Djúpavík kallar

Ásbjörn frændi kom í kvöldkaffi í gær.  Hann er staðarhaldari á Djúpavík.  Eins og gefur að skilja var margt skrafað yfir kaffibollunum.

Ásbjörn hafði tekið smá rúnt með mínum manni og skoðað það sem við erum að bralla (aðallega hann) þar á meðal vél sem við fengum í bátinn okkar sem er á Siglufirði um þessar mundir.

Það er eikarbátur sem við erum að gera upp (maðurinn minn og kunningi hans), myndarlegasti bátur.

Kannski er ekki svo slæm hugmynd að fara að stunda róðra fyrir vestan oig hafa í sig og á.  Stunda sjálfsþurftabúskap!

Það er verst að við getum illa flúið skuldirnar sem ríkisstjórnin er búin að leggja á herðar okkar. Ríkisstjórnin sem sagði að það yrði aldrei látið gerast í vstrænu hagkefi að banki væri látin fara á hausinn á Íslandi.  Svo rúlluðu þrír þeirra.  Eins og hendi væri veifað!

Kannski getum við flutt norður á Strandir (eða til Vestmannaeyja, jafnvel Færeyja) og lýst yfir sjálfstæði okkar?

Eflt Sparisjóð Strandamanna til dáða eða endurvakið Kaupfélagsveldið. 

Ég hugas að við værum betur sett þannig. 

Eitt er víst að eitthvað verðum við að gera! 


Þú komst með jólin til mín en tröllið stal jólunum!

Jólin byrja í Hagkaupum?  Það eru ekki alveg svartar hliðar á kreppunni.  Þær eru líka jólarauðar.

Hagkaup hefur tekið fram jólavarninginn til að lýsa upp kreppulitaða daga og nokkuð gráleita.

Það er líka eins gott að reyna að ná til fólksins áður en það fær uppsagnabréfin.  Ég vona að Hagkaup stilli verðinu í hóf til samræmis við launaskerðingar og atvinnumissi.

Ég á alveg nóg jólaskraut frá því í fyrra og ætla að reyna að leggja peningana mína (hluta af örorkubótunum) fyrir.  Svona til að vinna upp lífeyrissjóðinn minn.

Ég ætla ekki að fara versla í Hagkaupum eða Bónus sem sama fólkið og eyddi lífeyrissparnaði okkar landsmanna í lystsnekkjur og annað hóglífi, á og rekur.  Ekki heldur í 10-11. Eða Karen Millen eða.....

Örorkubæturnar mínar duga og skammt í þess konar verkefni.  Ætli ævisparnaður okkar hjóna hafi dugað fyrir eldhúsinnréttingu í snekkjuna?

Varla! 

 


mbl.is Kreppan kom með jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eurovision

Birgitta Haukdal var í þættinum "Gott kvöld" hjá Ragnhildi Steinunni s.l. laugardagskvöld. Ég fór að velta fyrir mér Eurovision.

Ég man eftir því þegar ICY-tríóið fór með Gleðibankann til Bergen að við höfðum áhyggjur af hvar eða hver ætti að halda keppnina þegar og ef við ynnum!  Við hefðum hvorki efni á því né húsnæði undir keppnina.Blush

Síðan óx okkur ásmegin og við hefðum alveg haft bolmagn til þess hin síðari ár.

Áhyggjur okkar reyndust þó óþarfar og Daníel Ágúst fer þar fremstur meðal jafningja með 0 stig. Wink 

Nú er þetta enn ein áminningin til okkar um afturhvarf til fortíðar.

Hver á að halda keppnina þegar (og ef) við vinnum næsta vor?

Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn?  Það mætti segja í texta með útsendingu "þessi keppni er í boði Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins" eða "Norðurlöndin og Færeyjar skutu saman fyrir þessari keppni hér í Egilshöll á Íslandi".  Varla verður tónlistarhöllin tilbúin?

Afhverju unnum við ekki meðan við höfðum efni á því?

Nú bætast enn einar og gamalkunnar áhyggjur á herðr okkar.

Nema við sendum Daníel Ágúst krúnurakaðan! W00t

 

 


Sænskur banki í vandræðum

Við sáum þetta í sænska sjónvarpinu í gær.  Svo viðist sem margir aðrir en við eigum í vanda en munurinn er sá að sænski seðlabankinn styður við sína banka.  Okkar ræðst á þá og yfirtekur.

Við íslendingar eigum þá kröfu að gerð verði óhlutdræg rannsókn á þessu máli frá upphafi til enda.  Þegar ríkð hefur greitt öllum ævisparnaðinn til baka.

Þegar skoðað er að bankarnir geta greitt um 40% úr sjóðum sínum, jafnvel meira lítur hreinlega út fyrir að þeir hafi ekki staðið eins illa og sumir vildu vera láta. 

Ég tel að aðgerðir ríkis og seðlabanka hafi hrint af stað þeirri ægilegustu holskeflu sem Ísland gat orðið fyrir. Þau mistök eru dýr og fólkið í landinu á ekki að greiða fyrir það með sparnaði sínum.  

Svo er það spurning hvort við getum hjálpað Svíum? 


mbl.is Viðskiptavinir Carnegie órólegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Angist og harmar

Augu þessa barns segja meira en mörg orð. 
mbl.is Hjálparstarfsfólk á brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Las Darling þetta?

Það er alveg spurning hvort Darling las þetta bréf?
mbl.is Geysirgate: Dularfulla bréfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Steingrímur

Þó svo að nýjar upplýsingar séu sífellt að berast um tilurð þess að fjármálaráðherra breta brást svo ókvæða við íslendingum í sambandi við icesave reikningana margfrægu í Bretlandi þá er ekkert í stöðunni sem réttlætir beitingu hryðjuverkalaga á vinaþjóð.  

Þetta var fljótræði af bretum hvernig sem á það er litið. 

Hvaða forsendur sem lágu að baki upphlaupi þeirra, eigum við sem þjóð ekki að sitja undir þessu.  

Rock on Steingrímur!  


mbl.is Steingrímur skammaði Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk trúði Geir H. Haarde

Þegar Geir H. Haarde kom fram og fullvissaði þjóðina um að allur sparnaður þess væri tryggður trúði þajóðin honum.  Sá gjörningur um að forgangsraða sparifé sem gerðist eftir að neyðarlögin voru samþykkt gerði þar með orð forsætisráðherra dauð og ómerk.

Eða er ég að misskilja eitthvað?

Það að breyta reglunum eftirá er ekki traustvekjandi aðgerð og undarlegt ef hún verður viðurkennd.

Þetta er óréttlátt fyrir þá mörgu sem fóru að ráðleggingum um að hafa áhættu sem dreifðasta og trúðu og treystu að ráðleggingarnar væru réttar.

Eigum við að trúa því að það fólk sem fór að þeim ráðleggingum hafi misst allan sinn ævisparnað? 

Í svona algerri upplausn á því sem við höfum haft verður ríkisstjórnin að endurskoða þessa forgangsröðun og hverfa til og standa við fyrri yfirlýsingar.

Annað er ekki bara ósanngjarnt og óréttlátt heldur líka óheiðarlegt.


Gleymdu ekki þínum minnsta bróður

Takk, takk, takk, þetta er sennilega með því rausnarlegasta sem okkur er boðið á þessum erfiðu tímum. Færeyingar sína mikinn rausnarskap og göfuglyndi sem seint verður fullþakkað.  Táknrænn stuðningur og það munar virkilega um þetta.

Ég veit að við munum fara í gegn um dimman dal núna og bara það að vera rétt svona hjálparhönd kveikur ljós í hjörtum okkar.

Guð blessi nágranna okkar Færeyinga. 


mbl.is Færeyingar vilja lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru æðstu ráðamenn þjóðarinnar drykkfelldir?

Þrálátur orðrómur um það að æðstu ráðamenn þjóðarinnar séu drykkfelldir kallar á svör.  Það er engum greiði gerður með að þegja svoleiðis lagað í hel.  Allra síst þeim sem orðrómurinn er um.

Í nútíma samfélagi (sem hefur að vísu færst einhverja áratugi aftur efnahagslega) er það ekkert tiltökumál að leita sér aðstoðar ef drykkjuvandamál er við að etja.  Í miklu fleiri tilfellum eru erfiðleikarnir þeir að sá eða sú sem á við vandann á að etja viðurkennir hann ekki og er það einmitt ein ásæða þess hversu alvarlegur sjúkdómur alkahólismi er.

Það er grafalvarlegt mál fyrir þjóðina ef æðstu ráðamenn hennar eiga við drykkjuvandamál að etja og gera ekkert í því.  Þó svo að þeir séu eflaust fleiri í þessum hóp sem kunna að fara með áfengi eða neyta þess alls ekki þá verðum við að gera þá kröfu á þá þeirra sem neyta áfengis að þeir fylgist vel með heilsu sinni.

Ástandið á Íslandi undanfarnar vikur minnir óneitanlega á heimili virks alkahólista sem hann hefur lagt í rúst.  Það treystir honum engin.  Konan er farin, börnin eru farin, allar eignirnar eru brunnar upp og eftir stendur alkinn á rústunum og heldur partý!  Innan um brotin húsgögn með brenglaða sjálfsmynd.  Með hrokann einann að vopni. 

Skilur ekki neitt í neinu og bendir í allar áttir á sökudólga! 

Því skora ég á æðstu ráðamenn okkar alla sem einn að hafa samband upp á Vog eða á göngudeild SÁÁ og fá að taka einfalt próf um það hvort drykkja þeirra sé óeðlileg eða þeir í áhættuhóp með það að vera alkahólistar. 

Þjóðin á það skilið! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband