Morgunblaðið

Morgunblaðið má eiga það að þar koma af og til góðar greinarSmile.  

Ég leyfi mér að benda á grein í Morgunblaðinu í gær sem heitir "Upp úr skuldasúpunni" og er eftir Gylfa Zoega og Jón Daníelsson hagfræðinga og prófessora.  Greinin er á blaðsíðu 19 og er eins konar "to do list" fyrir ríkisstjórnina.  Þeir nefna í fimm liðum aðgerðir til bjargar fyrirtækum og heimilum sem eru mjög athyglisverðar.  Það er lofsvert framtak hjá þeim að koma með á mannamáli svo við öll skiljum hvað þeir leggja til og er örugglega mjög brýnt að hlusta á þá.

Í Morgunblaðinu í dag á bls. 24 og er svo athyglisverð grein eftir Magnús Skarphéðinsson skólastjóra m.m.  Sú grein heitir "Mjólkurkúnum slátrað" og fjallar um og varar við því hvernig við íslendingar erum gjörn á að slátra trekk í trekk  bestu mjólkurkúnum okkar.  

Ég hvet alla til að næla sér í þessi blöð og lesa þessar greinar  


Nýr bloggvinur - drengur

Nýr bloggvinur drengur eða Hilmar Snæberg Ásgeirssn er kominn á bloggvinalistann hjá mér.  

Hann er drengur góður eins og kemur fram á bloggi hans.  Velkominn í hóp bloggvina minna drengur!


Seðlabanki í kreppu

Það er yfirþyrmandi að stjórnvöld hafi hundsað þetta boð breta um flýtimeðferð vegna icesave reikninganna þar í landi.

Stjórnvöld standa nú rúin trausti frammi fyrir eigin gerðum. 

Ég mun beita mér fyrir því að fá Jón Baldvin Hannibalsson inn í íslensk stjórnmál á ný.  Það liggur ljóst fyrir að það traust sem Samfylkingin þó enn hefur fjarar út.  

Ég tel jafnvel að ný og öflug hreyfing jafnaðarmanna eða bara ein góð þverpólitísk "Íslandshreyfing" gæti unnið traust fólks smám saman á ný.  Með aðkomu athafnamanna víða að úr atvinnulífinu og umfram allt með það að leiðarljósi að setja hagfræðinga yfir efnahagsstjórn landsins.  Með það að leiðarljósi að sækja okkar vel menntaða fólk á hvaða sviðum þjóðfélagsins sem er og fela því veigarmikil verkefni í stjórn landsins. Fækka þingmönnum frekar en fjölga og skera niður laun á þingi og hjá ráðherrum líkt og er að gerast hjá öllum öðrum í landinu.  Með það að leiðarljósi að endurgreiða íslendingum það sem þeim ber eftir þessi hrikalegu hagstjórnarmistök ríkisins.

Fyrst ekki eru gerðar nauðsynlegar breytingar á ófaglegri stjórn Seðlabanka Íslands eru hendur þessarar ríkisstjórnar bundnar í bak og fyrir.  Enda er ríkisstjónin orðin gerandi í málinu og þar með orðin ábyrgari en ef hún hefði gert breytingar strax. Þá meina ég áður en Glitnir var þjóðnýttur. 

Sjálfstæðisflokkurinn er í útrýmingarhættu. 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætlar þú að láta taka Samfylkinguna með í fallinu?

 

 


mbl.is Björgólfur segist standa við ummæli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefandi starf

Það er gefandi starf að passa barnabörnin.  Ég var ræst út í morgun þar sem hlaupabólan er að herja á einn af fjórum mögulegum.  Einar Breki ber sig hetjulega í veikindum sínum og Kristján Andri, eldri bróðir hans fékk að vera heima í dag vegna þess að amma mætti á svæðið.

Dagurinn hófst með Cartoon barnaefni og síðan svissuðum við yfir í íþróttaálfinn enda Einar Breki uppáklæddur í búninginn.

Því næst ætluðu þeir að stilla aftur á Cartoon en þá klikkaði kunnátta ömmunnar.  Ekkert lét að stjórn og því neyddust strákarnir til að leika sér í Playmobil með skip og kalla sem var frábært að fylgjast með.

Langamma upp kom niður og gaf okkur kjötbollur í hádeginu (namm) og afi kom við í bakaríinu á leiðinni í mat og kom með brauð og álegg.

Eftir matinn las amma eina bók um vináttu veiðihunds og refs. Ég hugsaði mitt á meðan ég las bókina!

Þá tóku bræður til við að kubba. Þeir byggðu kastala í mesta bróðerni þ.e. Einar Breki byggði súlur og rétti bróður sínum sem reif þær niður í stærri kastalabyggingu.  Allt í góðu.

Nokkrar erjur urðu í lok byggingartímans, það miklar að amman (ég) sem var í símanum að panta frystiskáp, varð að byrsta sig við litlar vinsældir báðum megin línunnar.

Allt endaði þetta vel og ég fékk góðar ábendingar frá strákunum um hvað ömmur gerðu og ættu ekki að gera.

Stákarnir fengu svo kakó og brauð með osti og skinku en amman kaffi í lok dagsins. 

Ég var þó ekki það ægileg að þeir pöntuðu að koma heim til mín á morgun því fyrirséð er að Einar Breki verður frá leikskóla út vikuna og Kristján Andri er auðvitað velkominn með honum.

Það er bara gott að hvíla sig á leikskólanum einn til tvo daga á vetri!  

 


Vindur

Vindur 

berðu mig

framhjá

fallvatninu

 

Þú berð það

með þér  

í farvatninu

 

Að komist ég

eitthvað burt

þá megi ég

njóta 

 

Þá megi ég

einnig njóta 

 

 

 

   Vilborg Traustadóttir 

 

 

 

 


Enn einn myllisteinninn um háls Seðlabankans

Fram kom í ágripi í fréttum úr Kompásþætti morgundagsins að Seðlabankinn neitaði að veita Landsbankanum lán gegn tryggingu upp á 200 milljón pund gegn því að allir ice-save reikningar Landsbankans færðust í breska lögsögu.

Þetta gerði Seðlabankinn daginn áður en bretar beittu hryðjuverkalögum á Landsbankann í Bretlandi til að frysta eignir hans þar. 

Hvers lags vinnubrögð eru viðhöfð á þeim bæ?

(Seðlabankanum)

Hvert fjandans klúðrið af öðru hjá banka sem ætti eins og seðlabankar annarra landa að verja bankana en ekki öfugt!

Ófaglegar aðfarir Seðlabankans frá a-ö hafa kostað þjóðina ómælda peninga, atvinnumissi og það sem er kannski sárast æruna. 


Norðmenn kveikja á "fattaranum"

Þetta eiga mörg okkar eftir að gera.  Ég áttaði mig t.d. á því í dag að dömubindin sem ég nota alltaf voru ekki til í tveimur verslunum.

Maður skyldi þó ekki enda með bómullarpakkann gamalkunna þegar "Rósa frænka" kemur í heimsókn?

Ef maður er heppinn!

Kannski þurfum við að fara að grípa til annarra ráða og róttækari eins og að láta hreinsa draslið bara í burtu?

Ég borðaði rúsínuslátur og lifrarpylsu sem við mamma gerðum saman á fimmtudaginn, í sunnudagamatinn ásamt fjölskyldunni okkar. 

Ég var búin að gleyma hvað þetta er góður matur en ég hef ekki gert slátur í "góðærinu" undanfarið. 

Kreppan hefur sannarlega mörg andlit og þetta er rétt að byrja. 

 


mbl.is Eru nú fyrst að átta sig á alvarleika málsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjögurbryggja skemmd

Það gengur mikið á í henni veröld.  Bryggjan á Gjögri er mjög áveðurs yst við Reykarfjörð á Ströndum.

Það er þó gott þegar ekki verða slys á fólki enda er enginn búsettur á Gjögri lengur allt árið.  Nokkuð er um að brottfluttir dveljist þar sumarlangt.

Þeir og fleiri nota bryggjuna og vonandi verður bryggjan lagfærð svo þeir og fleiri geti notað hana enda eru siglingar norður á Strandir að færast í vöxt.

Við eigum einmitt bát á Siglufirði sem slapp í þessu veðri enda vel litið eftir honum af heimamönnum.

 


mbl.is Gjögurbryggja stórskemmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjófnaður heitir það

Þegar fólk fer í bankann og leggur fyrir á öruggan verðtryggðan reikning þá er það í þeirri vissu að þar séu peningarnir í öruggri vörslu enda hafa bankastarfsmenn ráðlagt og fullvissað fólk um að svo sé.

Það er staðfest að fólk sem hefur lagt inn lífeyrissparnað a.m.k. hjá Glitni hefur orðið fyrir því að það sem átti þannig að vera á innlánsreikningi og verðtryggt er búið að taka og breyta í hlutabréf Jóns Ásgeirs og félaga í FL Group og öðrum slíkum fyrirtækjum sem hafa farið á hausinn.  Án vilja og vitundar reikningseiganda.  M.ö.o án þess að spyrja eigandann hvort hann vilji lána.

Þetta heitir á mannamáli þjófnaður og Íslenska ríkið verður að taka á sig slík tilfelli og lögsækja síðan viðkomandi aðila.  Það er ekki hægt að láta fólk almennt standa í þess konar málaferlum. 

Fjármálaeftirlitið brást og því er ábyrgðin ríkisins að sækja það sem þannig hefur verið tekið ófrjálsri hendi! 


mbl.is Óheppilegt að þingmenn stýri sjóðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Njörður P. Njarðvík

Í fréttablaðinu í dag á bls 8 góður pistill Njarðar P. Njarðvík.  Undir yfirskriftinni "Umræðan" Hverjum getum við treyst?  Spyr Njörður sem er prófessor emetitus við Háskólann í Reykjavík.

Hann bendir á nokkrar staðreyndir i málinu m.a. þá að við getum treyst forsætisráðherra sem mánuðum saman hefur fullvissað okkur um að allt væri í lagi, engra aðgerða þörf, - og gengi krónunnar myndi styrkjast fljótlega?

Njörður tekur fyrir allar helstu stofnanir og embætti sem að málum okkar hafa komið og veltir fyrir sér hvort við getum treyst þeim?

Hann segir ennfremur að þegar stjórnmálamenn segi að við sitjum öll á sama báti eins og þeir gera nú eigum við að vera a verði samkvæmt því sem sænski rithöfundurinn Vilhelm Mooberg sagði eitt sinn." Þegar stjórnmálamaður segir að við sitjum í sama báti þá skaltu vara þig. Það táknar að þú skulir róa." 

 Ég hvet þá sem hafa ekki þegar lesið greinina að gera það.   

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband