mið. 11.3.2009
"The line of fire"
Nú bíða þeir í röðum Samfylkingarmenn eftir að hafa skorað á Jóhönnu Sigurðardóttur að verða formaður flokksins.
Hvað gerist ef Jóhanna gefur ekki kost á sér?
Þá munu að öllum líkindum a.m.k. fjórir einstaklingar bjóð sig fram í starfið.
Ég hugsa að það gæti orðið lýðræðislega gott fyrir Samfylkinguna að fá að velja sér formann nú.
Á þessum tímapunkti yrði það erfitt fyrir Jóhönnu að taka við flokknum án mótframboðs jafnvel þó hún njóti mikilla vinsælda.
Þegar á móti blæs eru vinsældir fljótar að snúast upp í andhverfu sína.
Þess vegna er mikilvægt að flokksmenn velji úr hópi einstaklinga svo umboðið sé skýrt en beri ekki vott um handval valdameiri einstaklinga innan Samfylkingarinnar.
![]() |
Beðið eftir Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 11.3.2009
Nýr bloggvinur drum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
þri. 10.3.2009
Loksins jákvætt
Það er vonandi að fyrstu teikn um að bati sé væntanlegur í þeirri kreppu sem nú tröllríður heimsbyggðinni.
Tölurnar ljúga ekki og vonandi mun þetta síga upp á við alls staðar.
Vonandi að botninum sé náð.
Vonandi.....
![]() |
Besti kauphallardagur ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þri. 10.3.2009
Enn hlegið að okkur
Vesalings við.
Við eigum okkur varla viðreisnar von.
![]() |
Gagnrýnir fámenna rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mán. 9.3.2009
Setjum Joly í málið
Sammála þessu.
Við eigum að setja fullan þunga í rannsókn á bankahruninu.
Allra aðila vegna!
![]() |
Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
sun. 8.3.2009
When you can´t stop laughing
Sá þetta á Facebook hjá syni mínum. Mátti til að dreifa því áftram..
sun. 8.3.2009
Fágaður og flottur
Ég býð góða nótt....
Good night-sleep tight...
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 8.3.2009
Ég skora Jón Baldvin
Ég skora á Jón Baldvin Hannibalsson að gefa kost á sér í formannsstól Samfylkingarinnar.
Þar fer maður með mikla reynslu.
Maður sem við þurfum á að halda.
Vitur maður.
![]() |
Jón Baldvin skorar á Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 8.3.2009
Vorðið nálgast
Bílstjórinn okkar í Póllandi var að láta setja sumardekkin undir bílinn sinn í gær. Hann kom því á litlum bíl frá verkstæðinu til að skutla mér á flugvöllinn.
Hann hrópaði upp þegar ég sagði að við hefðum vetur fram í apríl-maí og að hann byrjaði oft í október-nóvember.
Við spjölluðum saman mestalla leiðina hann á þýsku og ég á því hrafli sem ég kann í þýsku og bæði notuðum við bendingar alveg óspart. Svo þegar við náðum ekki pointinu var það bara allt í lagi og við hlógum saman í staðin.
Hress kall. Hann var heppinn. Keypti nýja bílinn frá Þýskalandi (þann sem var að fá sumardekkin undir) fyrir kreppu (skildist mér) pólska zl var 3,20 ein EVRA en hækkaði i 4,50 eftir að hann keypti bílinn.
Svo kreppan var auðvitað í brennidepli.
Hann var ærlegur og þegar ég gerði upp við hann sagði hann kleine auto, kleine money og lét mig borga miklu minna fyrir ferðina.
Ég sagði tanke frá kleine frau.
Hann tekur á móti okkur Möggu systir í maí.
Á sumardekkjum.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)