Færsluflokkur: Menning og listir
fim. 17.7.2008
Ketilásball og nóg að gera
Það er lengi von á einhverju að gera. Ég er ásamt fleirum á fullu að skipuleggja hippaball á Ketilásnum. Það er í nógu að snúast svona á síðustu metunum en ballið verður um næstu helgi. Þ.e. laugardaginn 26. júlí. Ég sé um kynningar og það er bara skemmtilegt. Einnig er ég að reyna að kría út styrki til að endar nái saman og ég vona það besta.
Þeir sem ég tala við eru hrifnir af þessu framtaki okkar Sauðanessystra og Guggu frænku sem er ótrúleg jarðýta og gott að vinna með henni. Við vinnum allar sem ein að málinu og erum bjartsýnin uppmáluð.
Það er meira á ketilas08.blog.is sem er síða sem við höfum haldið úti í næstum eitt ár til að kynna atburðinn, gefa öðrum kost á að leggja orð í belg og svo auðvitað að halda uppi stuðinu!
Þegar ég var lítil stelpa á Sauðanesi var þetta uppáhaldslagið mitt með Bítlunum! Ég fékk prógrammið nánast eins og þð leggur sig í eyrað símleiðis frá höfuðpaur Storma nýlega en ég man nú samt ekki hvort þetta lag verður með en hver veit?
--
We are going to have a big dance in Ketilás next weekend.
Menning og listir | Breytt 18.7.2008 kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mið. 9.7.2008
Svalalistmálun hjá Möggu framundan
Um helgina ætla ég að skella mér til Akureyrar og mála á svölunum með Möggu systir. Það verður gaman að rifja upp "svalataktana" en við skemmtum okkur hvað mest við að mála saman eina mynd í fyrrasumar. Myndin fékk nafnið "Nornaskógur" ef ég man rétt.
Ég fer svo á mánudaginn til Djúpavíkur að taka niður sýninguna mína þar þann 15. (þriðjudag) en hún hefur staðið frá 1. júní.
Hér er mynd frá sýningunni tekin við uppsetningu hennar.
Menning og listir | Breytt 11.7.2008 kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
mán. 2.6.2008
Viggo Mortensen á Djúpuvík
Viggó Mortensen brá sér á myndlistarsýningu mína á Hótel Djúpavík í gær. Það er alltaf lyftistöng fyrir lítil samfélög þegar heimsþekktir menn heimsækja þau.
Það sem er dálítið fyndið er að ein myndin mín bar vinnuheitið "Lord of the rings" en ég nefni hana "Ævintýri" á sýningunni. Ég vona að Viggo Mortensen og hans fylgdarlið njóti dvalarinnar á Ströndum. Hér er myndin "Lord of the rings" en hún hafnaði á gólfinu fyrir framan gamalt felliborð í matsalnum þar sem sýningin stendur yfir til 15 júlí.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
þri. 27.5.2008
Myndlistarsýning á Djúpuvík
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
sun. 10.2.2008
Leshringur Mörtu
Í dag er leshringur Mörtu Smörtu að hefja sitt sjötta bókarspjall. Ég hef af og til verið með í leshringnum eða þegar ég hef getað vegna ýmissa aðstæðna. Ég er með núna en er ekki búin með bókina sem um er rætt. Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraísku eftir Marina Lewycka.
Mér finnst ákaflega gaman að vera með í leshringnum. Það er forvitnilegt að sjá hvernig aðrir upplifa það sem ég hef verið að lesa og ég fæ nýjan skilning á efni bókanna. Stundum les ég umræðuna þó ég sé ekki með í leshringnum því þegar ég les þá bók sem um er rætt get ég nýtt mér það sem fram hefur komið til að auka skilning minn á bókinni.
En nú ætla ég að halda áfram að lesa svo ég verði umræðuhæf á næstunni í leshring Mörtu.
fös. 11.1.2008
Myndlist
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 11.11.2007
Fleiri englar
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
þri. 6.11.2007
Jólaföndur
Menning og listir | Breytt 7.11.2007 kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
lau. 3.11.2007
Málverk og ljóð á Bláu Könnunni
Skemmtileg sýning og óneitanlega dálítið magnað að hafa ljóð með hverri mynd. Þarna á ég við málverkasýningu Margrétar Traustadóttur á Bláu Könnunni á Akureyri. Hún hefur ort ljóð við nokkrar myndir sínar og fengið mig og Gísla Gíslason ( Bratt) til að yrkja við aðrar. Set hér með eina af myndunum hennar og ljóðið er eftir mig. Myndin er seld.
Menning og listir | Breytt 4.11.2007 kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 2.11.2007
Akureyri á morgun
Ég flýg til Akureyrar á morgun að sjá málverka og ljóðasýningu á Bláu Könnunni. Magga systir sýnir þar málverk sín og ég hef ort ljóð við nokkur málverk hennar. Brattur bloggvinur hefur einnig ort nokkur. Það verður gaman að sjá sýninguna en henni lýkur í næstu viku. Við munum einnig ráða ráðum okkar varðandi fyrirhugað "come-back" Ketilásball 2008. Vonandi getum við gengið frá lausum endum varðandi að panta húsið og festa hljómsveitina upp úr því. Svo setjum við bara í gírinn með vorinu og skipuleggjum það sem þarf frekar að skipuleggja.
Hlakka til helgarinnar.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)