant í Kaffitár. Nutum þess að vanda að horfa á fólkið streyma hjá í ýmsum erindagjörðum tengdum blessuðum Jólunum.  Ég fékk svo lánaðan fót hjá manninum mínum og keypti flotta skó á hann í jólapakkann.  Við erum sem sagt "Kringlufólk".....á Þorláksmessu a.m.k.
Fyrir nokkrum árum hafði ég gjarnan á orði eins og títt er um landsbyggðafólk að verslað skyldi í heimabyggð.  Við vorum t.d. og erum enn mikið á Ströndunum á sumrin.  Leggjum við af fyrrgreindum ástæðum áherslu á það að versla í heimabyggð. 
Einu sinni sem oftar þurfti maðurinn minn að kaupa sér sjúkrakassa  í skútuna.  Hann kannaði verðið á ýmsum stöðum og komst að því að hann var ódýrastur í Hafnarfirði.  Þetta fannst honum skrýtið og fór í Kringluna þar sem hann var dýrari.  Hann spurði, og sagði að þar sem hann vildi gjarnan versla í sinni heimabyggð, hvort hann fengi ekki sjúkrakassan á sama verði og í Hafnarfirði?  Það hreinlega datt af þeim andlitið, þetta höfðu þeir ekki heyrt áður, hlógu svo og sögðu að auðvitað fengi hann þetta á sama verði og í Hafnarfirði.

Gleðileg jól

Ég ætla að njóta lífsins um hátíðarnar.  Hér verður "fullt hús" á Aðfangadagskvöld.  Allir strákarnir okkar koma til okkar með fjölskyldur sínar.  Það verður því "kátt í höllinni".  simpsons

Sendi mínar bestu jóla og nýársóskir til ykkar allra.  Skjáumst hress um eða eftir jólin. 


Læknafélagið setur niður

Ég hef fylgst með þessu máli og verð að segja það að læknafélagið setur stórlega niður við sína gjörninga.
Það lætur niðrandi ummæli Jóhanns Tómassonar um Kára Stefánsson standa á vefsíðu sinni. 
Á sama tíma úrskurða siðanefnd þess að Kári Stefánsson hafi brotið siðareglur Læknafélagsins þegar hann reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér.
Formaður Læknafélagsins Birna Jónsdóttir reynir svo á lítt sannfærandi hátt að þvo hendur sínar af málinu.  Henni tekst kannski að gera það á þann veg að nú veit alþjóð að hægri hönd Læknafélagsins virðist ekki vita hvað sú vinstri er að gera.  Er það traustvekjandi?

Stjörnuspá

Ég!!!W00t

SteingeitSteingeit: Er þetta ástarsamband þess virði að taka áhættuna sem það felur í sér? Hvað með brothætt hjarta þitt? Rómantík er fyrir þá djörfu. Kýldu á það í kvöld.
....

Maðurinn minn!!!Shocking

HrúturHrútur: Þú ert óhræddur við að vera vondi gaurinn. Takmörk þín og væntingar eru á hreinu. Þú veist hvers þú þarfnast og kannt að nálgast þá sem geta veitt þér það.
....
Framhald í næstu viku.....

Ný bloggvinkona Guðrún Helgadóttir

Guðrún kennir ferðamálafræði við Hólaskóla í Hjaltadal. Hún skrifar um ýmis mál.  Hún á hesta enda varla hægt að búa í Skagafirði án þess,  eða?  Gaman að skoða síðuna hennar og velkomin í bloggvinahópinn minn Guðrún.

Aðventan

Aðventa

Þá er aðventan gengin í garð.  Dundaði með barnabörnunum í gær við að gera aðventukrans.  Jói Fel hnoðaði fyrir mig í tvær sortir sem við bökuðum á meðan.   Dásamlegt.  Svo gistu þrír af fjórum mögulegum hjá okkur.  Ég er komin Kristínarlaus í Hveragerði og gengur bærilega.  Verð hér út þessa viku.  Það verður harmonikkuball á fimmtudagskvöldið.  Fjör á "hælinu"!


Vantar sárlega forvarnir

Það sem mér finnst sárlega vanta inn í heilbrigðiskerfið og þar af leiðandi, í mörgum tilfellum, félagslega kerfið eru forvarnir.  Ef til væri staður á Íslandi þar sem fólk gæti komið á, dvalið um tíma og hreinlega lært að þekkja sínar þarfir og sín takmök mætti spara milljarða á milljarða ofan t.d. í lyfjakostnaði svo ekki sé meira tínt til.  Ég á mér draum............
mbl.is Hallar á þá sem sízt skyldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ísland! Hann fæddist ekki hér......

Hvort sem Paul er fyrsti innflytjandinn á þingi eða ekki, hvort sem varð á undan eggið eða hænan þá er þetta glæsilegur árangur.  Þarna vísa ég í það að bloggarinn Benedikt Halldórsson færir rök fyrir því að Ingólfur Arnarson o.fl. hafi verið fyrri til.  Það er nauðsynlegt okkur íslendingum öllum að fá þá sem kjósa að búa hér á landi og verða íslenskir ríkisborgarar inn á Alþingi. Þær raddir eiga að hljóma meðal þjóðarinnar og taka þátt í að móta og bæta þjóðfélagið.  Það er mikill mannauður fólgin í þeim sem hingað koma.  Það er mikið sóknarfæri fólgið í því að virkja sem flesta til góðra verka okkur öllum til hagsbóta. Ég vona innilega að hann fái málefnum þokað áfram og að við íslengingar leggjumst öll sem eitt á sveif með þeim sem vilja bæta mannréttindi.  Það er af mörgu að taka en alveg gott og gilt að byrja með eitt skýrt markmið.  Það eru lágmarks mannréttindi að fá atvinnuleyfi skráð á einstaklinginn sem leggur fram vinnuna en ekki fyrirtækið sem ræður hann í vinnu. Common!
mbl.is Fyrsti innflytjandinn á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband