Kynning fyrir fullu húsi á Glym og ringluð af Tysabri

Það var glimrandi stemning á Hótel Glym í Hvalfirði fimmtudaginn 19. mars þegar kynning var haldin á vegum Krossgötur-Detox verkefnisins sem haldið er í samvinnu við hótelið.

Verkefnið er námskeið í heildrænu Detox þar sem hugað er að sál og likama jöfnum höndum og nýjar og áður óþekktar aðferðir teknar upp hér á landi m.a. í samvinnu við Dr. Boryz Boligar sem er rússneskur læknir.

Hann er sérfræðingur í ristilhreinsunum, lifrarhreinsunum, bakmeinum og höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð.

Guðrún Óladóttir reikimeistari og hómópati verður með í verkefninu ásamt sjúkraþjálfara, nuddurum og fleira fagfólki sem halda munu utan um starfsemina sem heildrænt teymi.

Von er á Íslenskum lækni með í starfsemina og við erum full metnaðar vegna þessa.

Umhverfið í Hvalfirðinum er mjög fagurt og hentar vel fyrir þessa meðferð þar sem mikil orka og mikill lækningamáttur er fólgin í náttúrunni.

Einnig er verið að setja upp aðstöðu fyrir sjóböð rétt við hótelið og er þegar unnt að stunda þau þó svo að aðstaðan verði vonandi bætt til muna á næstunni. Það eru fóglin mikil og góð tækifæri í þeim auðlindum sem eru allt í kring um okkur og stundum þarf að gera svo sáralítið til að virkja þær.

--

Tysabri inngjöfin gekk vel hjá mér en ég er dálítið ringluð og þreytt eftir fyrsta skammtinn og er það víst ekki óeðlilegt.  Það dregur þó úr ánægjunni með áfangann að hafa fengið lyfið að sjá að ungt fólk með sjúkdóminn fær höfnun eftir að hafa verið sagt að það fengi lyfið.  Þetta kom fram í kvöldfréttum í gær hjá þeim Lindu Egilsdóttur og Hauki Dór á Akureyri.

Ég skil hreinlega ekki þann "sparnað" ef um sparnað er að ræða þar sem það hlýtur alltaf á endanum að vera beinlínis dýrara fyrir heilbrigðiskerfið og þar með ríkið og okkur öll að fötluðum einstaklingum fjölgi í þjóðfélaginu.   Einstaklingum sem geta þó nokkurn veginn bjargað sér sjálfir um flest en lenda fyrr inni á stofnunum ef þeir fá ekki bestu hugsanlegu meðferð sem völ er á hverju sinni.

Fyrir utan allan persónulega skaðann og sársaukann sem svona höfnun veldur.

--

Bestu kveðjur frá ringluðum Tysabri notanda. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Flott að allt gekk vel með krossgötu verkefnið. Vona að ringlið rjátlist af þér væna !

Hulda Margrét Traustadóttir, 21.3.2009 kl. 19:01

2 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Það er til skammar að fólk fái ekki þetta lyf, gott að þú gast fengið það Vilborg mín, mér finnst þetta ekki sparnaður, kostnaður kemur bara annars staðar.

Ég var að rugla eitthvað inni á stjórnborðinu hjá mér og náði að eyða þér, sem var ekki ætlunin, svo ég sótti um að gerast vinnur aftur.

Sigurveig Eysteins, 22.3.2009 kl. 18:42

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já það kemur fyrir og stundum er fólk að detta út af listanum óvart hef ég heyrt. Samþykkti þig aftur í dag;-)

Er dálítið ringluð stundum núna og tengi það við lyfið....

Vilborg Traustadóttir, 22.3.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband