Norðmenn kveikja á "fattaranum"

Þetta eiga mörg okkar eftir að gera.  Ég áttaði mig t.d. á því í dag að dömubindin sem ég nota alltaf voru ekki til í tveimur verslunum.

Maður skyldi þó ekki enda með bómullarpakkann gamalkunna þegar "Rósa frænka" kemur í heimsókn?

Ef maður er heppinn!

Kannski þurfum við að fara að grípa til annarra ráða og róttækari eins og að láta hreinsa draslið bara í burtu?

Ég borðaði rúsínuslátur og lifrarpylsu sem við mamma gerðum saman á fimmtudaginn, í sunnudagamatinn ásamt fjölskyldunni okkar. 

Ég var búin að gleyma hvað þetta er góður matur en ég hef ekki gert slátur í "góðærinu" undanfarið. 

Kreppan hefur sannarlega mörg andlit og þetta er rétt að byrja. 

 


mbl.is Eru nú fyrst að átta sig á alvarleika málsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já er orðinn skortur á dömubindategundinni? Ég fór í tvær Nóatúnsbúðir í dag, við dyrnar á annari var tilkynning um vörutalningu á mánudaginn nk. en í hinni á þriðjudag. Vörutalningar eru vanalegar gerðar um áramót eða á miðju sumri, og þessi óvenjulega tímasetning bendir því til þess að verið sé að verðmeta vörubirgðirnar og e.t.v. fyrirtækið allt. Fylgstu bara með ég finn það á mér að bráðum verður þetta komið í þrot eða selt út úr Kaupássamsteypunni. Sama er upi á teningnum víðar t.d. hjá 365 (Stöð 2, Bylgjan, Sena o.fl.) sem er t.d. nýbúið að selja Fréttablaðið til Árvakurs (fyrir 36,5% hlut, skondin tala!). Annað verslunarfyrirtæki sem stendur nú höllum fæti er Árdegi (BT, Skífan, o.fl.), öll þeirra innkaup eru í erlendum gjaldeyri en þeir fá hann varla afgreiddan núna þar sem ekkert af þeirra vöruúrvali getur með neinu móti flokkast undir nauðsynjar. Fyrirtæki eins og þessi munu falla eins dómínókubbar á næstunni enda engin vanþörf á þar sem mörg þeirra hafa verið illa rekin í góðærinu bara vegna þess að þau komust upp með það, nú er hinsvegar komin önnur tíð...

Guðmundur Ásgeirsson, 26.10.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband