Ég og Tysabri

Ég fékk fyrsta skammtinn af Tysabri á fimmtudaginn (19. mars) s.l.  Ég fann fljótlega að eitthvað var að breytast.  Ég varð dálítið ringluð svona eins og ég væri búin að fá mér eitt eða tvö vínglös,  riðaði til og jafnvægið ekki upp á það besta.  Um kvöldið skreið ég upp í rúm og skældi vegna þess að mér var óglatt og með höfuðverk, tilfinningin var líkt og ég væri með bómull í hausnum, ég varð gleymin og óörugg.Þau einkenni fékk ég síðast svipuð þessum árið 1996.

Svona var líðanin daginn eftir, að slepptri ógleðinni og hefur verið síðan, með hléum þó.

Í dag og í gær fékk ég gamalkunnugt einkenni eða brunatilfinningu í húðina á lærum og fótum en ég hef ekki fundið hana í mörg ár.

Ég er úthaldsminni og þreytist fljótt og einbeitingin ekki alveg eins góð og hún var áður.

Allt er þetta eðlilegt.

10 % sjúklinga fá þetta ringl og ógleði. Margir fá gömul einkenni MS sjúkdómsins aftur en allt á þetta að ganga yfir.

Í dag er ég með höfuðverk og dálítið einbeitingarlaus og ringluð þó þessar aukaverkanir hafi minnkað aðeins held ég.

Ég og Tysabri erum að finna flöt á málinu en þetta er greinilega mjög öflugt lyf.  

Það finn ég greinilega enda er ég að öðru leyti algerlega lyfjalaus þar sem ég hætti að sprauta mig með Rebif í byrjun janúar. 

Krossa putta og vona það besta.  

Lyfið er greinilega að gera EITTHVAÐ! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er nú gott að lyfið geri gagn Vilborg mín en leitt þykir mér að lesa að þú sért veik til heilsunnar

Hilmar Gunnlaugsson, 24.3.2009 kl. 23:15

2 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Ég hugsa til þin og vonandi gera þessi lyf þér gott, og þessar aukaverkanir gangi fljót yfir, svo væri bara best að það fari að finnast lækning við þessu.

Sigurveig Eysteins, 25.3.2009 kl. 00:04

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Ég var einmitt að hugsa til þín í gær og að lyfið væri eitthvað að stríða þér. Við skulum vona eins og þú segir að þetta gangi yfir og þú farir að finna bata smátt og smátt...KNÚS til þín

Hulda Margrét Traustadóttir, 25.3.2009 kl. 06:47

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þakka ykkur fyrir. Ég er öll að hressast en ógleðin hefur ekki gert vart við sig síðan fyrsta kvöldið.

Þetta er varnarbarátta og ég tek undir það að það væri gott að snúa vörn í sókn. Lyf sem lækna eru komin langt á veg í prófunum og ég hugsa að það sé ekkert svo ýkja langt í að þau verði tekin í notkun.

Lyf eru samt alltaf lyf og aukaverkanir af þeim geta verið miklar þó það sé einstaklingsbundið.

Vilborg Traustadóttir, 25.3.2009 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband