Það var laust sæti

Bloggvinkona mín Ásdís bloggaði í boði Iceland Express fyrr í dag um það að flugvélin til Egilsstaða hafi greinilega ekki verið full því það var laust sæti. Ég fór að hugsa um það að þennan á Flugfélag íslands eftir að fá að heyra um ókomin ár. En eins og Ásdís benti á í bloggfærslu er hún fegin að Svandís hafi ekki meiðst alvarlega. Það er ég líka. Svandís ber sig vel og ég vona að hún nái fullum bata fljótt og vel.
mbl.is „Það er allt í lagi með mig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kuldastígvél....ný sýn....

Það er komin vetur. Loksins. Þegar það koma nokkrir dagar í röð þar sem snjó leysir ekki jafnóðum og hann fellur má með sanni segja það. Ég böðla mér í kuldastígvélin og hvíli mokkasíurnar. Stundum. Það er nefnilega tveggja til þriggja manna verk að koma mér í kuldastígvélin mín fínu með "geimbúningafóðrinu". Fóðrið er nefnilega svo stamt og vinstri fóturinn það máttlítill að þetta er bölvað stapp. Ég á góðan mann. Þolinmóðan mann. Hann er auk þess verkfræðingur þannig að það er stór plús í þessu tilfelli. Það tók okkur 15 mínútna stanslaust púl á miðvikudagskvöldið þegar ég fór út að koma mér í kuldastígvélin. Í kvöld vorum við sléttar fimm mínútur að koma mér í þau. Svo tók það aðrar fimm fyrir tærnar að "aðlagast nýjum heimkynnum" en þær beyglast til og frá í magnleysi sínu.
Ég hef þannig rekið mig á nýjar "víddir" í smám saman þverrandi getu minni til að gera einföldustu hluti. Svona rekur maður sig á þetta þegar aðstæður kalla fram ný verkefni. Verkefni eins og það að klæða sig sjálf í kuldastígvél sem þótti einfaldasti hlutur í heimi er orðið að stórfenglegu verkfræðiundi! Ég hugsa hvað næst? Hugga mig við það að ég get þó enn rifið kjaft.

Kannski ætti ég að fjárfesta í kuldaskóm sem ég kemst í af sjálfsdáðum?


Rökleysi og dylgjur

Las í fréttablaðinu í gær viðtal við Garðar Sverrisson þar sem hann svarar greinargerð eftir úttekt sem stjórn Öryrkjabandalagsins og fyrrverandi formaður Sigursteinn Másson lét gera um aðstæður i fjölbýlishúsi sem ÖBÍ á og rekur. Þar kemur margt athugavert fram um aðstæður í húsinu og það er talið áratugum á eftir samtímanum að safna öryrkjum saman í eina blokk. Það kalli á félagsleg varndamál einkum hjá börnum og unglingum. Garðar sem er nú formaður hússjóðsins kýs að hleypa öllu í bál og brand í stað þess að bregðast við skýrlunni með viðeigandi hætti. Þeir sem eftir sitja með sárt ennið eru skjólstæðingar Öryrkjabandalagsins og engir aðrir. Garðari tekst æ ofan í æ með ótrúlega undirförlum hætti að skapa andrúmsloft fyrir sjálfan sig að fljóta ofan á. Honum er einkar lagið að skapa sundrung og notfæra sér sjúkar aðstæður. Þó Garðar telji hússjóð ÖBÍ bera ábyrgð á dauðaslysi sem varð vegna þess að hússjóðurinn hafði ekki látið setja hitastýsingu á baðherbergi virðist hann ekki telja að hússjóðurinn eigi að bregðast við og laga önnur mál hjá sér sem brenna á. Það er algerlege óásættanlegt að ekkert eftirlit sé með íbúunum sem eru jú þarna venga þess að þeir þurfa á meira eftirliti að halda (hefði eg haldið). Að bera fyrir sig friðhelgi heimilisins er auðvitað bara bull í Garðari sem stundar þær aðferðir sjálfur að hringja heim til fóks og sleppa því ekki úr símanum fyrr en það lofar að samþykkja hans hlið mála. Flestir gera þetta örugglega bara til að losna úr símanum því hann hringir bara aftur ef þú ert ósammála í fyrstu!
Verði honum að góðu segi ég nú bara. Eftir situr fólk sem hefur treyst á hann til góðra verka. Fólk sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér en situr áfram í verri aðstæðum en nokkru sinni fyrr.


ÆÆ

Ég asnaðist til að horfa á leikinn! Varð auðvitað hundfúl yfir þessu. Fannst þeir þó klóra aðeins í bakkann í lok leiksins. Óneitanlega hvarflaði að mér að það væri bara gott á okkur ef við dyttum út úr riðlinum. Ef ég væri þjálfarinn segði ég upp starx o.s.frv. Ég ætla þó að sofa á þessu og sennilega horfi ég á næsta leik. Gef þessu sjens? Þatta er mikil pressa og ofboðslegt álag en það er það líka á hinu liðinu.
mbl.is Svíar sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyf sem gagna ekki óþarfa kostnaður...frekar hagnaður

Las í blöðunum í dag að lyfið Tysabri sem gefið er við MS sjúkdómnum er komið í notkun. Ég er að bíða eftir því og var hætt á Interferon Beta Rebif til að undirbúa það. Þar sem einkenni blossuðu upp eftir þriggja mánaða hvíld frá því var mér ráðlagt af lækni að hefja aftur að sprauta mig með Rebif. Ég fann þó að aukaverkanir Rebif eins og aukinn spasmi gerði vart við sig mjög fljótt eftir að ég hóf tökuna á því á ný. Því er ég afar fegin að hafin er notkun á Tysabri sem er mun öflugra lyf en Rebif og auk þess með litlar aukaverkanir. Set mig fljótlega í samband við lækninn minn þar sem ég hef fundið aukna versnun síðastliðið ár. Því er um að gera að reyna að taka í taumana. Ég tel það þjóðhagslega hagkvæmt að gefa sjúklingum nauðsynleg lyf sem ganga vel. Hagkvæmara en að kosta upp á dýrar innlagnir oftar þegar ekkert lyf er gefið. Fyrir utan bætta líðan einstaklinganna sem ætti að öllu eðlilegu að vera aðalatriðið.
mbl.is Lyfjamarkaðurinn virkar ekki sem skyldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný bloggvinkona- fugla

Mín nýjasta bloggvinkona er fugla eða Svanhildur Karlsdóttir. Hún var vinnufélagi systur minnar fyrir margt löngu. Sonur minn var til sjós með eiginmanni hennar fyrir minna löngu. Hann var einmitt í matarboði hjá henni fyrir stuttu.
Gaman að fá þig að bloggvinkonu Svanhildur.

ÖBÍ - Garðarslykt af málinu

Las í Fréttabaðinu að Garðar Sverrisson fyrrverandi formaður ÖBÍ og núverandi formaður Hússjóðs bandalagsins væri mótfallin þeim breytingum að finna önnur úrræði en eina Öryrkjablokk fyrir sjólstæðinga sína. Ég ætla ekki að taka afstöðu til málsins aðra en þá að nefnd sem skipuð var af ÖBÍ til að gera úttekt á því að safna öryrkjum saman í eina blokk komst að þeirri niðurstöðu að óheilbrigt andrúmsloft skapaðist þar sem margir væru atvinnulausir. Því væri æskilegra að finna önnur úrræði fólksins vegna enda bitnar ástandið ekki síst á börnum og unglingum öryrkja.
Þegar ég heyrði um uppsögn Sigursteins Mássonar fyrst hugsaði ég strax "það er Garðarslykt af málinu" enda kom á daginn að hann hefur hagsmuna að gæta sem formður hússtjórnarinnar. Ég þekki vinnubrögð Garðars Sverrissonar og muna kannski einhverjir eftir látunum sem urðu hjá MS-félagi Íslands fyrir um fjórum árum. Garðar var þar.

Sigursteinn Másson er maður að meiri að segja af sér og Hafdís Gísladóttir einnig. Það er einfaldlega ekki hægt að starfa með grafandi moldvörpur allt í kring.

Ég sá einnig í 24 stundum í dag viðtal við Guðjón formann MND félagsins þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af stöðunni innan ÖBÍ. Það er líka full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu öryrkja á meðan bullandi hagsmunapotarar eins og Garðar Sverrisson eru einhversstaðar í 10 kílómetra radíus.


Macinn stendur fyrir sínu

Mér finnst minn nýji Mac afar þunnur og léttur og lyklaborðið er lítið og nett. Það minnsta sem ég hef séð fyrir utan vasatölvuna sem kom um árið. Þetta er bara eins og blað að sjá á myndinni. Eins og nýja talvan mín er reyndar líka. Ég er að skipta af PC yfir í Mac og vona að það reynist mér vel. Ég lærði upphaflega á Apple tölvurnar gömlu og frekar litlu. Svo var skipt yfir vegna þess að PC náði yfirhöndinni markaðslega með Microsoft en ég hef aldrei alveg skilið hvers vegna þar sem Macinn er svo dæmalaust einfaldur og smart.
mbl.is Apple kynnir örþunna fartölvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ok Ástþór

Ástþór ætlar kætra Þórunni. Enda ert það svo sem ekki í verkahrign yfirkjörstjóra að tjá sig um framboðsmál eintakra frambjóðenda. Er þó sammála að fjölga ætti á meðmælendalistum til framboðs. Ástþór er líka alltaf með nýja konu sér við hlið svo hann vill greinilega leyfa þeim að spreyta sig. Annars veit ég ekki nógu mikið um kvennamál frambjóðandans annað en það sem kom fram í yfirliti um framboð til forseta geng um tíðina. Þar var Ástþór með sitt hvora konuna sér við hlið frá einu framboði til annars. Kannski er hann með sömu og síðast núna?
mbl.is Ástþór kærir Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ketilás

Nú stendur til að opna bloggsíðuna um Ketilásballið 2008 sem bannað verður innan 45 ára. Ég er að setja mig í samband við húsvörðinn og fá leyfi fyrir þessu. Það verður allt að vera í lagi svo það verði nú ekki málaferli! Ég vona að þetta gangi allt vel fyrir sig og hlakka til að fá fleiri inn í umræðuna og undirbúninginn. Margir sóttu Ketilásinn á árum áður og svona "come back" dansleikur getur orðið mjög skemmtilegur. Læt vita hér þegar síðan opnar svo við getum flykkst þar inn og látið í okkur heyra.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband