Færsluflokkur: Menning og listir
lau. 27.10.2007
Myndlist- Haust

Haust / Vilborg Traustadóttir
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 17.9.2007
Frönsku meistararnir
Ég horfði á hluta af mynd í sjónvarpinu í gær um frönsku meistarana. Hafði gaman af því sérstaklega þar sem ég er að fara á myndlistarnámskeið um helgina. Þá get ég sagt að ég hafi stúderað lítillega listasögu og impressjónisma, Monet o.fl. Tók fram penslana í dag og lagfærði eina mynd sem ég málði (eða spaðaði) í sumar á svölunum fyrir norðan hjá Möggu systir. Setti mig í stellingar meistaranna. En NEI mikið er nú fossinn eitthvað "flatur"......
eða????

fim. 6.9.2007
Pavarotti allur
Hinn ótrúlegi söngvari Luciano Pavarotti er allur. Hnn lést í nótt umvafin fjölskyldu sinni. Pavarotti hafði eintæða rödd sem unun var að hlýða á. Hann hafði skemmtilega og líflega framkomu þegar það átti við. Hann var ófeiminn við að koma fram með ólíklegustu skemmtikröftum eins og t.d. Spice Girls. Hann fékk skömm í hattinn fyrir það frá sumum. Hann svaraði fullum hálsi og sagði að gott lag væri betra en léleg ópera. Maður veltir fyrir sér ódauðleikanum og því hvernig svona maður getur yfirleitt dáið. Þá áttar maður sig á því að það gerir hann ekki. Hann lifir áfram í verkum sínum og í hugum og hjörtum þeirra sem dáðu hann. Hann gaf af sér þá gjöf að gleðja og upphefja í list sinni. Fyrir það getum við verið þakklát. Í auga mínu leynist auðmjúkt tár sem leitar fram.
Þakklætistár.
![]() |
Domingo segir rödd Pavarottis hafa verið "einstæða Guðsgjöf" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mið. 5.9.2007
Ort við myndir
Eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef fengið lengi er að yrkja við málverk Möggu systur. Ég fékk nokkarar myndir á póstinum frá henni í gær og orti við þær ljóð.
Þð verður gaman að fylgjast með framhaldinu hjá henni en til stendur að hafa sýningu á verkunum fljótlega.
Það eru fleiri að spreyta sig á þessu verkefni með aðrar myndir hennar. Þetta er svona eins og að vera í leshring. Spennadi að sjá hvernig sýningin verður þegar upp verður staðið.
Ég sat með myndirnar á skjánum í gær og ljóðin steymdu fram. Vonandi getum við sýnt bloggverjum afraksturinn seinna. Fyrst verður sýningin að fá að gera sig.

sun. 29.7.2007
Hugmynd Arnar Inga

Þannig að takið frá verslunnamannahelgina 2008 fyrir málverka- og listmunasýningu í Sauðanesvita. 

Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mið. 25.7.2007
Svalamálun 2007
Nokkrar myndir frá afköstum okkar systra 23.24. og 25. júlí á svölunum hjá Möggu systir á Akureyri. Hreint ótrúlega gaman að vinna saman og ég í fyrsta skipti að kljást við olíuliti. Féll kylliflöt fyrir þeim. Þeir eru svo mikið eðal að vinna með.

Þarna til hliðar er Magga með fyrstu myndirnar sem áttu eftir að taka breytingum.
´





--
Ók svo sem leið lá heim til Reykjavíkur í dag og var sú ökuferð eins og eitt allsherjar málverk!!
Eitt allsherjar ljóð og lofsöngur!!
Yndisleg fegurð og falleg birta. Ég fór að ráðum Arnar Inga og hélt mig á veginum. Hann varaði mig við að vera ekki of uppnumin af listinni. Hann sá hvernig mér leið en ég var í sæluvímu eftir þetta ævintýri. Takk fyrir Magga systir og takk José og Dalí fyrir skemmtilega daga og nætur en Dalí kallinn kom upp í til mín fyrstru nóttina þegar ég skrapp á klóið. Lá svo á bakinu og hreinlega brosti til mín þegar ég kom inn aftur
. Honum fannst ég greinilega einmana
.


--
Svo hlustaði ég líka á svo yndislega fallegan og einnig húmorískan disk frá Gísla og Láru á leiðinni heim í dag. Takk fyrir mig. Hef svo bækurnar frá þeim á náttborðinu. Glugga bara í þær ef mér fer að leiðast. Þá er alveg öruggt að leiðinn hverfur.

P.s. Dalí er hundur!!!!!!

Menning og listir | Breytt 26.7.2007 kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
mið. 30.5.2007
Frida
Eftir að hafa lesið bókina um Fridu, finnst manni eins maður eigi pínulítið í þessari konu. Enda eru listamenn þannig fólk að þeir eru sameign þeirra sem njóta lista þeirra eða umfjöllunar um þá. Skrautlegt líf og stormasamt samband hennar og Diego kemur og upp í hugann. Vonandi verður þessi sýning að veruleika. Sannarlega áhugavert fyrir listunnendur.
![]() |
Þriðjungur verka Fridu Kahlo sýndur í Mexíkó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 3.5.2007
Listdanssýning
Það var sýning hjá Klassíska Listdansskólanum í gær. Uppskeruhátíð eftir veturinn. Við fórum nokkur saman að horfa á. Þetta var í Borgarleikhúsinu klukkan sex. Ég skemmti mér mjög vel. Pabbi sá fremur illa á sviðið. Honum er farin að förlast sýn og fannst hann vera að horfa á "haug" af fólki á sviðinu. Við hin sáum Lucy okkar af og til svífa um í hópnum. Lucy er dóttir Sollu systir. Hún dansaði fyrst hlutverk vatnalilju í Þumallínu og gerði það af miklum þokka. Þetta var alveg eins og hálfs tíma prógram og gaman að sjá upprennandi dansara okkar í krefjandi verkefnum. Hlakka til að fylgjast með á næstu árum. Pabbi skemmti sér líka vel og hann naut þess að hlusta og ég held hann hafi farið að sjá betur þegar hann vandist birtunni.
mið. 25.4.2007
Karlakór í kvöld
Skellti mér með pabba á karlakórstónleika í kvöld. Karlakór Reykjavíkur í Langholtskirkju klukkan átta. Það var virkilega gaman og mikill kraftur í kórnum. Lagavalið fjölbreytt aðallega íslenskt fyrir hlé en sungið m.a. á færeysku eftir hlé. Það var skemmtileg tilbreyting að heyra færeysku hljóma af munni 70 karla. Held alla vega að þeir hafi verið um 70 en ég beytti fuglatalningaaðferðinni á þá og niðurstaðan var 68 með skekkjumörk + eða - 2. Við pabbi skemmtum okkur vel og vorum sammála um að kvöldinu var vel varið.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
þri. 17.4.2007
Nýjar myndir
Skellti nýjum myndum inn í myndlistaralbúmið. Guðrún tengdadóttir og Solla systir eiga sín hvora þar. Auk þess aðstoðaði Trausti Veigar mig við myndina "Á uppleið". Njótið vel.
