Ber brjóst - bannvara

Ég tók eftir frétt í sjónvarpinu þar sem danskar og sænskar konur mótmæltu því að litið væri á brjóst sem kynferðiaslegt tákn. Þetta gerðu þær með því að flykkjast berbrjósta í sund. Ég tek heils hugar undir þetta með þeim og skil ekki hvað er verið að pæla að banna konum að vera berbrjósta. Gott hjá "Ylstrandarmönnum" að taka ekki þátt í því. Brjóst eru nauðsynlegur næringargjafi fyrir ungabörn ef karlmenn telja sig í þeim flokki er mér slétt sama en það á ekki að bitna á frelsi kvenna til að vera til fara eins og þær kjósa.
Ég mótmælti þessu á sama hátt og danskar og sænskar konur eina verslunnamannahelgi í Miðgarði forðum. Ég ætlaði "topplaus" í sund í sundlauginni í Varmahlíð en var stöðvuð. Enda var ég ein "í hópi". Vinkona mín var enn inni í búningsklefanum þegar verðirnir gómuðu mig og gerðu mér að fara aftur í búningsklefann.

Áfram konur, látum brjóstin boppa.


mbl.is Ber brjóst bönnuð í lóninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ég er sammála þér. Sundlaugaverðir, sama hvað þeim finnst persónulega, eiga að virða vilja gestanna hvað þetta snertir.

Vendetta, 15.1.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Særðir þú blygðunarkennd starfsmannsins eða...?

Garðar Valur Hallfreðsson, 15.1.2008 kl. 14:04

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Spurði þá nú ekkert að því en ég mótmælti kröftuglega þessu óréttlæti.

Vilborg Traustadóttir, 15.1.2008 kl. 16:03

4 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála, heyr heyr!

Helga Reynisdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 18:16

5 Smámynd: K Zeta

Hvað er fallegra en sæt konubrjóst?  Vilji kona vera berbrjósta eða berrössuð þá er það hið besta mál.

K Zeta, 15.1.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband