Þessi yfirlýsing stjórnvalda kemur á hárréttum tíma fyrir kjósendur.
Við fáum þá að velja um það þjóðin hvort við viljum að þau sjónarmið stjórnvalda að banna hvalveiðar við Ísland ná fram að ganga.
Meirihluti þjóðarinnar vill að hvalveiðar séu stundaðar svo valið ætti að vera einfalt út frá þessu sjónarmiði.
![]() |
Vilja stöðva hvalveiðar á næsta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
fim. 26.3.2009
Taugasálfræðimat
Fór upp á Grensás í taugasálfræðimat í dag. Var í tvo klukkutíma að taka hin ýmsu próf.
Ég hafði áhyggjur af að ég væri allt of minnislaus og hæg enda búin að vera með "bómull" í hausnum síðan ég fékk Tysabri fyrir viku.
"You have to take the bitter of the sweet honey" sagði ein ágæt kona við mig í gær og það er alveg hárrétt hjá henni. Ég fékk lyfið og er þakklát fyrir það. Þess vegna verð ég að taka mínum aukaverkunum eins og aðrir sem þær fá.
Mér var tjáð að ég væri fyrir ofan meðallag í þessum prófum sem ég tók í morgun og því verður spennandi að vita hvernig ég kem út úr þeim eftir ár þegar allt verður endurtekið!
Kannski verð ég farin að dansa ballet og komin í heimspeki í Háskólanum?
Hver veit?
þri. 24.3.2009
Ég og Tysabri
Ég fékk fyrsta skammtinn af Tysabri á fimmtudaginn (19. mars) s.l. Ég fann fljótlega að eitthvað var að breytast. Ég varð dálítið ringluð svona eins og ég væri búin að fá mér eitt eða tvö vínglös, riðaði til og jafnvægið ekki upp á það besta. Um kvöldið skreið ég upp í rúm og skældi vegna þess að mér var óglatt og með höfuðverk, tilfinningin var líkt og ég væri með bómull í hausnum, ég varð gleymin og óörugg.Þau einkenni fékk ég síðast svipuð þessum árið 1996.
Svona var líðanin daginn eftir, að slepptri ógleðinni og hefur verið síðan, með hléum þó.
Í dag og í gær fékk ég gamalkunnugt einkenni eða brunatilfinningu í húðina á lærum og fótum en ég hef ekki fundið hana í mörg ár.
Ég er úthaldsminni og þreytist fljótt og einbeitingin ekki alveg eins góð og hún var áður.
Allt er þetta eðlilegt.
10 % sjúklinga fá þetta ringl og ógleði. Margir fá gömul einkenni MS sjúkdómsins aftur en allt á þetta að ganga yfir.
Í dag er ég með höfuðverk og dálítið einbeitingarlaus og ringluð þó þessar aukaverkanir hafi minnkað aðeins held ég.
Ég og Tysabri erum að finna flöt á málinu en þetta er greinilega mjög öflugt lyf.
Það finn ég greinilega enda er ég að öðru leyti algerlega lyfjalaus þar sem ég hætti að sprauta mig með Rebif í byrjun janúar.
Krossa putta og vona það besta.
Lyfið er greinilega að gera EITTHVAÐ!
lau. 21.3.2009
Kynning fyrir fullu húsi á Glym og ringluð af Tysabri
Það var glimrandi stemning á Hótel Glym í Hvalfirði fimmtudaginn 19. mars þegar kynning var haldin á vegum Krossgötur-Detox verkefnisins sem haldið er í samvinnu við hótelið.
Verkefnið er námskeið í heildrænu Detox þar sem hugað er að sál og likama jöfnum höndum og nýjar og áður óþekktar aðferðir teknar upp hér á landi m.a. í samvinnu við Dr. Boryz Boligar sem er rússneskur læknir.
Hann er sérfræðingur í ristilhreinsunum, lifrarhreinsunum, bakmeinum og höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð.
Guðrún Óladóttir reikimeistari og hómópati verður með í verkefninu ásamt sjúkraþjálfara, nuddurum og fleira fagfólki sem halda munu utan um starfsemina sem heildrænt teymi.
Von er á Íslenskum lækni með í starfsemina og við erum full metnaðar vegna þessa.
Umhverfið í Hvalfirðinum er mjög fagurt og hentar vel fyrir þessa meðferð þar sem mikil orka og mikill lækningamáttur er fólgin í náttúrunni.
Einnig er verið að setja upp aðstöðu fyrir sjóböð rétt við hótelið og er þegar unnt að stunda þau þó svo að aðstaðan verði vonandi bætt til muna á næstunni. Það eru fóglin mikil og góð tækifæri í þeim auðlindum sem eru allt í kring um okkur og stundum þarf að gera svo sáralítið til að virkja þær.
--
Tysabri inngjöfin gekk vel hjá mér en ég er dálítið ringluð og þreytt eftir fyrsta skammtinn og er það víst ekki óeðlilegt. Það dregur þó úr ánægjunni með áfangann að hafa fengið lyfið að sjá að ungt fólk með sjúkdóminn fær höfnun eftir að hafa verið sagt að það fengi lyfið. Þetta kom fram í kvöldfréttum í gær hjá þeim Lindu Egilsdóttur og Hauki Dór á Akureyri.
Ég skil hreinlega ekki þann "sparnað" ef um sparnað er að ræða þar sem það hlýtur alltaf á endanum að vera beinlínis dýrara fyrir heilbrigðiskerfið og þar með ríkið og okkur öll að fötluðum einstaklingum fjölgi í þjóðfélaginu. Einstaklingum sem geta þó nokkurn veginn bjargað sér sjálfir um flest en lenda fyrr inni á stofnunum ef þeir fá ekki bestu hugsanlegu meðferð sem völ er á hverju sinni.
Fyrir utan allan persónulega skaðann og sársaukann sem svona höfnun veldur.
--
Bestu kveðjur frá ringluðum Tysabri notanda.
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mið. 18.3.2009
Krossgötur-Detox og Tysabri tomorrow
Ég mun á morgun bruna upp á Hótel Glym þar sem kynning verður á starfsemi Krossgatna Detox, sem er metnaðarfullt heilsuverkefni sem fer af stað þar í byrjun maí.
Opnaður verður gluggi með upplýsingum um verkefnið á heimasíðu http://www.hotelglymur.is/ á morgun.
Verið hjartanlega velkomin en kynningin hefst klukkan 17.00 á morgun fimmtudaginn 19. mars.
Endilega tilkynnið komu ykkar í síma 430 3100 eða með tölvupósti á info@hotelglymur.is eða bara mætið á svæðið og krossið putta að eitthvað verði til að bíta og brenna!
Sjáumst hress!
Ég fæ einnig fyrsta skammtinn af Tysabri á morgun. Tysabri er lyf sem er notað til að hamla eða jafnvel stöðva nær alveg MS sjúkdóminn.
Það verður spennandi að vita hvernig lyfið fer í mig en flestir taka því vel.
Ég vona að ég verði þeirra á meðal.
Tysabri er gefið sem drip í æð og tekur inngjöfin um klukkutíma en síðan verð ég undir eftirliti á eina klukkustund til viðbótar meðan fylgst er með hvort ég sýni ofnæmisviðbrögð.
Að þessu loknu mun ég bruna á fyrrnefnda kynningu!
Sjáumst!!!!
Heilbrigðismál | Breytt 19.3.2009 kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sun. 15.3.2009
Magga systir fékk "Brostu verðlaunin"
Hún Magga systir gerir það ekki endasleppt. Þegar hún missti vinnuna í Landsbankanum eftir bankahrunið opnaði hún nytjamarkaðinn Norðurport á Akureyri.
Það verður einnig viðtal við hana á rás 2 núna klukkan 11.00 sunnudaginn 15. mars.
Margrét í Norðurporti hlýtur Brostu verðlaunin
lau. 14.3.2009
Skemmtilegt afmæli - kynning á Detox-verkefninu Krossgötur
Var í skemmtilegu barnaafmæli hjá sonarsyni í dag. Hann varð fimm ára.
Flottur strákur og falleg fjölskylda sem kom saman til að gleðjast í dag.
Það verður seint fullþakkað fyrir heilbrigð og góð börn sem eru hin sönnu auðæfi þessa lífs.
Það var gaman að koma saman og spjalla um alla heima og geima og slá á létta strengi.
Ég notaði tækifærið og kynnit spennandi verkefni sem við erum að fara út í nokkrar konur sem höfum stofnað fyrirtæki um það.
Verkefnið heitir Krossgötur og mun fara fram á Hótel Glym í Hvalfirði. Það snýst um betri heilsu eða Detox (hreinsun) á líkama og sál.
Við vinnum það samkvæmt kenningum Dr. Eva Dabrowska í Póllandi og samstarfslæknis hennar Dr. Boryz.
Dr Dabrowska hefur þróað aðferðina og rannsakað í áratugi og árangur hennar er ótvíræður þegar kemur að bót ýmissa meina s.s. Zoriasis, sykursýki 2, ýmissa gigtarsjúkdóma o.s.frv. Hún er mjög virt í Póllandi og víðar um heim.
Ég sjálf hef afar góða reynslu af meðferðinni hennar sem hefur mikil og góð áhrif á MS sjúkdóminn sem ég er með. T.d. hef ég farið fjórum sinnum í meðferðina og finn stóran mun til batnaðar í hvert skipti sem ég fer í hana.
Við fengum leyfi hennar og blessun fyrir því að nota aðferðina.
Dr. Boryz er væntanlegur til landsins og mun þá kynna sér aðstæður og kynna sitt framlag til verkefnisins. Hann er sérfræðingur í meltingarlækningum, hryggjarmeinum og lifrarhreinsun.
Verkefnið verður unnið af breiðum hópi fagaðila og áhugamanna um bætta heilsu og verður unnið í náinni samvinnu við Dr. Dabrowska sem eins og áður segir er upphafsmanneskja að meðferðinni sem við munum byggja á, á Hótel Glym.
Kynning á verkefninu verður að Hotel Glym fimmtudaginn 19. mars n.k. kl. 17 og vonumst við eftir að sjá sem flesta, endilega tilkynnið komu ykkar í síma 4303100.
Heilbrigð börn þarfnast heilbrigðrar ömmu og afa. Mömmu og pabba, frænda og frænku!
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 13.3.2009
Kúru-veður
Þetta er veðrið þar sem maður vill liggja eins og skata undir sæng og kíkja í góða bók. Hlusta á vindinn og hjala við kallinn og köttinn.
Lúra hjá barnabörnunum og segja þeim sögur eða bara rabba við þá.
Það er að bæta í vindinn hér fyrir sunnan núna.
Hugsa til Geirs Fannars sem er að sigla suður af landinu í snarvitlausu veðri á landstími. Hann vonast eftir að komast í meira skjól af landinu eftir um fjóra klukkutíma.
Nú ætla ég að setja undir mig hausinn og drífa mig á fund.
Kúri á eftir.
![]() |
Vonskuveðri spáð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fim. 12.3.2009
Litla hafmeyjan Sjanghæjuð!
Það var talað um það þegar það vantaði sjómenn á gömlu togarana þá var farið og leitað á öldurhúsum eða öðrum stöðum þar sem menn voru dauðadrukknir, þeir leiddir um borð í skipið og haldið til hafs.
Þetta var kallað að "Shanghæja" þá.
Nú verður Litla hafmeyjan "Shangæjuð" í orðsins fyllstu merkingu.
Nema það verður kannski erfitt að fylla hana?
![]() |
Litla hafmeyjan send til Shanghæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 13.3.2009 kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 12.3.2009
Segir mesta hvalveiðiþjóð heims!
Obama ætti að líta sér nær.
Ég veit ekki betur en Bandaríkin séu að stunda hvalveiðar í stórum stíl m.a. í Alaska.
Betra er að vita hvað hægri höndin er að gera meðan maður bendir með þeirri vinstri.
Tvískinnungur Bandaríkjamanna hættir greinilega ekki með Obama!
![]() |
Obama styður hvalveiðibannið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)