Morgunblaðið

Morgunblaðið má eiga það að þar koma af og til góðar greinarSmile.  

Ég leyfi mér að benda á grein í Morgunblaðinu í gær sem heitir "Upp úr skuldasúpunni" og er eftir Gylfa Zoega og Jón Daníelsson hagfræðinga og prófessora.  Greinin er á blaðsíðu 19 og er eins konar "to do list" fyrir ríkisstjórnina.  Þeir nefna í fimm liðum aðgerðir til bjargar fyrirtækum og heimilum sem eru mjög athyglisverðar.  Það er lofsvert framtak hjá þeim að koma með á mannamáli svo við öll skiljum hvað þeir leggja til og er örugglega mjög brýnt að hlusta á þá.

Í Morgunblaðinu í dag á bls. 24 og er svo athyglisverð grein eftir Magnús Skarphéðinsson skólastjóra m.m.  Sú grein heitir "Mjólkurkúnum slátrað" og fjallar um og varar við því hvernig við íslendingar erum gjörn á að slátra trekk í trekk  bestu mjólkurkúnum okkar.  

Ég hvet alla til að næla sér í þessi blöð og lesa þessar greinar  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband