Færsluflokkur: Menning og listir

Ketilásball og nóg að gera

Það er lengi von á einhverju að gera.  Ég er ásamt fleirum á fullu að skipuleggja hippaball á Ketilásnum. Það er í nógu að snúast svona á síðustu metunum en ballið verður um næstu helgi. Þ.e. laugardaginn 26. júlí. Ég sé um kynningar og það er bara skemmtilegt.  Einnig er ég að reyna að kría út styrki til að endar nái saman og ég vona það besta. 

Þeir sem ég tala við eru hrifnir af þessu framtaki okkar Sauðanessystra og Guggu frænku sem er ótrúleg jarðýta og gott að vinna með henni.   Við vinnum allar sem ein að málinu og erum bjartsýnin uppmáluð.  

Það er meira á ketilas08.blog.is sem er síða sem við höfum haldið úti í næstum eitt ár til að kynna atburðinn, gefa öðrum kost á að leggja orð í belg  og svo auðvitað að halda uppi stuðinu!

Þegar ég var lítil stelpa á Sauðanesi var þetta uppáhaldslagið mitt með Bítlunum!Halo Ég fékk prógrammið nánast eins og þð leggur sig í eyrað símleiðis frá höfuðpaur Storma nýlega en ég man nú samt ekki hvort þetta lag verður með en hver veit?W00t

 -- 

We are going to have a big dance in Ketilás next weekend.    

 


Svalalistmálun hjá Möggu framundan

Um helgina ætla ég að skella mér til Akureyrar og mála á svölunum með Möggu systir.  Það verður gaman að rifja upp "svalataktana" en við skemmtum okkur hvað mest við að mála saman eina mynd í fyrrasumar.  Myndin fékk nafnið "Nornaskógur" ef ég man rétt.

Ég fer svo á mánudaginn til Djúpavíkur að taka niður sýninguna mína þar þann 15. (þriðjudag) en hún hefur staðið frá 1. júní.  

Hér er mynd frá sýningunni tekin við uppsetningu hennar.

Af sýningunni 1. júní til 15. júlí
 
I am going to Akureyri to paint a few oil pitchures with my sister Magga.   We came together at her home last year to paint and it was the beginning for me in oil paintings.  I have been studiing and painting since.
This summer I have 22 oil paintings after me in Hótel Djúpavík.  I will go and tak the exhabition down after tha weekend but it has benn there from first of june. 
This pitchure is of the paintings in Hótel Djúpavík while we were putting them up. 

Viggo Mortensen á Djúpuvík

Viggó Mortensen brá sér á myndlistarsýningu mína á Hótel Djúpavík í gær.  Það er alltaf lyftistöng fyrir lítil samfélög þegar heimsþekktir menn heimsækja þau.  

Það sem er dálítið fyndið er að ein myndin mín bar vinnuheitið "Lord of the rings"  en ég nefni hana "Ævintýri" á sýningunni.  Ég vona að Viggo Mortensen og hans fylgdarlið njóti dvalarinnar á Ströndum.  Hér er myndin "Lord of the rings" en hún hafnaði á gólfinu fyrir framan gamalt felliborð í matsalnum þar sem sýningin stendur yfir til 15 júlí.

Lord of the ringsDSC02782
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Viggo Mortensen went to see my paintings at Hótel Djúpaík yesterday.  I wish him að plesant stay in Strandir and hope he will enjoy beeing there.  One of my paintings has the name "Lord of the rings" .  There it is standing on the floor!  Wink

Myndlistarsýning á Djúpuvík

Á morgun held ég norður á Strandir með rúmlega 20 olíumálverk eftir mig til að sýna á Hótel Djúpavík, fyrri part sumars.  Ég hef áður sýnt ykkur hálfunnar myndir hér á síðunni.  Nú ætla ég að sýna eina í endanlegri mynd.  Þessi er þegar seld en verður samt á sýningunni.  
Hún heitir "Frelsi" og undirtitillinn er "Hafið bláa hafið, hugann dregur, hvað er bak við ystu sjónarrönd?"
Myndin var máluð sérstaklega fyrir Sollu systir.  Magga systir hefur sagt mér til og ég hef sótt Kvöldsóla Kópavogs í vetur og lært þar myndlist.  Einnig hef ég sótt námskeið hjá Myndlistarskóla Arnar Inga á Akureyri.
 

DSC02079
I will show my paintings at Hótel Djúpavík from 1. June to 15. July 2008.  Here is one of the paintings.  This one is named "Freedom".   This pichure was specially painted for my sister Solla.  My other sister Margrért has been teaching me a lot and I have been to art school this winter (Kvöldskóli Kópavogs) and have been taken courses in oil painting in Art school of Örn Ingi in Akureyri.  
Hope you enjoy!

Leshringur Mörtu

Í dag er leshringur Mörtu Smörtu að hefja sitt sjötta bókarspjall. Ég hef af og til verið með í leshringnum eða þegar ég hef getað vegna ýmissa aðstæðna. Ég er með núna en er ekki búin með bókina sem um er rætt. Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraísku eftir Marina Lewycka.

Mér finnst ákaflega gaman að vera með í leshringnum. Það er forvitnilegt að sjá hvernig aðrir upplifa það sem ég hef verið að lesa og ég fæ nýjan skilning á efni bókanna. Stundum les ég umræðuna þó ég sé ekki með í leshringnum því þegar ég les þá bók sem um er rætt get ég nýtt mér það sem fram hefur komið til að auka skilning minn á bókinni.

En nú ætla ég að halda áfram að lesa svo ég verði umræðuhæf á næstunni í leshring Mörtu.


Myndlist

Er alveg lens núna. Var að sigrast á einni olíumynd sem hefur fengið nafnið "Á sjó". Tók að mér qað gera mynd yfir sófann hjá Sollu systir og ákvað ð gera það bara með stæl. Myndin er 1 meter x 44 cm og er af öldum og þrem fuglum. Mjög spes. Ég er búin að fá leyfi hjá Sollu til að sýna hana á Hótel Djúpavík í sumar svo ég ætla ekki að birta mynd af henni hér fyrr en eftir þann tíma. Ég ætla svo að ráðast í fleiri myndir fljótlega og stefni að frekara námi í Kvöldskóla Kópavogs og síðan námskeið hjá Erni Inga fyrir norðan með vorinu. Ég var vakin og sofin yfir þessu verkefni og hugsaði með mér að þetta væri ekki starf fyrir mig. Vera andvaka yfir breytingum sem ég gerði og vera hrædd um að hafa eyðilagt listaverkið! Ég lærði það af þessari mynd að ég get breytt til baka og breytt til batnaðar. Fullunnið mynd og gett hana ötlítið líka því sem ég hef í huga. Nóg um það, þetta var smá hugleiðing fyrir svefninn og fyrir "Harðskafa" sem ég er að lesa núna.

Fleiri englar

Sannkölluð fjöldaframleiðsla á englum á sér nú stað en 12 stykki bættust við þá sex sem fyrir voru.  Auk fjögurra "mini-engla" sem voru flognir þegar myndin var tekin.  Á von á fleiri myndum á msn og set inn um leið og eitthvað kemur.Pólland sept-okt 006  Solla bauð okkur heim til sín í dag til að bæta í englaskarann. Mamma og Hrefna systir hennar mættu og tóku þátt í fjörinu.  Hekla Rut gerði einnig engla en Lucy lét sér fátt um finnast.  Hún lofaði þó að senda mynd af hluta afrakstursins.  Það var gaman að spjalla yfir skemmtilegu föndri þó puttarnir hafi ekki sloppið alveg frekar en fyrri daginn!  Hlustaði svo á Kim Larsen á Rás 2 á leiðinni heim.  Ekki ónýtt þar sem nú styttist í að sjá hann og heyra á tónleikum.

Jólaföndur

Pólland sept-okt 005Við Solla systir settumst niður í dag og föndruðum nokkra engla.  Á tímabili leit allt eins út fyrir að þetta yrðu "vítisenglar" á leið úr landi.  Munaði þar minnstu að við hringdum í sérsveitina til að aðstoða okkur við að hreinsa til.  Allt kom þetta þó "með kalda vatninu" og hér er afraksturinn festur á mynd.  Tekið skal fram að ég er að pikka hér með einum putta þar sem límið úr nýju límbyssunni heldur hinum 9 í "gíslingu".......

Málverk og ljóð á Bláu Könnunni

Skemmtileg sýning og óneitanlega dálítið magnað að hafa ljóð með hverri mynd.  Þarna á ég við málverkasýningu Margrétar Traustadóttur á Bláu Könnunni á Akureyri. Hún hefur ort ljóð við nokkrar myndir sínar og fengið mig og Gísla Gíslason ( Bratt) til að yrkja við aðrar.  Set hér með eina af myndunum hennar og ljóðið er eftir mig.  Myndin er seld.

 

DSC00618
Ég var eitt sinn
að dandalast með þér
þegar kvöldið kom
--
Grösin spegluðust
í augum þér
og vatninu
--
Þú hlóst og sagðir
komdu og sjáðu
--
- Sjáðu vatnið
það hlær.

Akureyri á morgun

Ég flýg til Akureyrar á morgun að sjá málverka og ljóðasýningu á Bláu Könnunni.  Magga systir sýnir þar málverk sín og ég hef ort ljóð við nokkur málverk hennar.  Brattur bloggvinur hefur einnig ort nokkur.  Það verður gaman að sjá sýninguna en henni lýkur í næstu viku.  Við munum einnig ráða ráðum okkar varðandi fyrirhugað "come-back"  Ketilásball 2008.  Vonandi getum við gengið frá lausum endum varðandi að panta húsið og festa hljómsveitina upp úr því.  Svo setjum við bara í gírinn með vorinu og skipuleggjum það sem þarf frekar að skipuleggja.

Hlakka til helgarinnar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband