Myndlist

Er alveg lens núna. Var að sigrast á einni olíumynd sem hefur fengið nafnið "Á sjó". Tók að mér qað gera mynd yfir sófann hjá Sollu systir og ákvað ð gera það bara með stæl. Myndin er 1 meter x 44 cm og er af öldum og þrem fuglum. Mjög spes. Ég er búin að fá leyfi hjá Sollu til að sýna hana á Hótel Djúpavík í sumar svo ég ætla ekki að birta mynd af henni hér fyrr en eftir þann tíma. Ég ætla svo að ráðast í fleiri myndir fljótlega og stefni að frekara námi í Kvöldskóla Kópavogs og síðan námskeið hjá Erni Inga fyrir norðan með vorinu. Ég var vakin og sofin yfir þessu verkefni og hugsaði með mér að þetta væri ekki starf fyrir mig. Vera andvaka yfir breytingum sem ég gerði og vera hrædd um að hafa eyðilagt listaverkið! Ég lærði það af þessari mynd að ég get breytt til baka og breytt til batnaðar. Fullunnið mynd og gett hana ötlítið líka því sem ég hef í huga. Nóg um það, þetta var smá hugleiðing fyrir svefninn og fyrir "Harðskafa" sem ég er að lesa núna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 
 







Ásdís Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 00:07

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hlakka til að sjá mynd af verkinu þegar þar að kemur.

Marta B Helgadóttir, 11.1.2008 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband