Aukinn þrýstingur

Nú má búast við að aukinn þrýstingur verði í þjóðfélaginu um aðildarviðræður að ESB.  Ég hef haft efasemdir um skoðun Sjálfstæðisflokksins á því.  Við getum ekki haldið úti gjaldmiðli ein og sér.  Það hefur sýnt sig á sársaukafullan hátt fyrir þjóðina.

Til að gæta fyllsta sannmælis þá verður að hafa það í huga að eigendur bankanna heitinna sögðu að það væri nauðsynlegt að taka upp evru eða annan gjaldmiðil en krónuna ef vel ætti að fara.

Björgólfur Thor talaði m.a.s. um svissneskan franka ef ég man rétt. 

Hvorki Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið eða Ríkisstjórnin hlustuðu á það.

Seðlabankinn sem sjálfur er tæknilega gjaldþrota eins og kom fram í fréttum í kvöld.

(Á þá ekki að setja skilanefnd í hann og ýta bankastjórninni þar frá eins og í hinum bönkunum?) 

Það er eins og hver stofnun hafi verið í sínum heimi og enginn hafi tekið mark á því sem hinn sagði.

Seðlabankinn barðist hart gegn evrunni og ESB. 

Algert klúður þessara stofnana og Ríkisstjórnarinnar er okkur dýr.  Svo dýr að það er ekkert ásættanlegt nema þeir menn sem ábyrgð bera axli hana.

Þjóðin vill skipta um áhöfn á þessum stöðum.   

Strax! 

Síðan á að boða til kosninga svo fljótt sem auðið er.  Þá verða flokkar væntanlega komnir með skýrar línur í Evrópumálum og þjóðin getur þá valið þá sem hún treystir best til að leiða það mál til lykta. 


mbl.is Aðildarviðræður við ESB strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of há laun enn

Á tímum þegar verið er að segja upp fjölda fólks í bönkunum finnst mér 1750 þúsund á mánuði of há laun fyrir bankastjórana.

Þeir ættu að hafa undir milljón.

Sorry en þetta er dómgreindarbrestur.  

Hvernig eigum við að treysta stjórnvöldum til að taka á okkar málum þegar þau gera svona skandal?

Trekk í trekk! 


mbl.is Bað um launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tek undir með Bjarkey bloggvinkonu, lesið þetta til enda

 http://visir.is/article/20081025/SKODANIR03/278188353/-1

Ég get tekið undir flest sem Katrín Jakobsdóttir segir í þessari grein.  Nema ég átti þegar ég var lítil stígvél á veturna og gúmmískó á sumrin og svo eina spariskó. Notaði svo ullarsokkana sem mamma og amma prjónuðu í stígvélin á veturna.

Ég tek undir það að jöfnuður er það sem Íslenskt samfélag á að stefna að og ég gæti alveg sætt mig við að tapa einhverjum peningum ef ég sæi þá ganga til samfélagsins.  Því miður er það ekki svo.

Peningarnir okkar eru nú bundnir í "eigum" fjárglæframanna erlendis vegna þess að Íslenska Ríkisstjórnin svaf á verðinum.  

Var ekki starfi sínu vaxin!

 


Mótmælafundur í dag - Rjúfið þögnina

Íslendingar hafa verið niðurlægðir illa undanfarin misseri.  Stjórnvöld fóru í einkavæðingarferli sem þau réðu ekki við.  Íslendingar trúðu því margir og treystu að sú stefna að einka (vina) væða bankana myndi skila okkur góðu búi.  Myndi tryggja okkur glæsta framtíð og börnunum okkar öruggari framtíð.  

Þetta brást og ég ætla ekki að fjölyrða um það hér.  Þetta er búið. Stjórnvöld fylgdu ekki með í útrásinni og Sjálfstæðisflokkurinn rétti seðlabankastjóra völdin rétt sí svona. Furðulegt að Samfylkingin skyldi kokgleypa það?

Það er önnur saga.  Þetta er búið.

Í  kjölfar hörmunganna fylgdi svo þögnin.  Í þau fáu skipti sem Forsætisráðherra hefur ávarpað þjóðina hefur hann talað í véfréttastíl.  Það hefur enginn skilið hann.  

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kom til starfa á ný og var á blaðamannafundi með Forsætisráðherra í gær þar sem þau tilkynntu að gengið yrði til formlegra viðræðna við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.  Það skildist þó það sem hún sagði.  Hún sagði að þau mættu ekkert segja.  Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vildi ekki lesa um það í fjölmiðlum sem um væri rætt áður en stjórn hans tæki málið fyrir.

Þögn.

Þegar á það er litið að það erum við sem erum að tapa hálfri aleigunni, sumir meira aðrir minni þá er þetta forkastanlegt.

Það erum við sem búið er að svíkja og pretta.

Það erum við sem bankarnir hafa hirt peningana af og RÁÐSTAFAÐ AÐ EIGIN GEÐÞÓTTA í skjóli þess falska öryggis sem Ríkisstjórnin skapaði kring um þá.

Svo á bara að þegja málið í hel!

Hvet fólk til að mæta og mótmæla þögninni.  Fundurinn er á Austurvelli kl. 15.00

Mótmæla þögninni sem er svo skerandi við þessar aðstæður. 

 


Róum á önnur mið

Ég er ekki hissa á því þó menn hafi gefist upp á Bretunum.  Þeir eru búnir að búa svo um hnúta að það fæst ekki greitt fyrir fiskinn. 

Kannski íslendingar byggi nú upp góða markaði annars staðar svo við verðum ekki háð Bretum þó auðvitað sé um mikið hagsmunamál fyrir okkur að ræða er það ekki síður hagsmunamál Breta að hugsa um þau störf og þau verðmæti sem fara í súginn hjá þeim.

Þetta heitir að "falla á eigin bragði".

 


mbl.is Einhverjir hættir að selja fisk til Bretlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,VAR ÞAÐ ÞESS VIRÐI ÞÚ VÍKINGUR ÚTRÁSARINNAR"?


Sálmur   

greed2

 

Var það þess virði
þú víkingur útrásarinnar
að láta land þitt að veði
svo legið þú gætir á allsnægtabeði
og kjamsað á ávöxtum ágirndar þinnar?


 
ATT2Var það þess virði
að veðsetja allt sem er dýrast
hneppa þjóð þína í helsi
hrifsa burt stolt hennar,

manndóm og frelsi
svo aleinn þú fengir í höllum að hírast?


 
landbuna_arkerfiVar það þess virði
að veita þér allt sem þú þráðir
ánetjast gleði og glaumi
gjálífið þreyja í óminnisdraumi
– uppskeru njóta, þó engu þú sáðir?


 
money_tree5

Var það þess virði
að verða svo sjúklega ríkur
– að eignast allt þetta glingur?
Er ekki í hjarta þér dulítill stingur?
Því sá á jú ekkert, sem yndið sitt svíkur.

(HÖF. ÓKUNNUR)


Segja upp reyndustu starfsmönnunum

Ég hef haft af því spurnir að m.a. hjá Nýja Landsbankanum sé sagt upp fólki í verbréfadeildunum, segir sig nánast sjálft m.v. hrun markaðanna og svo á hinn bóginn fólki með mikla starfsreynslu.  Fólki sem á örfá ár eftir í eftirlaun.

Nú spyr ég er það yfirlýst stefna hjá ríkinu að segja upp því fólki sem hvað dyggast hefur unnið fyrir bankann og á auk þess hugsanlega erfitt með að fá aðra vinnu þar sem svo stutt er í eftirlaun? 


Ríkisstjórnin ekki samkvæm sjálfri sér

Í Helgarblaði DV er merkileg grein á bls 2 eftir Jón Bjarka Magnússon.  

"Hitt málið¨heitir dálkurinn.  Fyrirsögnin er " Háð Dönum um súrefni".  

"Í greininni kemur fram að íslenska ríkið ákvað að bjóða út viðskipti með lyfjasúrefni og lyfkjaglaðloft og í kjölfar þess var gengið að tilboði frá danska fyrirtækinu Strandmöllen.

Á Íslandi er fyrir fyrirtækið Ísaga sem hefur framleitt súrefni fyrir íslenska heilbrigðiskerfið en nú mun það breytast.

Þetta skýtur mjög skökku við á tímum þar sem lögð er áhersla á framleiðslufyrirtæki á Íslandi og útflutning í stað innflutnings.

Í lok greinarinnar sem ég hvet ykkur til að lesa kemur fram hjá Sigurbjörgu Sverrisdóttur framkvæmdastjóra Linde Gas Therapeutics  sem er partur af Ísaga að miðað við gengi krónunnar 14. október blasi það við að tilboðið sem ríkið tók sé 22% hærra en tilboðið sem hafnað var.  Þannig að samkvæmt Sigurbjörgu er verið að greiða nær tvo tugi milljóna króna á ári í viðbót fyrir innflutning á dönsku lyfjalofttegundunum og verja dýrmætum gjaldeyri fyrir um 100 milljónir króna á ári í innflutning á vöru sem í þokkabót er dýrari en íslenska framleiðslan.  

Hún segir ennfremur að samningurinn gangi þvert á þær yfirlýsingar ráðamanna um að styðja þurfi við íslenska framleiðslu."

Sigurbjörg segir einnig í upphfi greinarinnar að þetta sé öryggismál fyrst og fremst, þar sem við vitum ekkert hvað verður um innflutning á næstunni. 

 --

Ég bar þessa grein undir Geir Þ. Zoega framkvæmdastjóra Ísaga og hann bætir því við að markaðurinn hér á Íslandi fyrir lyfjasúrefni sé ekki svo stór að það sé pláss fyrir fleiri en eitt fyrirtæki á honum.  Því sé furðulegt að íslenska ríkið gangi á undan með það fordæmi að skipta við erlent fyrirtæki í staðin fyrir það íslenska. 

 


Frekjuhundar

Sannast enn og aftur hvers konar frekjuhundar Bretar eru.  Þeir ætla kannski að láta þetta ganga  upp í þær kröfur sem þeir gera á Ísland?

NOT.

Hvað eigum við Íslendingar að láta bjóða okkur þennan yfirgang lengi?

Geir H. Haarde á að kveða upp úr með það að við fylgjum lögum punktur og basta.

Kveða þessa frekju niður strax.

Síðan má fara í mál við Breta vegna þess hvernig þeir beittu hryðjuverkalögum á okkur algerlega að ósekju.

Eftir að hafa lesið útprentun af símtali Darlings við Áma Matt kemur það berlega fram að ástæðan fyrir lagabeitingu var engin.

Seðlabankastjóri blaðraði í Kastljósi til "heimabrúks" og Bretar eiga ekki að rjúka upp til handa og fóta vegna þess þegar ráðamenn landsins segja skýrt að við munum fara að lögum.

Bretar eru tækifærissinnar sem reyna að níða okkur niður til að upphefja sjálfa sig.

"Enginn verður hvítari þátt annan sverti"!!! 


mbl.is Bretar selja eignir Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgunarsveitin strax í að bjarga

Þegar hamfarir ganga yfir landið eru kallaðar út björgunarsveitir.  Eins og vera ber til að forða stórtjóni. Það eru einnig til aðgerðaáætlanir til að fyrirbyggja með öllum hugsanlegum leiðum stórtjón.

Hvers vegna gilda aðrar reglur um fjármálamarkaðinn?  Er það tjón eitthvað minna en beint tjón á mannvirkjum og farartækjum?

Hvernig væri að menn gerðust nú sjálfboðaliðar í að bjarga því sem bjargað verður í efnahag þjóðarinnar í stað' þess að "njóta"  bara "áramótabrennunnar"?

--

Ég bið fyrir sjómönnunum okkar í þessu veðri sem nú geysar og einnig öðrum sem þurfa að vera á ferli.

--

Ég bið einnig fyrir okkur Íslendingunum öllum sem erum að horfast í augu við aulalegt hrun Íslensks efnahagslífs.  Það aulalegasta mistök sem nokkur stjórnvöld í vestrænum heimi hafa gert.

Kannski bið ég m.a.s. fyrir þeim sem bera ábyrgð á því. 

Seinna..... 

 

 


mbl.is Reyna að afstýra stórtjóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband