Þrettándagleði

Höfðum Þrettándagleði hér í kvöld. Góðir gestir sem eru fluttir að norðan komu í mat og synir okkar skutu upp rakettunum frá því í fyrra.....eða ætti ég að segja hitteðfyrra. Pokinn búinn að vera í geymslunni hjá okkur allt árið.
Gaman að hittast yfir ágætis mat og spjalla. Tilkynnti gestunum þegar þau voru nýkomin að þau væru algjör tilraunadýr. Ég hefði aldrei gert svona salat og tangdadóttir mín aldrei svona dressig. Ég hefði heldur aldrei byggt nokkra sósu svona upp og tengdadóttir mín aldrei brúnað kartöflur fyrr. Hins vegar hefði ég keypt dálítið af dósamat svona til vonar og vara svo þau færu þá ekki svöng heim. Maðurinn minn sótti svo nammi með kaffinu eftir matinn og kom með það í krukku með rauðu loki. Ég sagði "já fannstu þvagprufuglasið". Ég sá nú samt ekki að vinir okkar kipptu sér upp við þetta enda þekkj þeir mig/okkur út í gegn. Sátum svo frameftir og hringdum m.a. í vini nyrðra sem voru vanir að þreyja Þrettándannmeð okkur meðan við bjuggum á Akureyri. Gaman saman.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Allt svona nytt og spennó hjá þér og svo þvagdropar með kaffinu :):)  ekki leiðinlegt að koma í mat hjá þér, greinilegt.  :):) kveðja til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Agný

Þú ert nú meiri stríðnispúkinn.... það væri gaman ef að þú og Solla mynduð getað kíkt niður á DÍVA á meðan ég er í bænum næst en það er frá fimmtudegi til laugardags en líka sunnudag ef að einhver vill tíma þá....

Agný, 8.1.2008 kl. 09:32

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 9.1.2008 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband