Vonbrigði

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Bjarna Benediktsson nýkjörinn formann Sjálfstæðisflokksins þegar hann svaraði fréttamönnum með því að þeir væru að gera sérstaka atlögu að Sjálfstæðisflokknum í sambandi við styrkjamálið svokallaða.

Hann taldi að flokkurinn hafi tekið á málinu og afgreitt það.

Ég er ekki sammála honum.

Þeir virðast ekki hafa dregið neinn lærdóm af undangengnum atburðum.  Þ.e.a.s. að menn axli sín skinn!

Kattarþvottur og það að hengja bakara fyrir smið er óásættanleg afstaða í málinu.

Bjarni er að gera sjálfan sig óhæfan með þessum yfirlýsingum.

Ætlar hann ekki að gera hreint fyrir sínum dyrum?

Það þýðir ekkert að fara í þykjustuleik núna.  

Jafnvel þó hinir flokkarnir komist upp mð það! 

 


Eiga menn ekki að segja af sér í þessari stöðu?

Sennilega væri stjórnmálamaður alls staðar annars staðar í heiminum búin að segja af sér.

Ekki endilega að hann væri að viðurkenna mistök heldur væri hann að taka hagsmuni flokksins fram yfir eigin hagsmuni.  

Það rýrir traust kjósenda á Sjálfsæðisflokknum að menn séu endalaust að stríða gegn siðferðisvitund fólks.

Bjarni verður að láta málið til sín taka og setja mörk. 


mbl.is Óskar úttektar á störfum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega páska

Mig hefur alltaf langað að spæla páskaeggin!   Wink


Hengja bakara fyrir smið

Ég er hrædd um að þarna sé verið að hengja bakara fyrir smið.

Sá maður eða kona sem samþykkti þessa styrki á einfaldlega að segja af sér hvaða embætti sem sá aðili gegnir í dag.

Það sækist enginn eftir peðinu þegar drottningunni er leikið gáleysislega á vitlausan reit.

 


mbl.is Andri hættir störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmyndafræðin og aðgerðirnar

Það er einkennilegt hvernig þessi kosningabarátta fer af stað og þegar tekið er mið af aðstæðum virðist næsta ljóst að engin rökrétt niðurstaða kemur upp út kjörkössunum.

Alveg sama hvernig á það er litið.

Landið er klessukeyrt vegna andvaraleysis og of mikils trausts á nýfrjálshyggjuna sem breyttist í græðisvæðinguna alkunnu.

VG og Samfylking spila á þessar nótur og svo virðist sem Samfylkingin hafi hvergi komið nærri málum undanfarin tvö ár?  Þeim lá nú ekki svo lítið á að komast í sæng með Sjálfstæðisflokki og Geir H. Haarde var nógu skyni skroppinn til að "fara heim með þeirri næstsætustu" af stjórnmála ballinu.

Framsókn telur sig í lykilaðstöðu og talar út og suður ýmist með eða á móti Ríkisstjórninni.

Frjálslyndir eru komnir í vælukór eineltistilburða og afneita að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokki.  

Önnur framboð hafa einfaldlega ekki mannaval til að valda því hlutverki sem þjóðin þarf á að halda nú.

Það kaldhæðnislega í málinu er það að frjálshyggja (ekki nýfrjálshyggja) er eina leiðin út úr vandanum. Það sjá allir sem hafa augun opin aðeins lengur en í örfáar sekúndur.  Með skynsamlegu og ströngu eftirliti sem girðir fyrir spillingu og sjálftöku.

Skattpíning og haftabúskapur til langframa er ekki vænleg lausn.

Ég geri þá kröfu á stjórnmálamenn að þeir láti af pólitísku argaþrasi og snúi bökum saman um uppbyggingu Íslands.

Þjóðstjórn væri sennilega vænlegasti kosturinn. 


mbl.is „Hvítþvegin bleyjubörn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er þessi velferðarbrú?

Mér finnst í hæsta máta ósannfærandi að hlusta á þennan málflutning.  Fólkið sem ætlaði að koma eins og stormsveipur og slá skjaldborg um heimilin og atvinnulífið, skapa 6000 störf hefur ekki staðið við það.

Þvert á móti hafa 6000 manns misst vinnuna síðan nýja ríkisstjórnin komst til valda.

Kraftar ríkisstjórnarinnar hafa farið í blaður og einelti.

Einelti sem allir flokkar taka þátt í.  Nú síðast var ég að horfa á þátt frá mínu kjördæmi Norðvestur og þar talaði fyrir hönd Frjálslynda flokksins Sigurjón Þórðarson og hann sagði aðspurður að sennilega færu Frjálslyndir síst í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki.

Ég hafði í hyggju að kjósa Frjálslynda flokkinn vegna þess að mér leist best á Guðjón Arnar og Sigurjón sem menn óháð flokkslínum.

Ég steinhætti við það á stundinni.  Mér er alveg sama hvaða nafni flokkur nefnist það á ekki að útiloka fyrirfram neina leið.

Þetta virðist vera eintóna hjá flokkum að ala á reiði gagnvart Sjálfstæðisflokknum sem þó einn flokka hefur farið í heiðarlegt uppgjör innan sinna raða og stokkað rækilega upp á málefnaskrá sinni og kosið nýtt fólk inn á framboðslista sína.

 

 


mbl.is Byggja þarf velferðarbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STJÖRNUSPÁ


SteingeitSteingeit: Er það ímyndun eða ertu alltaf að rekast á vissa manneskju? Þetta er of mikil tilviljun til að hafa enga þýðingu.

--
 
Ég verð að fara að taka eftir hverja ég hitti? Sleeping

Hvíld....ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag þá hefur þú ekki heilsu fyrir tímann á morgun.

Mér var ráðlagt af læknum að taka mér hvíld næstu dagana.  Ég ætla a gera gott betur og taka mér þriggja mánaða hvíld frá stússi sem stressar.

Ég ætla að forgangsraða algerlega á mínum forsendum og gera einungis það sem er gefandi fyrir mig.

Ég hef rætt málin við þá sem næst mér standa og þá sem ég er í samstarfi við og þetta er niðurstaða mín.

Þess vegna mun ég setja öll verkefni á "hold" í þrjá mánuði en vinna þau sem eru brýnust og landa því sem ég hef tekið að mér eins vel og samviskusamlega og ég get.

Þetta lyf sem ég er a byrja að fá gegn MS virðist ætla að hafa þær aukaverkanir að ég má til að fara inn á við og hugsa um heilsuna nr eitt, tvö og þrjú eins og maður reyndar á alltaf að gera.

Á vegg hjá góðum lækni norður á Siglufirði hékk veggspjald sem á stóð.  

"Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag þá hefur þú ekki heilsu fyrir tímann á morgun".  

 


Aukaverkanir

Vaknaði eldsnemma í morgun eftir lítinn nætursvefn, til að hringja í Hauk Hjaltason taugalæki á símatíma hans sem stendur í hálftíma milli átta og níu einu sinni í viku.

Haukur Hjaltason hefur yfirumsjón með inngjöf á Tysabri lyfinu (fyrir hönd LSH) sem ég er nýbyrjuð á við MS sjúkdóminum. 

Ég beið um hálftíma í símanum en þá kom rödd sem sagði símatíminn hjá Hauki er búinn. 

Þetta gengur ekki sagði ég, ég ræddi bæði við John Benedikz og Jónínu Haraldsdóttur sem sér um að gefa lyfið og þau ráðlögðu mér bæði að ræða við Hauk vegna aukaverkana sem ég er með.  Landspítalinn hefur tekið að sér að gefa lyfið og Haukur á að sinna þessu sagði ég bara.

Ég fékk samband við ritara sem reyndi að ná í Hauk sem svaraði ekki en einhver annar svaraði og sagði það sama að hann væri búinn með símatímann. 

Ég sagði þetta er ekki hægt og endurtók rununa um að þeir ættu að sinna þessu og fékk aftur samband við ritara sem tók niður númerið mitt til að biðja Hauk að hringja í mig.

Kl 10 hringdi unglæknir og bað mig að koma og spjalla við sig um einkennin sem ég og gerði.  Ég fór í blóðprufu og skilaði þvagprufu.  

Ég sagði lækninum að einkennin væru svona eins og fyllerí og það ekki einu sinni gott fyllerí.  Þetta væri bara vont.

Eftir að hafa tekið stöðuna hringdi unglæknirinn í Hauk og sagði honum einkennin sem ég hafði lýst fyrir honum. 

Niðurstaðan var að fara heim og hvíla mig og þetta væri sennilega allt eðlilegt.  Ég get átt von á að versna næstu þrjá mánuði en síðan ætti þetta að fara að lagast aftur.

Ég er þakklát unga lækninum sem brást rétt við og gerði það sem þurfti enda er það alveg nýtt fyrir mér að fá þetta lyf og aukaverkanir þess fremur óþægilegar.  

Hins vegar er ég hugsi vegna taugalæknanna á Landspítalanum sem virðast ekki hafa tíma til að sinna því sem þeir hafa tekið að sér?  Skella nánast símanum á sjúklinga sína en fá svo söguna matreidda frá þriðja aðila....símleiðis....seinna?

Það er ekki við hæfi hjá taugalæknum að gera sig merkilega á kostnað sjúklinga sinna,  þeir eiga að sinna þeim! 


Myndlist og lyf

Fallegur dagur í Reykjavík árdegis!

Framundan er það verkefni að ganga frá nokkrum olíumálverkum fyrir sýningu norðan heiða í maí.

Nánar um það síðar en þetta eru fantasíur um landslag, sjólag og veðurfar ásamt nokkrum dulrænum myndum sem hafa einhvern veginn bankað upp á hjá mér.

Annars er ég enn þá dálítið ringluð af Tysabri sem er lyf við MS sjúkdóminum.  Ég fékk þær fréttir í gær að lyfið Rebif (Interferon Beta) hefði skorað nokkuð hátt í því að halda aftur af MS eða með um 60% virkni á meðan Tysabri skorar 70-80% í sama tilgangi.

Ég tel þó að öllu óbreyttu muni ég halda áfram með Tysabri enda munar um 10-20%  þegar heilsan er annars vegar.  Á móti kemur að Tysabri er öflugra og kannski áhættusamara lyf vegna aukaverkana sem geta (í örfáum tilfellum) verið banvænar eða haft andlega fötlun í för með sér.

Kostirnir eru þó þeir að lyfið nánast stöðvar framgang MS sjúkdómsins og það er auðvitað það sem við sækjumst eftir MS sjúklingar.

Ég hef frétt af fleiri MS sjúklingum sem hafa fengið svipuð einkenni af Tysabri og ég þannig að sennilega er þetta allt innan eðlilegra marka.

Ég veit að það eru hafnar prufur á nýju lyfi við MS sjúkdóminum sem læknar hann og því er framhaldið spennandi í þessum efnum. 

Því er um að gera að reyna að halda sínu eins vel og unnt er þangað til lækningin kemur. 

Lækningin sem er handan við hornið að því er virðist. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband